Verslun
Leit
SÍA
Leit

19. september 2012

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar auglýsir eftir þjálfara

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir karlalið mfl. og 2. flokk félagsins. Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins.

Fræðsla

14. september 2012

KSÍ I þjálfaranámskeið í október 2012

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 5.-7. október og eitt helgina 12.-14. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 5.-7. október og 35 laus pláss helgina 12.-14. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Fræðsla

13. september 2012

Knattspyrnudeild Njarðvíkur auglýsir eftir þjálfara

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins.

Fræðsla

13. september 2012

Spurningakönnun á kvennalandsleik 15. september

Á viðureign Íslands og Norður-Írlands á laugardag verður unnin spurningakönnun sem er hluti af átaki UEFA í markaðsmálum kvennaknattspyrnu. Markmiðið er að greina ýmsa þætti varðandi áhorfendur og aðsókn að leikjum deildarinnar.  Vallargestir eru hvattir til að taka vel á móti sjálfboðaliðum sem spyrja nokkurra laufléttra spurninga.

Fræðsla
Landslið

10. september 2012

KSÍ markmannsþjálfaragráða

Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við UEFA, bjóða upp á veigamikið markmannsþjálfaranámskeið. Markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðu er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi og KSÍ hefur verið í góðri samvinnu við UEFA hvað það varðar.

Fræðsla

10. september 2012

ÍR óskar eftir þjálfara fyrir 6. flokk karla

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 6. flokk karla sem er tilbúninn til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt æfingatímabil hefst í byrjun október en þá þarf viðkomandi að geta hafið störf. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun er skilyrði.

Fræðsla

7. september 2012

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. og 8.flokk sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt tímabil hefst um miðjan september og þá þurfa viðkomandi að geta hafið störf. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði.

Fræðsla

6. september 2012

Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka

Knattspyrnudeild Breiðabliks leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða stöður í 5. flokki, 4. flokki og 3. flokki karla og kvenna.

Fræðsla

29. ágúst 2012

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 7.flokk karla

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Nýtt tímabil hefst í byrjun október. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis, Hörð Guðjónsson, með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Fræðsla

23. ágúst 2012

28 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu

28 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A gráðu um helgina en þjálfararnir voru útskrifaðir við athöfn sem fram fór fyrir bikarúrslitaleik karla. Þar með hafa 170 manns útskrifast með gráðuna frá upphafi.

Fræðsla

22. ágúst 2012

A-landsliðsþjálfari danska kvennalandsliðsins til Íslands

Kenneth Heiner Möller A-landsliðsþjálfari kvenna hjá Danmörku kemur til Íslands á laugardaginn og heldur fyrirlestur á vegum KSÍ og KÞÍ um „possession“ fótbolta. Kenneth hefur lokið við Pro licence þjálfaranám frá danska knattspyrnusambandinu og hefur stýrt danska kvennalandsliðinu síðan árið 2006 með frábærum árangri.

Fræðsla

22. ágúst 2012

Uppfyllir nýr þjálfari kröfur um menntun?

Félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (efstu tvær deildir karla) þurfa að hafa þær kröfur sem eru gerðar vandlega í huga við ráðningu nýrra þjálfara til að forðast það að sæta viðurlögum. Nú þegar haustið nálgast með tilheyrandi breytingum á þjálfurum yngri flokka er rétt að gefa þessu gaum.

Fræðsla
Leyfiskerfi

21. ágúst 2012

Knattspyrnufélagið Ægir óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka

Knattspyrnufélagið Ægir auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Menntun eða reynsla á sviði knattspyrnuþjálfunar æskileg.

Fræðsla

13. ágúst 2012

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ

KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni karla þann 18. ágúst, næsta laugardag. Úrslitaleikurinn, sem er milli KR og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ.

Fræðsla

1. ágúst 2012

Bikarúrslitaráðstefnur KÞÍ og KSÍ 2012

Í ágúst fara fram úrslitaleikir í Borgunarbikarkeppni karla og kvenna. Af því tilefni munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir ráðstefnum í húsakynnum KSÍ sama dag og leikirnir fara fram. Nánari lýsing á innihaldi fyrirlestra og þátttökugjald verður auglýst eftir Verslunarmannahelgi. Viðvera á ráðstefnunum gefa endurmenntunarstig fyrir þjálfararéttindi KSÍ. Innifalið í þátttökugjaldinu eru léttar veitingar.

Fræðsla

25. júlí 2012

KFR óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) óskar eftir að ráða þjálfara í 100 % starf fyrir yngri flokka félagsins frá og með nk. hausti. Menntun eða reynsla á sviði knattpyrnuþjálfunar skilyrði.

Fræðsla

18. júlí 2012

Hamar óskar eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir yngri flokka deildarinnar.

Fræðsla

28. júní 2012

Átak UEFA í markaðsmálum kvennaknattspynu

Dagana 24. til 26. júní voru staddir hér á landi fulltrúar UEFA og hollenska ráðgjafarfyrirtækisins Triple Double. Heimsóknin var í tengslum við nýtt verkefni á vegum UEFA sem miðar að því að styðja við knattspyrnusambönd í uppbyggingu og styrkingu markaðs- og kynningarstarfs í deildarkeppni í aðildarlöndum UEFA.

Fræðsla