26. mars 2017
Laugardaginn 1. apríl kl. 10:00 munu íþróttasálfræðingarnir Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason, íþróttasálfræðingar og kennarar við Háskóla Íslands, halda áhugavert námskeið sem ber yfirskriftina Hvernig þjálfari ertu?
8. mars 2017
Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
2. mars 2017
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Akranesi þriðjudaginn 7. mars. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 
27. febrúar 2017
Hæfileikamótun N1 og KSÍ fer fram í Hamarshöllinni föstudaginn 3. mars. Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.
23. febrúar 2017
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni mánudaginn 27. febrúar. Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.
16. febrúar 2017
Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
15. febrúar 2017
Helgina 4.-5. febrúar mættu um 80 manns á námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum þar sem Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A landsliðs karla, fjallaði um fyrirbyggjandi þjálfun, upphitun og hraðaþjálfun.
15. febrúar 2017
KSÍ stóð fyrir endurlífgunarnámskeið fyrir lækna og sjúkraþjálfara íslensku landsliðanna 14. febrúar. Formaður heilbrigðisnefndar KSÍ, Reynir Björnsson, hélt utan um námskeiðið en alls mættu 22 læknar og sjúkraþjálfarar.
9. febrúar 2017
KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 17.-19. febrúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.
8. febrúar 2017
Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. Nú er leiðinni heitið á Akureyri þar sem æfingar verða fyrir félög af Norðurlandi.
27. janúar 2017
Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari ÍA, hélt erindi á Súpufundi KSÍ miðvikudaginn 25. janúar. Rétt rúmlega 40 manns sóttu fundinn sem fjallaði um þjálfun leikmanna hjá ÍA, afreksstarf félagsins, samstarf ÍA og Kára og fleira áhugavert.
24. janúar 2017
Laugardaginn 21. janúar komu saman fulltrúar 36 félaga á vinnufund í KSÍ. Efni fundarins var Afreksstefnur og Afreksstarf KSÍ og félaganna. Fulltrúunum var skipt í umræðuhópa þar sem fyrrnefnd efni voru rædd, sem og hvernig félögin og KSÍ geta unnið saman að afreksmálum.
23. janúar 2017
Miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.00 mun Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka ÍA, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Jón Þór mun fjalla um þjálfun leikmanna hjá ÍA, uppbyggingu félagsins og samstarf ÍA við Knattspyrnufélagið Kára á Akranesi.
23. janúar 2017
Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
19. janúar 2017
KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 27.-29. janúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 17.-19. febrúar.
6. janúar 2017
KSÍ hefur gengið frá ráðningu á Dean Edward Martin sem þjálfara í hæfileikamótun KSÍ. Dean mun einnig hafa yfirumsjón með úrtaksæfingum U16 karla og kvenna. Þá er honum ætlað að koma enn frekar inn í kennslu á þjálfaranámskeiðum, starfi sem hann er ekki alls ókunnugur.
5. janúar 2017
Nú hefur bæklingurinn með Knattþrautum KSÍ verið færður í nýjan og endurbættan búninga og er hann aðgengilegur öllum á heimasíðunni, bæði í pdf útgáfu og í ISSUU lesara.
8. desember 2016
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. desember n.k. klukkan 20:00.