Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. október 2009

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Suður Afríka

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta mánudaginn 12. október frá kl. 12:00 - 16:00 og þriðjudaginn 13. október frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Dómaramál
Landslið

23. september 2009

Kristinn dæmir í Belgíu og Búlgaríu í október

Kristinn Jakobsson verður á ferð á flugi í október ásamt öðrum íslenskum dómurum en þann 1. október næstkomandi dæmir hann leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeild UEFA.  Þann 14. október næstkomandi dæmir Kristinn svo leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni fyrir HM 2010.

Dómaramál

15. september 2009

Dómaratríó frá Írlandi á leik Íslands og Eistlands

Dómaratríóið á viðureign Íslands og Eistlands í undankeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld kl. 20:00, kemur frá Írlandi.  Fjórði dómarinn er íslenskur.  Eftirlitsmaður UEFA er frá Litháen.

Dómaramál
Landslið

10. september 2009

Treffoloni með fyrirlestur fyrir íslenska kollega

Ítalski dómarinn Matteo Treffoloni, sem dæmdi vináttulandsleik Íslands og Georgíu í gærkvöldi, hélt á þriðjudagskvöldið fyrirlestur fyrir íslenska A og B dómara.  Treffoloni er einn virtasti og reyndasti dómari Ítala í dag og var mikill fengur í komu hans fyrir íslenska kollega.

Dómaramál

9. september 2009

Ítalskt dómaratríó á Ísland-Georgía

Ítalskt dómaratríó verður á vináttulandsleik Íslands og Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:30.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur, sem og eftirlitsmaðurinn.

Dómaramál
Landslið

8. september 2009

Örvar dæmir toppslag í næst efstu deild í Noregi

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi.  Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar

Dómaramál

4. september 2009

Magnús dæmir í Eistlandi

Magnús Þórisson dæmir á morgun, laugardaginn 5. september, leik Eistlands og Georgíu í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikurinn fer fram í Tallinn og Magnúsi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Áskell Gíslason.  Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Dómaramál

29. ágúst 2009

Finnskur dómari á leik Þýskalands og Íslands

Dómarinn í leik Þýskalands og Íslands á sunnudag er finnskur og heitir Kirsi Heikkiinen, en hún dæmdi úrslitaleik EM U19 landsliðs kvenna þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 2007.  Annar aðstoðardómarinn er einnig finnskur, en hinn aðstoðardómarinn er frá Frakklandi.

Dómaramál
Landslið

26. ágúst 2009

Rúmenskur dómari dæmir Ísland - Noreg

Það verður rúmenskur dómari við stjórnvölinn þegar að Ísland og Noregur mætast á morgun í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður í Lahti og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu

Dómaramál
Landslið

25. ágúst 2009

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Austurríki

Kristinn Jakobsson mun næstkomandi fimmtudag dæma leik Austria Vín frá Austurríki og Metallurh Donetsk frá Úkraínu en leikið verður í Vín.  Leikurinn er í Evrópudeild UEFA og er seinni viðureign liðanna en fyrri leiknum í Úkraínu lauk með jafntefli, 2 - 2.

Dómaramál

22. ágúst 2009

Rússneskur dómari á leik Íslands og Frakklands

Tilkynnt hefur verið hverjir dæma fyrstu leikina í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Dómarinn í leik Íslands og Frakklands á mánudag er rússneskur.  Aðstoðardómararnir koma frá Ítalíu og Belgíu, og fjórði dómarinn frá Kasakstan.  Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er hollenskur.

Dómaramál
Landslið

14. ágúst 2009

Norræna dómararáðstefnan haldin hér á landi í ár

Norræna dómararáðstefnan, sem haldin er annað hvert ár, fer fram hér á Íslandi dagana 14. til 16. ágúst.  Ráðstefnuna sitja fulltrúar úr dómaranefndum allra Norðurlandanna, auk fulltrúa Norðurlandanna í dómaranefndum FIFA og UEFA.

Dómaramál

13. ágúst 2009

Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeild UEFA

Íslenskur dómarakvartett verður á leik austurríska liðsins FK Austria Wien og FC Metallurh Donetsk frá Úkraínu.  Um er að ræða síðari viðureign liðanna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á Franz Horr-leikvanginum í Vín.

Dómaramál

13. ágúst 2009

Fara á námskeið um "fimm dómara kerfið"

Kristinn Jakobsson, FIFA-dómari, og Guðmundur Ingi Jónsson, dómaraeftirlitsmaður, munu sækja námskeið á vegum UEFA 24. ágúst.  Efni námskeiðsins er hið svokallaða "5 dómara kerfi" sem prófa á í Evrópudeild UEFA í haust.

Dómaramál

13. ágúst 2009

Sigurður Hannesson dómaraeftirlitsmaður á Dinamo Zagreb - Hearts

Sigurður Hannesson, eftirlitsmaður KSÍ, hefur verið settur dómaraeftirlitsmaður á viðureign króatíska liðsins Dinamo Zagreb og Heart of Midlothian frá Skotlandi, en liðin mætast á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í Króatíu fimmtudaginn 20. ágúst. 

Dómaramál

7. ágúst 2009

Valgeir dæmir í Svíþjóð á sunnudaginn

Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft með sér samstarf um dómaraskipti og hafa þá dómarar ferðast á milli þessara landa og dæmt leiki.  Valgeir Valgeirsson dómari mun á sunnudaginn dæma leik í næst efstu deildinni í Svíþjóð. 

Dómaramál

5. ágúst 2009

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Hollandi

Kristinn Jakobsson verður á ferðinni á morgun þegar hann dæmir seinni leik hollenska liðsins NAC Breda og pólska liðsins Polonia Varsjá í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Oddbergur Eiríksson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Dómaramál

5. ágúst 2009

Gunnar Jarl kominn í hóp A-dómara

Á fundi dómaranefndar, þann 29. júlí síðastliðinn, var ákveðið að Gunnar Jarl Jónsson yrði hækkaður upp í hóp A-dómara.  Gunnar Jarl, sem er 25 ára, hefur farið hratt upp dómaralistann og er einn af okkar alefnilegustu dómurum í dag.

Dómaramál