Verslun
Leit
SÍA
Leit

4. mars 2014

Knattspyrnuhreyfingin tekur þátt í Mottumars 2014

Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins.  Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður.  KSÍ hvetur alla sem þetta lesa til að skrá sig til þátttöku.

Fræðsla

3. mars 2014

Hæfileikamótun KSÍ í Fjarðabyggðarhöll

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fjarðarbyggðarhöllinni í Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag. Þar verða æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 4. flokki.  Stúlkurnar byrja kl.16.00 og strákarnir kl.17.15.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Fræðsla

3. mars 2014

KSÍ III á Akureyri aflýst

Knattspyrnusamband Íslands hefur neyðst til að aflýsa 3. stigs þjálfaranámskeiði, sem fara átti fram helgina 21.-23. mars á Akureyri. Ástæða aflýsingarinnar er dræm þátttaka.

Fræðsla

24. febrúar 2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Vesturland verður í Akraneshöllinni þriðjudaginn 25. febrúar og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Stelpur eiga að mæta kl.15:00 og strákar kl.16:30.  Smellið hér að til að sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar.

Fræðsla
Hæfileikamótun

21. febrúar 2014

Heilahristingur - Leiðbeiningar frá Heilbrigðisnefnd KSÍ

Heilbrigðisnefnd KSÍ hefur gefið út leiðbeiningar/ráðleggingar varðandi höfuðhögg er geta leitt til heilahristings. Það er mikilvægt að kynna sér þessar leiðbeiningar vandlega og eru aðildarfélög beðin um að gera það og koma þessu áfram til viðeigandi aðila innan síns félags.

Fræðsla

19. febrúar 2014

Hæfileikamótun KSÍ í Hveragerði föstudaginn 21. febrúar

Hæfileikamótun KSÍ verður í Hamarshöllinni í Hveragerði föstudaginn 21.febrúar næstkomandi. Þetta er æfing fyrir krakka í 4.flokki. Stelpur eiga að mæta kl.14.30 og strákar kl.16.00. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem boðuð hafa verið á þessar æfingar.

Fræðsla
Hæfileikamótun

17. febrúar 2014

Hæfileikamótun KSÍ með æfingar í Reykjaneshöllinni

Hæfileikamótun KSÍ verður með æfingar í Reykjaneshöllinni miðvikudaginn 19.febrúar.  Æfingarnar eru fyrir 4.flokk og byrja stelpurnar kl.14.30 og strákarnir kl.16.00.  Hér fyrir neðan má sjá nafnalista þeirra sem boðaðir eru á þessar æfingar.

Fræðsla
Hæfileikamótun

17. febrúar 2014

Fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta 21. febrúar

KSÍ stendur fyrir súpufundi föstudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ frá 12.00-13.00. Aðgangur er frír og súpa og brauð í boði fyrir fundargesti.  Fyrirlesari er Hafdís Inga Hinriksdóttir en hún er með BA próf í félagsráðgjöf en sem lokaverkefni gerði hún litla rannsókn um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta.

Fræðsla

10. febrúar 2014

Hæfileikamótun í Vestmannaeyjum - Dagskrá og nafnalisti

Hæfileikamótun KSÍ verður í Vestmannaeyjum dagana 11. - 12..febrúar. Þorlákur Árnason mun stjórna æfingum hjá stúlkum og drengjum á aldrinum 13 - 15 ára. Þá mun hann einnig funda með stjórn og þjálfurum ÍBV.

Fræðsla
Hæfileikamótun

5. febrúar 2014

Hæfileikamótun KSÍ að hefjast

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ að fara af stað og er það Þorlákur Árnason sem fer fyrir verkefninu.  Fyrsti staðurinn sem Þorlákur heimsækir er Hornafjörður en fyrirhuguð dagskrá í febrúar er svohljóðandi:

Fræðsla
Hæfileikamótun

5. febrúar 2014

Dagskrá heimsóknar á Hornafjörð

Þorlákur Árnason stýrir Hæfileikamótun KSÍ og mun heimsækja staði og félög á næstu misserum í þeim tilgangi.  Fyrsta heimsókn Þorláks er á Hornafjörð þar sem hann mun stjórna æfingum og fundum stúlkna og drengja á aldrinum 13 - 15 ára.

Fræðsla
Hæfileikamótun

23. janúar 2014

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.-23. mars á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. mars á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Fræðsla

20. janúar 2014

Völsungur auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra félagsins, með aðsetur á Húsavík. Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, www.volsungur.is

Fræðsla

13. janúar 2014

Samstarfssamningur KSÍ og Special Olympics á Íslandi undirritaður

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnusambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra vegna Special Olympics á Íslandi.  Ísland er eitt af fyrstu aðildarlöndum SOI sem staðfesta slíkt samstarf formlega.  KSÍ mun hvetja knattspyrnufélög um land allt til samstarfs á þessu sviði og kynna samstarfið í í tengslum við þjálfaranámskeið barna og unglinga.

Fræðsla

10. janúar 2014

Skila þarf umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir miðnætti 10. janúar

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis, föstudagsins 10. janúar.  Aðildarfélög eru hvött til þess að nýta sér þennan sjóð en öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Fræðsla

10. janúar 2014

Námskeið í endurlífgun fyrir sjúkraþjálfara 10. og 11. febrúar

Námskeið í endurlífgun verður haldið fyrir sjúkraþjálfara þann 10. og 11. febrúar 2014.  Um eitt námskeið er að ræða en hægt að velja á milli tveggja dagsetninga. Námskeiðið hefst kl. 17:00 báða dagana og lýkur um kl. 22:00. Hámarksfjöldi á hvort námskeið 24 og þarf að skrá sig hjá KSÍ fyrir 1. febrúar 2014.

Fræðsla

10. janúar 2014

Þorlákur Árnason nýr starfsmaður fræðsludeildar

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr starfsmaður fræðsludeildar KSÍ og er ráðning hans tímabundin til eins árs.  Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin í samráði við fræðslustjóra, hæfileikanefnd, landsliðsnefndir og landsliðsþjálfara.

Fræðsla
Hæfileikamótun

10. janúar 2014

Námskeið ætlað þjálfurum og markmannsþjálfurum

Helgina 31. jan.-2. feb. mun KSÍ halda námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í Hamarshöllinni í Hveragerði sem ætlað er að efla þjálfun markmanna hér á landi. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þjálfun markmanna, jafnt almennum þjálfurum sem og markmannsþjálfurum.

Fræðsla