30. mars 2012
Þann 16. maí er Grasrótardagur UEFA og KSÍ. Í þeirri viku munu aðildarlönd UEFA og félög innan aðildarlandanna gangast fyrir ýmsum viðburðum þar sem vakin er athygli á starfsemi félaganna. En hvað er grasrótarknattspyrna?
28. mars 2012
Í ár ætlar Knattspyrnusamband Íslands að bjóða upp á Markmannsskóla KSÍ. Markmannsskólinn verður fyrir stúlkur og drengi í 4. aldurflokki og verður með svipuðu sniði og Knattspyrnuskóli KSÍ.
27. mars 2012
Albert Hafsteinsson, Daníel Þór Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson, nemendur 10. bekkjar Grundaskóla á Akranesi komu í starfskynningu hjá okkur, þriðjudaginn 27. mars. Þeir kynntu sér starfssemi knattspyrnusambandsins frá öllum hliðum.
26. mars 2012
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. marsklukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu.
23. mars 2012
Þau voru eldhress og áhugasöm, börnin af leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum í Reykjavík, sem heimsóttu KSÍ í dag. Þeim fannst mest spennandi að sjá alla þessa landsliðsbúninga sem veggirnir eru skreyttir með. Auðvitað voru svo allir leystir út með gjöfum.
22. mars 2012
Í gær fór fram í höfuðstöðvum KSÍ, fyrirlestur er bar yfirskriftina "Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ" og var það Svavar Jósefsson sem var fyrirlesari. Það voru 30 manns sem sóttu fundinn frá 22 félögum
20. mars 2012
Þær Ellen Agata Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir eru þessa dagana í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þær stunda nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og eru á 2. ári.
19. mars 2012
Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir 1 – 2 yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þessa dagana er æft innahúss í íþróttahúsi bæjarins, en í vor færast allar æfingar út á gras-æfingasvæði.
16. mars 2012
KSÍ vill vekja athygli á rannsókn sem gerð var á síðasta ári er tengist vímuvarnarsamningi sem Völsungur gerði við sína iðkendur og hefur verið í gangi frá árinu 2004. Rannsóknin var unnin af Kjartani Páli Þórarinssyni.
14. mars 2012
Miðvikudaginn 21. mars milli kl. 13 og 15 býður KSÍ upp á fyrirlesturinn Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum KSÍ. Forsvarsmönnum allra knattspyrnudeilda landsins er boðið og er áhersla lögð á að framkvæmdastjórar eða aðrir sem sinna umsóknum um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar sæki fyrirlesturinn.
8. mars 2012
Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár”. Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi.
21. febrúar 2012
Aðalfundur SÍGÍ (Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi) fer fram föstudaginn 24. febrúar á Laugardalsvelli og í framhaldi af honum fer fram ráðstefna samtakanna þar sem margir forvitnilegir fyrirlestrar eru á dagskrá. Þátttaka á ráðstefnuna er ókeypis.
15. febrúar 2012
Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samstarfi við KSÍ standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.
2. febrúar 2012
Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnufélagið Víkingur bjóða í vetur upp á knattspyrnunámskeið fyrir þroskahamlaðar stelpur á öllum aldri, vinkonur þeirra, skólafélaga og aðra sem áhuga hafa.
24. janúar 2012
Mánudaginn 13. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
23. janúar 2012
Fótbolti fyrir alla, fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir, hefst að nýju sunnudaginn 29. janúar. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur til 11. mars. Að venju fara æfingarnar fram í Garðabænum, í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.
10. janúar 2012
KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 20.- 22. janúar. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.
6. janúar 2012
Knattspyrnuþjálfarafélaginu hefur tekist að fá nokkur sæti með norska þjálfarafélaginu í ferð til Englands. Farið verður í febrúar en tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. janúar.