22. október 2018
Líkt og undanfarin ár var Markmannsskóli KSÍ haldinn á Akranesi og að þessu sinni sóttu alls 46 ungmenni frá 21 félagi skólann.
18. október 2018
Mánudaginn 22. október nk. mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík, mun fjalla um áhrif djúpvatnshlaups á þol og sprettgetu afreks knattspyrnu fólks.
17. október 2018
Vert er að beina athygli að tveimur viðburðum á næstunni. Annars vegar verður Sýnum karakter ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 2. nóvember og hins vegar Sýnum karakter vinnustofa dagana 3.-4. nóvember. Þáttaka á viðburðunum gefa endurmenntunarstig fyrir þjálfara með KSÍ B/UEFA B eða KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi.
17. október 2018
Knattspyrnusamband Íslands heldur KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 26.-28. október 2018. Námskeiðið er opið öllum þeim sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði.
4. október 2018
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Höfn í Hornafirði helgina 12.-14. október 2018. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og opið er fyrir skráningu.
1. október 2018
Helgina 5.-7. október verður KSÍ V þjálfaranámskeið haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt hafa allir þjálfara sem lokið hafa KSÍ B þjálfaragráðu og fengu amk 70 stig í skriflega prófinu.
28. september 2018
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 19.-21. október 2018. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og opið er fyrir skráningu.
28. september 2018
Hæfileikamót N1 og KSÍ fyrir stúlkur fer fram í Kórnum 29.-30. september. Breyting hefur orðið á dagskrá sunnudagsins.
26. september 2018
Knattspyrnusamband Íslands heldur tvö 2. stigs þjálfaranámskeið í október 2018. Það fyrra verður helgina 12.-14. október og hið síðara helgina 26.-28. október.
25. september 2018
UEFA hefur tilkynnt að FC Sækó fær verðlaun í flokknum „Besta grasrótarverkefnið“ á Grasrótarverðlaunum UEFA 2018.
20. september 2018
Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) hefst í nóvember 2018. Aðaláhersla námskeiðsins er hvernig vinna eigi með og þjálfa efnilega leikmenn á 4. til 2. flokks aldri.
20. september 2018
Skoska knattspyrnusambandið mun halda UEFA Pro license námskeið 2019-2020. KSÍ má senda inn umsókn fyrir einn þjálfara til að sitja námskeiðið. Áhugasamir þjálfarar eru beðnir um að senda ferilskrá á ensku á arnarbill@ksi.is. KSÍ tekur við ferilskrám til 28. september og mun fræðslunefnd sambandsins velja einn þjálfara úr þeim umsóknum sem berast.
18. september 2018
Hæfileikamót N1 og KSÍ fyrir stúlkur fer fram í Kórnum 29.-30. september. Mótið er fyrir árgangana 2004 og 2005, en aðaláherslan er á 2004 árganginn.
17. september 2018
Grasrótarvika UEFA hefst sunnudaginn 23. september nk. í tengslum við Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) og stendur til 30. september. Af því tilefni ætlar KSÍ, í samstarfi við Knattspyrnufélagið Þrótt í Reykjavík, að bjóða upp á kynningu á því sem kallast heilsubolti, eða göngubolti. Þróttur hefur undanfarin misseri haldið úti öflugu starfi á þessu sviði, þar sem fólk á besta aldri hittist, spilar og hefur gaman.
13. september 2018
Eftir tilnefningu frá KSÍ hefur Alexander Harðarsyni verið boðið á þriðju alþjóðlegu ráðstefnu CAFE (Centre for access to football in Europe) sem haldin verður í Bilbao dagana 16.-17. nóvember nk. Þar mun hann halda erindi og taka þátt í umræðum um aðstöðu og aðgengi fatlaðra á knattspyrnleikvöngum í Evrópu.
10. september 2018
Hæfileikamót N1 og KSÍ fyrir drengi fer fram í Kórnum 22.-23. september. Mótið er fyrir árgangana 2004 og 2005, en aðaláherslan er á 2004 árganginn.
7. september 2018
Knattspyrnusamband Íslands heldur fyrsta þjálfaranámskeið vetrarins síðustu helgina í september, n.t.t. 28.-30. september, á höfuðborgarsvæðinu. Annað 1. stigs námskeið verður svo haldið helgina 12.-14. október. Áhugasamir hafa því um tvær helgar að velja.
6. september 2018
Laugardaginn 15. september verður Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ haldin í Laugardalnum í tengslum við úrslitaleik Mjólkurbikars karla.