27. febrúar 2018
N1 og KSÍ hafa endurnýjað samstarfssamning sinn sem fyrst var undirritaður árið 2014 og gildir endurnýjunin til þriggja ára. Um er að ræða stærsta samstarfssamning N1 en hann felur í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ.
21. febrúar 2018
Miðvikudaginn 21. febrúar mun KSÍ og Háskóli Íslands standa fyrir fyrirlestrum um meiðsli og fyrirbyggjandi æfingar í íþróttum. Fyrirlestrarnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal frá 17:00-20:00.
19. febrúar 2018
Eins og kynnt var í lok desember hafnaði Ísland í fyrsta sæti á háttvísilista UEFA fyrir tímabilið frá  júlí 2016 til júní 2017.  Þessum árangri fylgir allt að 50 þúsund evra styrkur, sem eyrnamerktur er verkefnum á vegum aðildarfélaga, sem snúa að háttvísi eða samfélagslegri ábyrgð.    
16. febrúar 2018
KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-25. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.
16. febrúar 2018
Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
12. febrúar 2018
Hæfileikamótun KSÍ og N1 er að fara aftur af stað á nýju ári og er komin dagskrá fyrir næstu mánuði. Nánari dagskrá og hópar koma síðar.
8. febrúar 2018
Föstudaginn 9. febrúar mun KSÍ standa fyrir málþingi um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. Málþingið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og byggt upp á örfyrirlestrum, auk pallborðsumræðu.
6. febrúar 2018
KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-25. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.
5. febrúar 2018
KSÍ hefur nú útskrifað fyrstu UEFA A markmannsþjálfarana hér á landi en á laugardaginn hlutu átta þjálfarar þann heiður að útskrifast með hæstu þjálfaragráðu sem UEFA veitir markmannsþjálfurum.
2. febrúar 2018
Í ljósi umræðunnar í kjölfarið á #metoo hefur ÍSÍ sent erindi á sérsambönd og íþróttabandalög, íþróttafélög og deildir þeirra, til að upplýsa um það helsta sem nú er unnið að af hálfu ÍSÍ varðandi málefnið.  Á vef ÍSÍ hafa auk þess verið birtar ýmsar gagnlegar upplýsingar og fræðsluefni,  
1. febrúar 2018
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið í Ólafsvík helgina 9.-11. febrúar. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, að Engjahlíð 1.
18. janúar 2018
Stjarnan auglýsir eftir umsóknum um starf yfirþjálfara yngri flokka.  Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra.
15. janúar 2018
Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Hornafirði á miðvikudaginn með æfingar fyrir stelpur og stráka frá Sindra og Neista Djúpavogi. Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ, hefur umsjón með æfingunum.
11. janúar 2018
Fimmtudaginn 18. janúar nk. mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem Jochen Kemmer verkefnastjóri hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe) mun halda fræðslufyrirlestur um aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að fótboltavöllum í Evrópu.
10. janúar 2018
Hæfileikamótun KSÍ verður í Hamarshöllinni á föstudaginn með æfingar fyrir stelpur og stráka frá Selfossi, KFR, Hamar og Ægi. 
8. janúar 2018
KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 19.-21. janúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. KSÍ IV námskeiðið skiptist í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 23.-25. febrúar.
18. desember 2017
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ III þjálfaranámskeið helgina 5.-7. janúar 2018. Námskeiðið fer fram á suðvestur horni landsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.
12. desember 2017
Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Akureyri mánudaginn 18. desember og er verkefnið fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005.