30. júlí 2009
Það er ekki bara U17 karlalandsliðið sem er í eldlínunni í Þrándheimi þessa dagana því að tveir dómarar frá Íslandi eru þar einnig.  Þetta eru þeir Þorvaldur Árnason og Sindri Kristinsson en þeir starfa við dómgæslu á þessu móti.
28. júlí 2009
Á næstu dögum verða íslenskir eftirlitsmenn og dómaraeftirlitsmenn að störfum víðsvegar í Evrópu en þá verður leikið í Meistaradeild Evrópu og í Evrópudeild UEFA.  Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Moldavíu á morgun á leik FC Sheriff og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.
21. júlí 2009
Síðastliðinn laugardag var brotið blað í íslenskri knattspyrnudómarasögu þegar að tríó skipað konum dæmdi vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U17 kvenna í Þorlákshöfn.  Lögð hefur verið áhersla á, undanfarin ár, að fjölga konum í dómarastéttinni og er því þessi viðburður einkar ánægjulegur.
17. júlí 2009
Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun júlí og skipaði í nefndir á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í dómaranefnd UEFA.
14. júlí 2009
Í vikunni verður leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.  Íslensku félögin Fram, KR og FH verða þar í eldlínunni en einnig verða íslenskir eftirlitsmenn víðsvegar um Evrópu að störfum.
14. júlí 2009
Jóhannes Valgeirsson mun dæma leik Bröndby og Flora Tallinn þegar að liðin mætast í í Evrópudeild UEFA.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Fjórði dómari verður svo Eyjólfur Magnús Kristinsson.
7. júlí 2009
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Keflavík - Valletta afhenta miðvikudaginn 8. júní frá kl. 14:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu knattspyrnudeildar Skólaveg 32 gegn framvísun skírteinis. 
1. júlí 2009
Guðrún Fema Ólafsdóttir dæmdi í gær sinn fyrsta opinbera landsleik á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sunne í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsta alþjóðlega verkefni sem kemur í hlut íslensks kvendómara. 
25. júní 2009
Magnús Þórisson mun dæma viðureign hvítrússneska liðsins FC Dinamo Minsk og FK Renova frá Makedóníu, en leikurinn, sem er í forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 2. júlí.
24. júní 2009
Guðrún Fema Ólafsdóttir knattspyrnudómari mun starfa við Opna NMU17 landsliða kvenna, sem fram fer í Svíþjóð um mánaðamótin.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvendómari fær alþjóðlegt verkefni á erlendri grundu.
9. júní 2009
Dómaranefnd KSÍ vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi.
9. júní 2009
Eyjólfur Ólafsson, fyrrum dómari, er kominn inn í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA en Eyjólfur hefur mikla reynslu af dómarastörfum og hefur setið í dómaranefnd KSÍ að undanförnu.
6. júní 2009
Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Kasakstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.
29. maí 2009
Magnús Þórisson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir vináttulandsleik Wales og Eistlands.  Leikurinn fer frá á Parc y Scarlets í Llanelli.  Magnúsi til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.
26. maí 2009
Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 19:30. Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.  Aldurstakmark 16 ára og er námskeiðið ókeypis.
9. maí 2009
Knattspyrnusamband Íslands og Henson hafa gert með sér samning um að dómarar muni klæðast Henson búningum í ár.  Hönnun búningana var í höndum KSÍ og Henson í samstarfi við íslenska dómara.
6. maí 2009
Annríki verður hjá íslenskum dómurum á erlendri grundu á næstunni en Kristinn Jakobsson mun dæma leik Kazakhstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Þá mun Magnús Þórisson dæma vináttulandsleik Wales og Eistlands í Wales, 29. maí
17. apríl 2009
Stjórn KSÍ hefur samþykkt breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Um að ræða breytingu um skipan aðstoðardómara í 3. deild karla og 1. deild kvenna og breytingu er snýr að keppni 30 ára og eldri.