23. apríl 2013
Dagana 27. og 28. apríl fara fram fjórir úrslitaleikir í Lengjubikarnum.  Allir leikmenn í þeim liðum sem leika til úrslita þessa daga munu leika með rauðar reimar á sínum knattspyrnuskóm til stuðnings Special Olympics á Íslandi.  Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem kallast Laces Campaign.
19. apríl 2013
Það var góð mæting á súpufund KSÍ í gær en þar hélt doktor Viðar Halldórsson fyrirlestur um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt.
17. apríl 2013
KSÍ er komið á Youtube! Fyrst um sinn eru á síðunni myndbönd með auglýsingum sem leikmenn A-landsliðs kvenna léku í, sem ganga út á það að hvetja stelpur til að mæta á fótboltaæfingar. Skellið ykkur endilega á síðuna og kíkið á þessi myndbönd.
16. apríl 2013
Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu fyrir núverandi tímabil. Viðkomandi þarf að getið hafið störf strax. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis
15. apríl 2013
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl. Að þessu sinni mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, fjalla um hvernig hægt er að vinna markvisst að þjálfun félagslegrar- og hugarfarslegrar færni yngri iðkenda á heildstæðan hátt. Fundurinn er ætlaður þjálfurum, foreldrum og skipuleggjendum íþróttastarfs.
8. apríl 2013
Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni.
3. apríl 2013
Tveir strákar í 10.bekk heimsóttu KSÍ í dag frá Vættaskóla í starfskynningu, Kristinn Andri Kristinsson og Þórólfur Kolbeinsson.
18. mars 2013
Málþing um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni verður haldið miðvikudaginn 20. mars frá kl. 12:00 – 14:00 í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli. Það eru ÍSÍ og Íslenskar Getraunir sem efna til þessa málþings.  Skráning er hjá Íslenskum getraunum í netfangið phs@getspa.is í síðasta lagi þriðjudaginn 19. mars.
5. mars 2013
Málþingi um hagræðingu úrslita hefur verið frestað vegna ófærðar en það átti að fara fram í dag, miðvikudaginn 6. mars, á milli 12:00 og 14:00. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
4. mars 2013
Málþingi um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni sem halda átti miðvikudaginn 6. mars hefur verið frestað vegna ófærðar. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
1. mars 2013
Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins. Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður. Knattspyrnumenn um land eru hvattir til að taka mynd af mottunum sínum og senda KSÍ til birtingar á Facebook-síðu sambandsins.
26. febrúar 2013
Föstudaginn 1. mars fer fram ráðstefna Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og fer ráðstefnan fram í höfðuðstöðvum KSÍ. Á ráðstefnunni eru fjölmörg forvitnileg erindi fyrir vallarstarfsmenn og aðra starfsmenn knattspyrnudeilda. Í kjölfar ráðstefnunnar verður svo haldinn aðalfundur SÍGÍ.
5. febrúar 2013
Um nýliðna helgi fór fram ráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kom yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA, Omar Ongaro, sem hélt fyrirlestra um þessi mál sem og hann fjallaði um hagræðingu úrslita.
1. febrúar 2013
Í dag, þann 1. febrúar 2013, var undirrituð samstarfsyfirlýsing Knattspyrnusambands Íslands og verkefnisstjórnar fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Verkefnið tekur til grunnskólanema hér á landi, sem fá fræðslu um áhrif eineltis á einstaklinginn og heildina, bæði hvað varðar gerendur og þolendur, áhrif þess á fólk í dag og til framtíðar.
25. janúar 2013
Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) auglýsir eftir áhugasömum þjálfara eða þjálfurum fyrir 3. 4. og 5.flokk karla. og 5.flokk kvenna. KFR mun aðstoða við leit að húsnæði og hálfu starfi meðfram þjálfuninni ef viðkomandi vill flytja á svæðið. Hvort sem þú er karl eða kona þá bíðum við eftir þér. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
23. janúar 2013
Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Um er að ræða þjálfun í yngri flokkum félagsins og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði.
16. janúar 2013
Helgina 1.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði. Þátttökurétt hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu.  Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og gildir jafnframt sem endurmenntun.
15. janúar 2013
Dagana 2.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kemur Omar Ongaro sem er yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA og mun hann flytja erindi um uppeldisbætur og samstöðubætur, auk þess að fjalla um veðmál og hagræðingu úrslita.