25. júní 2012
Markmannsskóli drengja fer fram á Akranesi 29. júní - 1. júlí. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13 Akranesi. Skólastjóri er Halldór Björnsson og aðstoðarskólastjóri er Lúðvík Gunnarsson
25. júní 2012
Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) minnir okkur alla á það að við erum leikmönnum okkar og nánasta umhverfi fyrirmyndir að háttvísi í þátttöku okkar í knattspyrnuleikjum og í umfjöllun um þá. Nú er tími fjölmennra knattspyrnumóta og á þessi áminning við um alla þá fjölmörgu þjálfara sem taka þar þátt sem og þjálfara eldri flokka sem standa í eldlínunni.
18. júní 2012
Hér að neðan má finna upplýsingar um Markmannsskóla stúlkna á Akranesi 22. - 24. júní. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13, Akranesi.  Skólastjóri er Mist Rúnarsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Daði Rafnsson en kunnir markmannsþjálfarar sjá um kennslu.
12. júní 2012
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg 30. júlí - 1. ágúst í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2012 og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar.
11. júní 2012
Knattspyrnuskóli karla 2012 fer fram að Laugarvatni 18. - 22. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998.
1. júní 2012
Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998. Mæting er stundvíslega kl. 13:30 mánudaginn 11. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.
21. maí 2012
Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, luku nýlega 30 eininga háskólanámi í knattspyrnusértækri viðburðastjórnun. Námið, sem er diplomanám, er á vegum UEFA og er stýrt af IDHEAP menntastofnuninni, sem er hluti af háskólanum í Lausanne.
18. maí 2012
Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 6. flokk karla núna í sumar. Áhugasömum er bent á að hafa sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.
18. maí 2012
Íslandsleikarnir voru samstarfsverkefni Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnufélagsins Víkings og fóru fram í tengslum við Evrópuviku UEFA og Special Olympics í Evrópu. Sex lið tóku þátt í mótinu, blönduð lið karla og kvenna.
16. maí 2012
Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ þar sem trúnaðarmenn eru ráðnir til landshlutanna.  Nú hefur Atli Eðvaldsson verið ráðinn sem trúnaðarmaður Suð-Vesturlands en áður höfðu Pétur Ólafsson verið ráðinn fyrir Norðurland og Eysteinn Húni Hauksson fyrir Austurland.
16. maí 2012
Í sumar mun Knattspyrnusamband Íslands starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.  Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublaði og senda til KSÍ fyrir 30. maí. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna þátttakanda í skólann.
7. maí 2012
Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna.  Hér er um frábært tækifæri að ræða fyrir þjálfara þar sem Magni Mohr er í fremstu röð á sínu sviði og mun fara yfir það nýjasta í þessum fræðum.
3. maí 2012
Það var stór hópur af hressum krökkum í 5. bekk Sjálandsskóla í Garðabæ sem heimsótti höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í dag, fimmtudag. Krakkarnir fengu kynningu á starfsemi og aðstöðu KSÍ og Laugardalsvallar og þreyttu síðan nokkrar laufléttar knattþrautir.
23. apríl 2012
KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við nokkra af kunnustu framkvæmdastjórum í ensku úrvalsdeildinni.
23. apríl 2012
KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Þetta námskeið nefnist „Evaluating performance“ og er um hvernig við metum frammistöðu í knattspyrnu
16. apríl 2012
Aðildarfélögum KSÍ stendur til boða að taka þátt í söluátakinu Bláa naglanum og með þátttöku geta félögin skapað sér góðar tekjur. KSÍ vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu til að styðja við þetta mikilvæga málefni, og hvetur jafnframt félögin til að nýta söluátakið sem fjáröflun vegna eigin starfsemi.
12. apríl 2012
Hér voru þrír strákar úr Vættaskóla í Grafarvogi í starfskynningu dagana 11. og 12. apríl. Þeir töluðu við ýmsa starfsmenn sambandsins og kynntust starfi þeirra, m.a. fjölmiðlafulltrúa, dómarastjóra og mótastjóra og stóðu sig með mikilli prýði.
11. apríl 2012
Glaðlegur og áhugasamur 22 manna hópur barna af leikskólanum Rauðhóli í Árbænum í Reykjavík heimsótti KSÍ í dag. Krakkarnir fengu skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og um Laugardalsvöllinn, sjálfan þjóðarleikvanginn.  Auðvitað voru allir leystir út með gjöfum og yfirgáfu litlu snillingarnir höfuðstöðvar KSÍ með bros á vör.