31. maí 2019
Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í tímabundið grasrótarverkefni í sumar.
29. maí 2019
Námskeið fyrir stjórnendur í knattspyrnufélögum var haldið á Akureyri í vikunni og áttu flest félög á Norðurlandi fulltrúa þar, auk fulltrúa tveggja félaga af Austurlandi.
24. maí 2019
Sumarið 2019 munu FC Sækó og Öspin æfa einu sinni í mánuði á Laugardalsvelli undir handleiðslu þjálfara frá KSÍ. Fyrsta Laugardalsvallar-æfingin var haldin mánudaginn 20. maí síðastliðinn.
23. maí 2019
Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.
22. maí 2019
Í síðustu viku voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir lið á Suðurlandi og að þessu sinni fóru æfingarnar fram á Selfossi.
13. maí 2019
KSÍ býður upp á námskeið fyrir fólk sem situr í stjórnum knattspyrnudeilda. Námskeiðið verður á Akureyri, þriðjudaginn 28. maí, stendur yfir frá 16:00-19:30 og fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs.
7. maí 2019
Miðvikudaginn 8. maí mun Dr. Kevin Tipton, prófessor í íþróttanæringafræði við Íþróttaháskólann í Durham halda fyrirlestur um næringu og heilahristing (forvarnir og sem aðstoð við bata).
6. maí 2019
Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu Mogbwemo Queens í litlu námuþorpi í Sierra Leone í Afríku.
30. apríl 2019
KSÍ býður barna- og unglingaráðum aðildafélaga að fá til sín fyrirlesara sem mun fjalla um helstu verkefni og hlutverk ráðanna. Þar má nefna hlutverk yfirþjálfara og samvinnu hans við aðra þjálfara, stefnu og menningu í félögum og úrvinnslu erfiðra eða viðkvæmra mála.
30. apríl 2019
Mánudaginn 29. apríl stóð Hollenska knattspyrnusambandið fyrir þjálfaranámskeiði hér á landi, í samstarfi við KSÍ. Námskeiðið var haldið í Fífunni í Kópavogi og var vel sótt, en alls mættu 85 manns
15. apríl 2019
Mánudaginn 29. apríl mun KSÍ í samstarfi við hollenska knattspyrnusambandið bjóða upp á þjálfaranámskeið. Viðfangsefnið er; Að spila frá marki, spila í gegnum pressu andstæðinga frá eigin marki.
8. apríl 2019
Föstudaginn 5. apríl útskrifuðust 15 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráðu.
4. apríl 2019
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt hegðunarviðmið sem hafa verið í endurskoðun hjá Þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ. Hegðunarviðmiðin eru stuðningsskjal við siðareglur ÍSÍ.
4. apríl 2019
KSÍ býður barna- og unglingaráðum aðildarfélaga að fá til sín fyrirlesara sem mun fjalla um helstu verkefni og hlutverk ráðanna. Fyrirlesarinn er Daði Rafnsson, sem hefur áralanga reynslu af barna- og unglingaþjálfun.
29. mars 2019
Nýlega fékk Stefán H. Stefánsson, sjúkraþjálfari A landsliðs karla, birta grein í hinu virta vísindariti OJSM. Greinin fjallar um nýtt meðferðarúrræði sem Stefán og félagar þróuðu við meiðslum í hásin.
13. mars 2019
Mánudaginn 20. maí kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi).
11. mars 2019
Alls sóttu 67 fulltrúar frá 23 aðildarfélögum vinnufundi í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku, þar sem fjallað var um markaðs- og kynningarmál, framkvæmd og umgjörð leikja í víðu samhengi.
6. mars 2019
Tæplega 40 leikmenn, drengir og stúlkur frá fimm félögum, hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðurlandi þann 15. mars. Æfingarnar fara fram í Hveragerði.