12. október 2009
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta mánudaginn 12. október frá kl. 12:00 - 16:00 og þriðjudaginn 13. október frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 
23. september 2009
Kristinn Jakobsson verður á ferð á flugi í október ásamt öðrum íslenskum dómurum en þann 1. október næstkomandi dæmir hann leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeild UEFA.  Þann 14. október næstkomandi dæmir Kristinn svo leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni fyrir HM 2010.
15. september 2009
Dómaratríóið á viðureign Íslands og Eistlands í undankeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld kl. 20:00, kemur frá Írlandi.  Fjórði dómarinn er íslenskur.  Eftirlitsmaður UEFA er frá Litháen.
10. september 2009
Ítalski dómarinn Matteo Treffoloni, sem dæmdi vináttulandsleik Íslands og Georgíu í gærkvöldi, hélt á þriðjudagskvöldið fyrirlestur fyrir íslenska A og B dómara.  Treffoloni er einn virtasti og reyndasti dómari Ítala í dag og var mikill fengur í komu hans fyrir íslenska kollega.
9. september 2009
Ítalskt dómaratríó verður á vináttulandsleik Íslands og Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:30.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur, sem og eftirlitsmaðurinn.
8. september 2009
Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi.  Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar
4. september 2009
Magnús Þórisson dæmir á morgun, laugardaginn 5. september, leik Eistlands og Georgíu í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikurinn fer fram í Tallinn og Magnúsi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Áskell Gíslason.  Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín.
29. ágúst 2009
Dómarinn í leik Þýskalands og Íslands á sunnudag er finnskur og heitir Kirsi Heikkiinen, en hún dæmdi úrslitaleik EM U19 landsliðs kvenna þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 2007.  Annar aðstoðardómarinn er einnig finnskur, en hinn aðstoðardómarinn er frá Frakklandi.
26. ágúst 2009
Það verður rúmenskur dómari við stjórnvölinn þegar að Ísland og Noregur mætast á morgun í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður í Lahti og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu
25. ágúst 2009
Kristinn Jakobsson mun næstkomandi fimmtudag dæma leik Austria Vín frá Austurríki og Metallurh Donetsk frá Úkraínu en leikið verður í Vín.  Leikurinn er í Evrópudeild UEFA og er seinni viðureign liðanna en fyrri leiknum í Úkraínu lauk með jafntefli, 2 - 2.
22. ágúst 2009
Tilkynnt hefur verið hverjir dæma fyrstu leikina í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Dómarinn í leik Íslands og Frakklands á mánudag er rússneskur.  Aðstoðardómararnir koma frá Ítalíu og Belgíu, og fjórði dómarinn frá Kasakstan.  Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er hollenskur.
14. ágúst 2009
Norræna dómararáðstefnan, sem haldin er annað hvert ár, fer fram hér á Íslandi dagana 14. til 16. ágúst.  Ráðstefnuna sitja fulltrúar úr dómaranefndum allra Norðurlandanna, auk fulltrúa Norðurlandanna í dómaranefndum FIFA og UEFA.
13. ágúst 2009
Íslenskur dómarakvartett verður á leik austurríska liðsins FK Austria Wien og FC Metallurh Donetsk frá Úkraínu.  Um er að ræða síðari viðureign liðanna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á Franz Horr-leikvanginum í Vín.
13. ágúst 2009
Kristinn Jakobsson, FIFA-dómari, og Guðmundur Ingi Jónsson, dómaraeftirlitsmaður, munu sækja námskeið á vegum UEFA 24. ágúst.  Efni námskeiðsins er hið svokallaða "5 dómara kerfi" sem prófa á í Evrópudeild UEFA í haust.
13. ágúst 2009
Sigurður Hannesson, eftirlitsmaður KSÍ, hefur verið settur dómaraeftirlitsmaður á viðureign króatíska liðsins Dinamo Zagreb og Heart of Midlothian frá Skotlandi, en liðin mætast á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í Króatíu fimmtudaginn 20. ágúst. 
7. ágúst 2009
Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft með sér samstarf um dómaraskipti og hafa þá dómarar ferðast á milli þessara landa og dæmt leiki.  Valgeir Valgeirsson dómari mun á sunnudaginn dæma leik í næst efstu deildinni í Svíþjóð. 
5. ágúst 2009
Kristinn Jakobsson verður á ferðinni á morgun þegar hann dæmir seinni leik hollenska liðsins NAC Breda og pólska liðsins Polonia Varsjá í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Oddbergur Eiríksson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.
5. ágúst 2009
Á fundi dómaranefndar, þann 29. júlí síðastliðinn, var ákveðið að Gunnar Jarl Jónsson yrði hækkaður upp í hóp A-dómara.  Gunnar Jarl, sem er 25 ára, hefur farið hratt upp dómaralistann og er einn af okkar alefnilegustu dómurum í dag.