29. ágúst 2022
Skráning er hafin á námskeið á vegum Barnaheilla - Save the children á Íslandi og KSÍ sem er aðildarfélögum KSÍ að kostnaðarlausu.
24. ágúst 2022
Markmið fundanna er framþróun fótboltans gegnum samráð og samstarf, upplýsingagjöf, spjall og spurningar.
23. ágúst 2022
KSÍ auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs. Sviðsstjórinn ber ábyrgð á faglegu starfi KSÍ á knattspyrnusviði og heyrir undir framkvæmdastjóra.
22. ágúst 2022
Rannís hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.
19. ágúst 2022
Laugardaginn 27. ágúst munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna, sem fram fer sama dag.
18. ágúst 2022
KSÍ vekur athygli á fræðslufundi um hjartatengd vandamál hjá íþróttafólki sem verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ 3. september.
27. júlí 2022
Ferðalagi Mola til minni sveitarfélaga landsins er lokið í ár. Hann heimsótti 46 staði þar sem börn mættu frá enn fleiri sveitarfélögum.
25. júlí 2022
Opið er fyrir umsóknir í diplómanám á vegum FIFA í stjórnun félaga til 31. júlí.
22. júlí 2022
Í upphafi EM, sem nú er í fullum gangi á Englandi, hóf UEFA átak gegn netníð þar sem markmiðið er að mæla, tilkynna og finna úrbætur á netníð.
13. júlí 2022
Moli heimsækir Laugar, Kópasker og Raufarhöfn í þessari viku.
1. júlí 2022
Siguróli Kristjánsson er á fleygiferð með verkefnið "Komdu í fótbolta". Í næstu viku verður hann að mestu leyti á Austurlandi en fer einnig á Vesturland.
28. júní 2022
Moli verður á Austurlandi í vikunni.
24. júní 2022
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála og aðrir fulltrúar ráðuneytisins, fundaði með formanni KSÍ og öðrum fultrúum KSÍ í vikunni.
22. júní 2022
Laugardaginn 21. maí útskrifuðust 12 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun unglinga (UEFA Elite A Youth) þjálfaragráðu. Einungis þjálfarar sem hafa KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi geta setið námskeiðið.
21. júní 2022
KR og Valur hlutu í vikunni styrk frá UEFA vegna verkefnis sem tengist málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
16. júní 2022
Í vikunni sem er að líða hóf Moli ferðalag sitt um vestfirði.
16. júní 2022
Nýlega útskrifuðust 30 þjálfarar með KSÍ A þjálfararéttindi.
10. júní 2022
Siguróli Kristjánsson, eða Moli eins og hann er kallaður, er farinn af stað um landið fjórða sumarið í röð að heimsækja minni sveitarfélög.