31. ágúst 2018
11 íslenskar konur, sem allar glíma við Parkinsonsjúkdóminn, munu stilla sér úpp úti á Laugardalsvellinum með íslenska landsliðinu þegar liðið mætir Þýskalandi 1. september. Ísland mælist í 2. sæti yfir hæstu dánartíðni vegna Parkinson á eftir Finnlandi samkvæmt Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni
28. ágúst 2018
KSÍ gekk fyrr á árinu til samstarfs við Parkinsonsamtökin um kynningar- og fjáröflunarverkefni fyrir sérstakt Parkinsonsetur sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem boðið verður upp á fræðslu, ráðgjöf, stuðning og þjálfunaraðstöðu fyrir fólk með Parkinson og aðstandendur þeirra. Í Parkinsonsetrinu verður einnig dagvist með sérhæfðri endurhæfingu fyrir fólk með langt genginn Parkinsonsjúkdóm, en það er gríðarlega mikil þörf á þeirri þjónustu. KSÍ leggur þessu þarfa verkefni lið með því að taka virkan og öflugan þátt í árveknisátaki um verkefnið og Parkinsonsjúkdóminn.
31. júlí 2018
Enska knattspyrnusambandið mun halda UEFA Pro license námskeið 2019-2020. KSÍ má senda inn umsókn fyrir einn þjálfara til að sitja námskeiðið. Áhugasamir þjálfarar eru beðnir um að senda ferilskrá á ensku á arnarbill@ksi.is. KSÍ tekur við ferilskrám til fimmtudagsins 9. ágúst og mun fræðslunefnd sambandsins velja einn þjálfara úr þeim umsóknum sem berast.
20. júlí 2018
Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2018, umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á grotta@grottasport.is.
4. júlí 2018
Knattspyrnuskóli KSÍ fer fram í Garði dagana 17.-21. júlí, stúlkur æfa 17.-19. júlí og drengir 19.-21. júlí.
2. júlí 2018
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs Íslands, útskrifaðist nýlega með UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu.
21. júní 2018
Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á ferðinni á Austurlandi, laugardaginn 30. júní og verða æfingar á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Verkefnið er fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005 og er það Þorlákur Árnason sem að fer fyrir verkefninu.
12. júní 2018
Fyrir leik Íslands og Gana sem fram fór 7. júní, útskrifaði KSÍ 26 þjálfara með KSÍ A þjálfararéttindi. Námskeiðið hófst síðari hluta september 2017, en meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting, bóklegt og verklegt próf sem og hópavinna þar sem þær fylgdust með hver annarri að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ.
12. júní 2018
Mánudaginn 11. Júní útskrifuðust 8 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráðu. Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 15-19 ára. Einungis þjálfarar sem hafa KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi geta setið námskeiðið, en í nánustu framtíð skulu yfirþjálfarar í leyfiskerfi KSÍ hafa KSÍ Afreksþjálfun Unglinga þjálfararéttindi.
12. júní 2018
KSÍ mun í sumar heimsækja félög víðsvegar um landið og hitta þar fyrir hressa og skemmtilega krakka, setja upp knattþrautir, ræða við þjálfara, leikmenn og forráðamenn félaga.
30. maí 2018
Nýverið stóð Víkingur Ólafsvík fyrir fótboltaveislu. Veislan fór fram í íþróttamiðstöðinni í Ólafsvík en Víkingar taka í notkun nýtt fótboltagras á aðalvelli félagsins á næstu dögum. Boðið var upp á ýmsa skemmtilega hluti, s.s. leiktæki, fótbolta-skot skífu og óhætt er að segja að veislan hafi verið vel sótt af fjölda barna og fullorðinna.
28. maí 2018
Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Fyrsti hluti námskeiðsins er leikgreiningarnámskeið laugardaginn 23. september. Síðari hluti námskeiðsins verður svo í Danmörku dagana 17.-23. október 2018.
9. apríl 2018
Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Vestmannaeyjum 10.-11. apríl næstkomandi með æfingar fyrir 4. flokk karla og kvenna. Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, sér um æfingarnar.
8. apríl 2018
Knattspyrnusamband Íslands býður upp á Súpufund miðvikudaginn 11. apríl kl. 12:00-13:00. Að þessu sinni mun sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fjalla um sögu Argentínu, Nígeríu og Króatíu á HM.
20. mars 2018
Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur kynnt hópa fyrir æfingar í Reykjavík dagana 27.-28. mars. Æfingarnar fara fram í Egilshöll, en stúlkur æfa 27. mars og piltar 28. mars.
19. mars 2018
Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur kynnt hóp fyrir æfingar á Vesturlandi næstkomandi mánudag. Æfingarnar fara fram í Akraneshöllinni. Næstu æfingar verða síðan í Ólafsvík, en þá bætast Vestfirðingar við.
15. mars 2018
Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
12. mars 2018
Nýverið gaf Knattspyrnusamband Íslands 96 bolta til Vinaliðaverkefnisins. 48 skólar eru þátttakendur í verkefninu og undanfarnar vikur hefur tveimur fótboltum verið dreift í hvern skóla.