Verslun
Leit
SÍA
Leit

5. janúar 2012

Lyfjaeftirlitsmál - Nýr bannlisti WADA tók gildi 1. janúar 2012

Að venju tók nýr bannlisti WADA (alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin) gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Ekki er um veigamiklar breytingar á listanum, en þær helstu snúa að undanþágum vegna astmalyfja.

Fræðsla

3. janúar 2012

Fundað með endurskoðendum leyfisumsækjenda

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fund um fjárhagshluta leyfiskerfis KSÍ 12. janúar næstkomandi. Farið verður yfir grunnatriði leyfiskerfis KSÍ, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.

Fræðsla
Leyfiskerfi

2. janúar 2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið 20. - 22. janúar 2012

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 20.- 22. janúar. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður birt síðar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Fræðsla

13. desember 2011

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna sem yrði líka aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eftir áramót. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið olipu@hive.isþar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 894-0979 (Ólafur).

Fræðsla

2. desember 2011

Góð staða á menntun þjálfara

Staðan á menntun þjálfara í Pepsi-deildum karla og kvenna hefur líklega aldrei verið betri.  Í dag uppfylla 20 þjálfari af 22 þá kröfu sem Knattspyrnusamband Íslands gerir um menntun þjálfara í viðkomandi deildum. En krafa KSÍ er sú að þjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna skulu hafa UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu.

Fræðsla

1. desember 2011

Valur óskar eftir þjálfara fyrir 7. flokk karla

Knattspyrnufélagið Valur óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 7. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir áhugasömum þjálfara með góða menntun og reynslu.

Fræðsla

30. nóvember 2011

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1. desember

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 1. desember n.k. klukkan 20:00.

Fræðsla

25. nóvember 2011

Unglingadómaranámskeið á Ásvöllum þriðjudaginn 29. nóvember

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka að Ásvöllum þriðjudaginn 29. nóvember og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Námskeiðið er ókeypis.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Fræðsla

24. nóvember 2011

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum í 5. flokk kvenna og 7. flokk karla

Knattspyrnudeild Breiðablik er fjölmennasta knattspyrnudeild landsins með yfir 1300 iðkendur. Deildin leggur mikla áherslu á að ráða til sína hæfa og metnaðarfulla þjálfara sem eru tilbúnir að starfa eftir stefnu félagsins og við topp aðstæður.

Fræðsla

17. nóvember 2011

Fylkir auglýsir eftir þjálfara

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir aðstoðarþjálfara í 2. flokk karla sem getur hafið störf strax.  Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á íþróttafulltrúa félagsins á netfangið hordur@fylkir.com þar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 571-5604.   Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi.

Fræðsla

16. nóvember 2011

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 2. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 25.-27. nóvember 2011.  Bókleg kennsla fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og verkleg kennsla í Boganum.  Þátttökugjald er kr. 15.000.

Fræðsla

15. nóvember 2011

Þjálfaraskóli KSÍ á fullt skrið

Þjálfaraskóli KSÍ er kominn á fullt skrið en í síðustu viku kláruðu fyrstu þjálfararnir skólann. Það voru markahrókarnir Garðar Gunnlaugsson og Garðar Jóhannsson sem fengu heimsóknir og leiðsagnir frá leiðbeinendum á vegum Knattspyrnusambands Íslands.

Fræðsla

15. nóvember 2011

KSÍ III þjálfaranámskeið 25. - 27. nóvember

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 25.-27. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Fræðsla

11. nóvember 2011

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 8. flokk

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 8. flokk starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Fræðsla

9. nóvember 2011

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.   Námskeiðsgjald er kr. 15.000.

Fræðsla

7. nóvember 2011

8. nóvember - Opinber baráttudagur gegn einelti

Þann 8. nóvember næstkomandi verður opinber baráttudagur gegn einelti.  Þrjú ráðuneyti ásamt mörgum félagasamtökum koma að deginum.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er eitt af þeim og í tilefni dagsins er boðið til fræðsluerindis. Fundarstaður er á 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsal E.

Fræðsla

7. nóvember 2011

Vel heppnað endurmenntunarnámskeið

Um síðastliðna helgi stóð KSÍ fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir þjálfara sem hafa svokallaða UEFA A þjálfaragráðu.  Hingað til lands komu þeir Dick Bate og John Peacock en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu.

Fræðsla

2. nóvember 2011

KSÍ heldur þrjú KSÍ III þjálfaranámskeið í nóvember

Knattspyrnusamband Íslands stefnir á að halda þrjú 3. stigs þjálfaranámskeið í nóvember, tvö helgina 18 .- 20. nóvember og eitt helgina 25. - 27. nóvember.  Annað námskeiðið helgina 18. - 20. nóvember er eingöngu opið konum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Fræðsla