2. febrúar 2010
Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik verður haldið í nýju stúkunni þriðjudaginn 9. febrúar   kl. 19:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
2. febrúar 2010
Unglingadómaranámskeið hjá ÍR verður haldið í ÍR heimilinu  fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
29. janúar 2010
Ákveðið hefur verið að þiggja boð norska knattspyrnusambandsins um að senda 2 íslenska dómara og 3 aðstoðardómara á alþjóðlegt æfingamót í Marbella á Spáni. Mótið stendur dagana 7. til 12. febrúar næstkomandi.
29. janúar 2010
Mánudaginn 1. febrúar hittast fremstu dómarar Evrópu á Möltu en þar verður haldin í átjánda skiptið ráðstefna fyrir Elite/Premier dómara UEFA.  Á sama stað verður um leið haldin nýliðaráðstefna nýrra alþjóðlegra dómara en sú ráðstefna er haldin í nítjánda skiptið.
27. janúar 2010
Unglingadómaranámskeið hjá Víði verður haldið í Víðishúsinu  fimmtudaginn 4. febrúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
19. janúar 2010
Þeir Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson eru staddir í Englandi þar sem þeim hefur verið boðið  að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu úrvalsdeildardómara í Englandi.  Ennfremur munu þeir fylgjast með dómurum í leik í ensku úrvalsdeildinni sem og undirbúningi leiksins.
14. janúar 2010
Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni verður haldið í Dalhúsum  miðvikudaginn 20. janúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
13. janúar 2010
Dómararnir okkar sem dæma í landsdeildunum hafa verið á fullu á æfingum frá því í nóvember á síðasta ári og er hvergi slakað á.  Fréttastofa Stöðvar 2 kíkti á æfingar hjá dómurunum, bæði síðasta vor og svo nú fyrr í vetur. 
7. janúar 2010
Unglingadómaranámskeið hjá HK verður haldið í Fagralundi  mánudaginn 11. janúar   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
14. desember 2009
FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010.  Einnig hefur FIFA staðfest tilnefningu á fyrsta íslenska alþjóðlega Futsal dómaranum.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2010 eru eftirfarandi:
30. nóvember 2009
Kristinn Jakobsson og félagar verða á fullri ferð á fimmtudaginn þegar þeir verða að störfum á leik Toulouse frá Frakklandi og Partizan Belgrad frá Serbíu en leikurinn er í J riðli í Evrópudeild UEFA.
24. nóvember 2009
Um síðustu helgi hélt Knattspyrnusamband Íslands KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóns Ólafs Daníelssonar, yfirmanns yngri flokka hjá ÍBV, tókst námskeiðið mjög vel í alla staði en þátttakendur voru 28 alls.
17. nóvember 2009
Þriðja Landsdómararáðstefna ársins 2009 var haldin síðastliðinn laugardag og fór hún fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var Thor Aage Egeland sálfræðingur norska Knattspyrnusambandsins
9. nóvember 2009
Helgina 20. - 22. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Auk þess mun KSÍ halda unglingadómaranámskeið á sunnudeginum. Bæði þessi námskeið eru opin öllum sem áhuga hafa.
5. nóvember 2009
Í gær hófst undirbúningur dómara fyrir næsta keppnistímabil.  Æft er á tveimur stöðum á landinu þ.e.a.s. á Akureyri og í Reykjavík.  Í gær var fyrsta æfing vetrarins þar sem dómararnir voru mældir í bak og fyrir.
3. nóvember 2009
Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu  11. nóvember  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
20. október 2009
Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Hapoel Tel Aviv og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Tel Aviv.  Eins og áður hefur komið fram hefur UEFA verið með verkefni þar sem fimm dómarar starfa við leiki í Evrópudeildinni ásamt varadómara. 
12. október 2009
Íslenskir dómarar verða á faraldsfæti í vikunni og eru þeir að störfum við tvö verkefni á erlendri grundu á miðvikudaginn.  Kristinn Jakobsson dæmir leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 og Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Hvíta Rússlands og Albaníu í undankeppni U21 karla.