28. ágúst 2020
Verkefninu "Komdu í fótbolta", sem hefur verið á ferð og flugi í sumar, er lokið.
29. júlí 2020
Moli er á fleygiferð um landið með "Komdu í fótbolta" verkefnið, sem felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt. Moli hefur nú þegar farið í 22 heimsóknir víðs vegar um landið.
20. júlí 2020
Útbreiðsluverkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" er komið á fulla ferð og á fyrstu tveimur vikunum mun Moli heimsækja meira en tuttugu staði.
20. júlí 2020
Í vikunni fer fram 2. vinnulotan af þremur í UEFA CFM náminu sem nú er haldið í fyrsta sinn hjá KSÍ. Í þessari annarri vinnulotu verður fjallað um markaðsmál og samskiptamál.
20. júlí 2020
Litblinda getur haft áhrif á alla sem tengjast fótbolta - áhorfendur, leikmenn, þjálfara, dómara og aðra starfsmenn í kringum leikinn.
10. júlí 2020
"Komdu í fótbolta með Mola" heldur áfram sumarið 2020 og felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt. Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur sem fyrr umsjón með verkefninu.
10. júlí 2020
KSÍ hefur gert þriggja ára samning við Spiideo um fastar myndbandsupptökuvélar sem eru notaðar til leikgreiningar á öllum leikvöngum í Pepsi Max deildum karla og kvenna.
10. júlí 2020
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust.
9. júlí 2020
Næsta vetur verður haldið KSÍ VI þjálfaranámskeið. Fyrsti hluti er leikgreiningarnámskeið 3. október. Síðari hluti verður svo í Danmörku 18.-24. nóvember.
23. júní 2020
Dagsetningar þjálfaranámskeiða á næstunni hafa verið uppfærðar á vef KSÍ.
23. júní 2020
Rannsókn sem unnin er í samstarfi KSÍ og UEFA er ætlað að svara því hvert samfélagslegt verðmæti íslenskrar knattspyrnu er.
19. júní 2020
Ánægjuvogin er rannsókn sem var unnin af Rannsóknum og greiningu fyrir ÍSÍ og UMFÍ. Lagður var spurningalisti fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk.
15. júní 2020
Í samræmi við breytingar á takmörkunum samkomubanns hefur KSÍ nú uppfært leiðbeiningar vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja í meistaraflokkum. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar til stuðnings fyrir aðildarfélög við framkvæmd sóttvarna á leikjum sínum í sumar.
9. júní 2020
Í framhaldi af tilmælum sem KSÍ hefur þegar birt vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja hafa verið í vinnslu leiðbeiningar um viðbrögð við einkennum og smiti af COVID-19 hjá leikmönnum.
26. maí 2020
Vegna þess ástands sem verið hefur í samfélaginu undanfarnar vikur hefur þurft að fresta KSÍ B prófinu sem fyrirhugað var í næsta mánuði.
25. maí 2020
KSÍ hefur gefið út leiðbeiningar fyrir æfingar meistaraflokka vegna sóttvarnaraðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna. Leiðbeiningarnar eru byggðar á tilmælum þessara aðila.
14. maí 2020
Íþróttafélagið Ösp hefur ákveðið að fara af stað með fótboltaæfingar fyrir stelpur og verða þær á mánudögum kl. 18:00 á íþróttasvæði Þróttar R.
5. maí 2020
UEFA hefur staðfest styrkveitingu vegna verkefnis á vegum FH og Þróttar R, sem gengur út á að bjóða hælisleitendum og flóttafólki á knattspyrnuæfingar í hverri viku undir leiðsögn menntaðra þjálfara.