25. október 2015
Úlfar Hinriksson hefur valið hóp stúlkna af Suður- og Vesturlandi fæddar 2001 til æfinga 30. október – 1. nóvember næstkomandi.
19. október 2015
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum, eitt helgina 30.október - 1. nóvember og tvö helgina 6.-8. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.
12. október 2015
Í liðinni viku heimsótti hópur þjálfara frá Gautaborg Ísland og fræddist um uppbyggingarstarf í íslenskri knattspyrnu.  Hópurinn gerði víðreist, heimsótti aðildarfélög KSÍ, skoðaði aðstöðu til keppni og æfinga og fylgdist með æfingum, og hlýddi einnig á fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ.
6. október 2015
Um 600 ungmenni tóku þátt í Hæfileikamótun KSÍ og N1 sem lauk nú um helgina með fótboltamóti drengja í Kórnum í Kópavogi, en stúlknamótið fór fram helgina 19.-20. september.
6. október 2015
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna.
6. október 2015
Kvennaráð Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu fyrir tímabilið 2015-2016.
6. október 2015
Í tengslum við leiki í undankeppni EM karlalandsliða 2016, sem leiknir eru dagana 8. til 22. október, notar evrópska knattspyrnuhreyfingin tækifærið og efnir til sérstakra baráttudaga gegn rasisma í Evrópu.  Rasismi á engan tilverurétt í fótbolta!
30. september 2015
KSÍ mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstunni, tvö helgina 16. - 18. október og eitt helgina 30. október - 1. nóvember. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig tímanlega.
29. september 2015
Markmannsskóli stúlkna fer fram á Akranesi dagana 2. til 4. október næstkomandi.  Þátttakendur eru efnilegir markverðir úr 4. flokki, stúlkur fæddar 2002 og 2003 - alls 32 markmenn frá 22 félögum víðs vegar af landinu.  Smellið hér að neðan til að skoða nafnalista og ýmsar gagnlegar upplýsingar.
28. september 2015
Í liðinni viku fór fram í Bratislava árleg ráðstefna UEFA um knattspyrnuþjálfun og menntun knattspyrnuþjálfara. Á mælendaskrá ráðstefnunnar var annar af þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, sem fjallaði m.a. um þjálfun íslenska landsliðsins.
25. september 2015
Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks. Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4.flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.
24. september 2015
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og það á svo sannarlega við í umræðunni um rétta meðhöndlun í kjölfar höfuðhöggs. Rétt viðbrögð í kjölfar höfuðhöggs geta skipt sköpum og KSÍ vill minna á nokkur atriði er þetta varðar.
21. september 2015
KSÍ heldur fyrri hluta KSÍ VI þjálfaranámskeiðsins um helgina í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli. 40 þjálfarar sóttu um að sitja námskeiðið sem er hluti af KSÍ A þjálfaragráðunni.
21. september 2015
 Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 25.-27. september nk. Dagskrá má sjá hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-.
18. september 2015
Markmannsskóli KSÍ fer fram um helgina á Akranesi.  Alls hafa 40 efnilegir markmenn á 4. flokks aldri verið tilnefndir til æfinga og verða þeir undir handleiðslu átta markmannsþjálfara alla helgina.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.
11. september 2015
Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi helgina 19. - 20. september. Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar munu sjá um mótið og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.
8. september 2015
Í vikunni kíktu bráðefnilegir leikmenn fótboltaliðsins FC Sækó í heimsókn á Laugardalsvöll og tóku æfingu undir handleiðslu Halldórs Björnsson, þjálfara U17 ára liðs drengja. Vel var tekið á því á æfingunni en óhætt er að segja að létt og skemmtilegt andrúmsloft hafi þó einkennt æfinguna og stemninguna í hópnum.
6. september 2015
Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna