Verslun
Leit
SÍA
Leit

1. febrúar 2016

KSÍ IV þjálfaranámskeið 5.-7. febrúar 2016

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 5.-7. febrúar 2015. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Hveragerði og á Akranesi. Dagskrá námskeiðsins má finna hér í viðhengi.

Fræðsla

30. janúar 2016

FIFA kynnir nýtt fræðsluverkefni fyrir lækna og sjúkraþjálfara

FIFA kynnti nýverið fræðsluverkefnið FIFA Diploma in Football Medicine sem miðar að því að styðja við lækna og sjúkraþjálfara í þeirra starfi, sér í lagi við greiningu og meðhöndlun meiðsla knattspyrnumanna.  Um er að ræða námskeið sem tekið er í gegnum vef FIFA.

Fræðsla

28. janúar 2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Hornafirði miðvikudaginn 3. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2002 og 2003.

Fræðsla

27. janúar 2016

Súpufundur KSÍ 3. febrúar n.k.

KSÍ heldur súpufund miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 12:00-13:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrirlesari er körfuknattleiksþjálfarinn Pálmar Ragnarsson.

Fræðsla

26. janúar 2016

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2016 - Dagskrá næstu vikur

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað á árinu 2016.  Eins og áður hefur komið fram verður byrjað að þessu sinni á Norðurlandi en dagskráin næstu vikurnar er annars svohljóðandi:

Fræðsla

25. janúar 2016

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi

Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Halldór heimsækir er Akureyri.

Fræðsla

28. desember 2015

Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fræðsla

17. desember 2015

Landsliðsþjálfari U17 karla með æfingar á Hólmavík

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, heimsótti Hólmavík á dögunum og leyfði krökkum og unglingum að spreyta sig á æfingu.

Fræðsla

10. desember 2015

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum

Næstkomandi þriðjudag 15. desember mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.  Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12 og stendur í um klukkustund.

Fræðsla

3. desember 2015

Námskeið um gerð æfingaáætlana

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Fræðsla

2. desember 2015

Kynningarfundur á starfi U17 og U19 landsliða

Miðvikudaginn 2. desember munu landsliðaþjálfarar U17 og U19 karla og kvenna halda kynningarfund á starfi liðanna. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.

Fræðsla

19. nóvember 2015

Árlegur dagur baráttu gegn kynferðislegri misneytingu barna

Evrópuráðið hefur tekið ákvörðun um að helga 18. nóvember ár hvert baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu barna.  Evrópuráðið gaf í tilefni dagsins út teiknimynd sem er um 3 mínútur að lengd og var unnin í samráði við hóp barna. 

Fræðsla

12. nóvember 2015

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður 26. nóvember

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Fræðsla

10. nóvember 2015

Study Group Scheme á Íslandi

Dagana 9. – 12. nóvember mun KSÍ mun halda Study Group námskeið þar sem viðfangsefnið er Women´s Elite Football. Til landsins koma fulltrúar frá knattspyrnusamböndum Finnlands, Lúxemborgar, Bosníu-Hersegóvínu og Litháen, alls 19 manns.

Fræðsla

10. nóvember 2015

KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember í október, annars vegar KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember og hins vegar KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 27.-29. nóvember.

Fræðsla

4. nóvember 2015

KSÍ III þjálfaranámskeið 

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Fræðsla

3. nóvember 2015

KSÍ II þjálfaranámskeið

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi, 6.-8. nóvember.

Fræðsla

27. október 2015

Þjálfaranámskeið KSÍ VI tókst vel

Undanfarna viku hafa 26 þjálfarar frá Íslandi setið KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið annars staðar en á Englandi en að þessu sinni var farið til Farum, í útjaðri Kaupmannahafnar.

Fræðsla