Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í samskiptadeild á skrifstofu KSÍ. Meginverkefni eru tengd miðlum KSÍ (samfélagsmiðlar, vefur), landsliðum, samfélagslegum verkefnum, grasrótarmálum og heilindamálum (e. integrity), auk annarra tilfallandi verkefna.
Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu og góða þekkingu á virkni samfélagsmiðla. Þekking á hvers kyns myndvinnslu (kyrrmyndir/hreyfimyndir) og tækja- og hugbúnaði sem notaður er í tengslum við myndvinnslu er mikill kostur.
Starfsmaðurinn þarf að geta unnið sjálfstætt jafnt sem í teymisvinnu, að stórum sem smáum verkefnum, og þarf að vera tilbúinn til að ferðast innanlands jafnt sem utanlands vegna verkefna sinna. Mikilvægt er að viðkomandi hafi hafa brennandi áhuga á íþróttum og kostur er ef viðkomandi hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna.
Umsóknarfrestur er til 11. mars og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ (omar@ksi.is). Umsóknum (ásamt sakavottorði) skal skilað með tölvupósti eigi síðar en 11. mars (omar@ksi.is).