15. ágúst 2017
KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik FH og ÍBV sem fram fór á laugardaginn. Dagskráin var metnaðarfull og um 50 þjálfarar mættu á ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari þetta árið var Þjóðverjinn Bernd Stöber, en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá þýska knattspyrnusambandinu.
10. ágúst 2017
Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.
31. júlí 2017
Við leitum að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins.
10. júlí 2017
Knattspyrnuskóli stúlkna verður í Garði í ár og fer fram dagana 19. - 21. júlí næstkomandi. Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 2003.
10. júlí 2017
Knattspyrnuskóli drengja verður í Garði í ár og fer fram dagana 17. - 19. júlí næstkomandi. Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 2003.
4. júlí 2017
Á dögunum útskrifaðist landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason með Masters-gráðu í Sport Management frá Cruyff Institute. 
19. júní 2017
Fyrir leik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní, útskrifaði KSÍ 9 þjálfara með KSÍ A þjálfararéttindi. Að þessu sinni voru þetta eingöngu konur sem útskrifuðust og nú eru alls 22 konur með réttindin.
19. júní 2017
Dagana 14. – 17. júní var KSÍ gestgjafi á svokölluðu UEFA Study Group Scheme (SGS) þar sem viðfangsefnið var grasrótarknattspyrna og starfið í félögum landsins.
13. júní 2017
Síðastliðinn sunnudag voru fjórir markmannsþjálfarar útskrifaðir með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Það voru þeir Gísli Þór Einarsson, Ómar Jóhannsson, Sigmar Ingi Sigurðarson og Þorleifur Óskarsson.
6. júní 2017
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir áhugaverðri ráðstefnu í Laugardalnum í Reykjavík sunnudaginn 11. júní nk. Fyrirlesarar frá Spáni og Króatíu.
29. maí 2017
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Egilsstöðum laugardaginn 3. júní. Æfingarnar eru fyrir stráka og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 
17. maí 2017
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er þessa dagana á ferðalagi um landið á vegum KSÍ. Tilgangur ferðarinnar er að vekja áhuga og athygli stúlkna og drengja á kvennalandsliðinu nú í aðdraganda EM.
15. maí 2017
Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Fyrsti hluti námskeiðsins er leikgreiningarnámskeið helgina 23.-24. september. Síðari hluti námskeiðsins verður svo í Danmörku dagana 25.-31. október 2017.
4. maí 2017
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Ísafirði föstudagur 5 Maí. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.
3. maí 2017
Helgina 28. – 30. apríl hófst nýtt námskeið hjá KSÍ sem ber nafnið UEFA Elite A Youth. Markmið námskeiðsins er að bæta þjálfun efnilegustu leikmanna landsins á aldrinum 13-19 ára.
28. apríl 2017
Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.
21. apríl 2017
Vinna við að fá markmannsnámskeið KSÍ samþykkt og metið sem UEFA A markmannsþjálfaranámskeið er á lokastigi. KSÍ býður sem stendur upp á KSÍ markmannsþjálfaragráðu og hefur haldið tvö slík námskeið undanfarin 5 ár.
29. mars 2017
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Reyðarfirði, föstudaginn 7. apríl.  Æfingarnar eru fyrir stúlkur og drengii sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.