15. janúar 2013
Um síðustu helgi var haldin læknaráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ þar sem fjallað var um ýmis málefni tengd knattspyrnu, meiðsli og annað. Ráðstefnustjóri var Reynir Björnsson og tóku 9 læknar þátt, auk leiðbeinenda.
8. janúar 2013
Um síðustu helgi stóð KSÍ fyrir þjálfaranámskeiði þar sem viðfangsefnið var tækniþjálfun knattspyrnumanna. Hingað til lands kom maður að nafni Brad Douglass en hann er fræðslustjóri hjá Coerver Coaching sem sérhæfir sig í tækniþjálfun barna og unglinga.
3. janúar 2013
Mánudaginn 21. janúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
21. desember 2012
KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 11.-13. janúar 2013.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.
7. desember 2012
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í Pepsi-deild karla fyrir árið 2012 og Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA var útnefndur þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna fyrir árið 2012.
3. desember 2012
Helgina 19.-20. janúar 2013 mun Magni Mohr koma aftur hingað til lands og halda námskeið ætlað knattspyrnuþjálfurum. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt knattspyrnumanna.
3. desember 2012
UEFA hefur nýverið sent aðildarsamböndum sínum ítarlega tölfræðiskýrslu sem unnin var um kvennaknattspyrnu í Evrópu. Mikil rannsóknarvinna er á bak við skýrsluna, sem verður birt opinberlega eftir áramót og mun hún þá verða birt í heild sinni á vef KSÍ.
29. nóvember 2012
Nokkur umræða hefur verið á síðustu dögum varðandi þjálfun yngri flokka í knattspyrnu og getuskiptingu sem notuð er í þeirri þjálfun.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og fjallaði um þetta málefni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð hér.
28. nóvember 2012
Dagana 5 .- 6. janúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í tækniþjálfun. Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Margir ættu að kannast við hollenska þjálfarann Wiel Coerver sem var á sínum tíma brautryðjandi á sviði tækniþjálfunar og byggist Coerver Coaching á hans hugmyndafræði.
22. nóvember 2012
Ráðstefna Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi verður haldin miðvikudaginn 28. nóvember nk. klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu.
21. nóvember 2012
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. desember n.k. klukkan 20:00.
22. október 2012
Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 9.-11. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.
22. október 2012
Í næsta mánuði verður í fyrsta sinn farið af stað með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Um er að ræða veigamikið verkefni en markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðunni er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi. Námskeiðið mun standa yfir frá nóvember 2012 til apríl 2013.
11. október 2012
Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna. Magni hefur unnið við mælingar og leikgreiningu hjá Juventus FC, vann að undirbúningi danska landsliðsins fyrir HM 2002 og starfaði sem sérlegur ráðgjafi hjá Chelsea FC frá árinu 2008 til 2011.
9. október 2012
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 12.-14. október. Skráning er í fullum gangi og aðeins örfá sæti laus. Fólki er því ráðlagt að hafa hraðar hendur ef það hefur áhuga á að sækja sér þjálfaramenntun fyrir næsta sumar.
9. október 2012
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 12.-14. október og tvö helgina 19.-21. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 12.-14. október og 70 laus pláss helgina 19.-21. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.
28. september 2012
Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis. Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00.
26. september 2012
Knattspyrnudeild Fylkis leitar að aðalþjálfara fyrir 6. flokk kvenna og aðstoðarþjálfara fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu á komandi tímabil. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604