14. nóvember 2020
Þann 18. nóvember verður íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum heimilt á ný.
4. nóvember 2020
Fræðsludeild KSÍ hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu markmannsþjálfaranámskeiði um óákveðinn tíma. Um er að ræða grunnnámskeið sem fyrirhugað var 20.-21. nóvember.
3. nóvember 2020
Vegna æfingabanns á landinu hefur KSÍ ákveðið að endurbirta myndbönd úr verkefninu "Áfram Ísland!" sem stóð yfir síðastliðið vor.
3. nóvember 2020
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun KSÍ I þjálfaranámskeiðið vera með breyttu sniði þetta árið.
30. október 2020
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 31. október. Allt íþróttastarf verður óheimilt.
26. október 2020
Æfingar iðkenda sem fæddir eru 2004 og fyrr geta hafist í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna mánudaginn 26. október.
23. október 2020
KSÍ I þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 14.-15. nóvember næstkomandi. Skráningu lýkur 7. nóvember.
22. október 2020
Almannavarnadeild höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að meistaraflokkar og afrekshópar sem og afreksfólk í einstaklingsgreinum geti hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna.
21. október 2020
Geta meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu æft? Svarið er já, meistaraflokkar geta æft. Nánar tiltekið geta leikmenn fæddir 2004 og fyrr æft með skilyrðum.
20. október 2020
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu séu lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
18. október 2020
Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomu hefur verið birt. Tekur hún gildi 20. október og gildir til 10. nóvember nk.
17. október 2020
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október.
16. október 2020
ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana.
8. október 2020
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta KSÍ I þjálfaranámskeiði sem halda átti helgina 24.-25. október.
8. október 2020
Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélög sín og knattspyrnuhreyfinguna alla til að fylgja vel öllum tilmælum sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra.
8. október 2020
ÍSÍ: Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land.
22. september 2020
UEFA hefur sett á laggirnar vefsíðu þar sem allir aðilar sem koma að knattspyrnustarfi barna geta nálgast ýmsan fróðleik er snýr að verndun barna og hvernig gera má umhverfið í knattspyrnu öruggara fyrir börn og unglinga.
31. ágúst 2020
Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) hefst 12. nóvember 2020.