3. febrúar 2022
Knattspyrnusamband Íslands verður með grunnnámskeið í markmannsþjálfun dagana 18.-19. febrúar 2022. Námskeiðið fer fram á Akureyri í Hamri og Boganum.
1. febrúar 2022
KSÍ mun bjóða upp á KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu í ár. Námskeiðið hefst í mars og áætlað er að því ljúki í lok september 2022.
26. janúar 2022
Aðildarsamböndum UEFA býðst að sækja um styrk í sérstakan sjóð vegna knattspyrnutengdra verkefna sem tengjast flóttafólki og hælisleitendum.
19. janúar 2022
Stefnt er að því að halda tvö KSÍ C 2 þjálfaranámskeið á næstu vikum að því gefnu að reglur um samkomutakmarkanir leyfi.
18. janúar 2022
Stefnt er að því að halda KSÍ C 1 þjálfaranámskeið helgina 5.-6. febrúar nk. Að því gefnu að létt verði á samkomutakmörkunum fyrir þann tíma.
13. janúar 2022
Knattspyrnusamband Íslands er þátttakandi í stórri rannsókn er snýr að algengi og áhrifum litblindu á þátttöku og framvindu í íþróttum.
11. janúar 2022
Grétar Rafn Steinsson hefur verið ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs. Með ráðningunni er stigið metnaðarfullt skref í greiningarvinnu innan KSÍ, sem mun gagnast félagsliðum og öllum landsliðum.
7. janúar 2022
Fyrirhuguðum KSÍ C 2 þjálfaranámskeiðum í janúar og febrúar hefur verið frestað. Ný dagsetning auglýst fljótlega.
6. janúar 2022
Verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" var í gangi síðastliðið sumar og var það tvöfalt stærra í sniðum en árin 2019 og 2020.
17. desember 2021
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ C 1 þjálfaranámskeið í janúar. Fyrra námskeiðið verður helgina 8.-9. janúar og það síðara helgina 15.-16. janúar.
7. desember 2021
Úttektarnefnd sem ÍSÍ skipaði fyrr á árinu að beiðni KSÍ til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála hefur skilað af sér lokaskýrslu.
26. nóvember 2021
Í skýrslu FIFA "Talent Development – Football Ecosystem Analysis: Iceland", er fjallað um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi. Skýrslan var unnin á þessu ári í samstarfi FIFA og Knattspyrnusviðs KSÍ.
20. nóvember 2021
Alþjóðlegur dagur barna (World Children’s Day) er 20. nóvember ár hvert. KSÍ leggur áherslu á að öll börn eiga rétt á að stunda knattspyrnu í jákvæðu og öruggu umhverfi.
10. nóvember 2021
Áhugasömum samtökum býðst að sækja um formlegt samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni. Með hverri umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um viðkomandi samtök, ásamt tillögu að og lýsingu á verkefni og/eða málstað.
8. nóvember 2021
Helgina 27.-28. nóvember nk. mun KSÍ halda KSÍ B 4 þjálfaranámskeið. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta námskeið er haldið.
4. nóvember 2021
Starfshópur sem KSÍ setti á laggirnar „til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“ hefur skilað af sér tillögum.
4. nóvember 2021
KSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þátttöku á UEFA Pro námskeiðinu 2022-2023.
29. október 2021
Í ljósi þess að COVID-19 smitum hefur fjölgað hratt í samfélaginu undanfarna daga er vert að minna á atriði er snerta íþróttastarf.