19. maí 2014
Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri föstudaginn 23. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á KA-velli.
9. maí 2014
Hæfileikamótun KSÍ verður á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí. Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með fund og æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurnesjum. Æfingar verða á Grindavíkurvelli en fundur verður haldinn í Hópsskóla.
30. apríl 2014
Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar verður á Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudagskvöldið verður hann með fund með forráðamönnum BÍ/Bolungarvíkur og á fimmtudag verða æfingar með iðkendum 4.flokks drengja og stúlkna.
22. apríl 2014
Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ.
22. apríl 2014
Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi. Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku.
16. apríl 2014
Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
15. apríl 2014
Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin. Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.
11. apríl 2014
KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna. 
8. apríl 2014
Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.  Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ.
7. apríl 2014
Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið verður í Fífunni í Kópavogi mánudaginn 14. apríl og þriðjudaginn 15. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Hér að neðan má nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.
7. apríl 2014
Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 16. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.
4. apríl 2014
KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct
31. mars 2014
Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í Mosfellsbæ og makar þeirra komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í vikunni sem leið.  Um er að ræða mánaðarlega kynnisferð þessa hóps.  Það voru þeir Ásgrímur og Stefán Teitur, 10. bekkjarnemendur af Akranesi, sem tóku myndirnar með þessari frétt.
31. mars 2014
Miðvikudaginn 2. apríl klukkan mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð og verður sýndur beint á Sport TV
28. mars 2014
Átta ungir Skagamenn voru í starfskynningu hjá KSÍ í vikunni og er starfskynningin hluti af skólagöngu 10. bekkinga.  Piltunum voru falin ýmis verkefni og eitt af þeim var að skrifa frétt á ksi.is.  Björn Ingi og Gylfi Brynjar tóku það verk að sér.
26. mars 2014
Súpufundi um ferðakostnað félaga, sem halda átti í hádeginu í dag, miðvikudaginn 26. mars, hefur verið frestað um eina viku þar sem annar fyrirlesaranna kemst ekki til fundarins vegna ófærðar.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl.
19. mars 2014
Miðvikudaginn 26. mars klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson.
10. mars 2014
Hæfileikamótun KSÍ verður á Ísafirði á þriðjudaginn og miðvikudaginn 11. - 12. mars. Þorlákur Árnason verður með æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 3. og 4. flokki.