31. október 2011
Helgina 4.-6. nóvember heldur KSÍ endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A/UEFA A gráðu þjálfa. Námskeiðið ber yfirskriftina "Þjálfun eftir leikstöðum" og er kennsla alfarið í höndum þeirra Dick Bate og John Peacock.
31. október 2011
Helgina 11. - 13. nóvember er fyrirhugað að halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Unnið er að dagskrá námskeiðsins og verður hún auglýst um leið og kostur gefst.
31. október 2011
Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" fer aftur stað sunnudaginn 13. nóvember.  Æfingar hefjast klukkan 11:30 og verða í stóra salnum í Ásgarði í Garðabæ.  Æfingarnar eru ætlaðar öllum börnum sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf vegna fötlunar eða þroskafrávika og er markmiðið að allir njóti boltans með sínu lagi.
17. október 2011
Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 2. flokk karla starfsárið 2011-2012. Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.
11. október 2011
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 21.-23. október og tvö helgina 28.-30. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 21.-23. október og 70 laus pláss helgina 28.-30. október.
11. október 2011
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.  Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,
5. október 2011
ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir árið 2011. Styrkirnir eru ætlaðir fyrir þá sem hafa sótt eða munu sækja námskeið eða aðra menntun erlendis á árinu 2011. Umsóknir verða að berast á sérstöku eyðublaði sem finna má á isi.is og sendist á ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, merkt "þjálfarastyrkir".
26. september 2011
Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis. Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00.
20. september 2011
Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 3. flokk karla starfsárið 2011-2012. Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.
16. september 2011
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 14.-16. október og eitt helgina 21.-23. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 14.-16. október og 35 laus pláss helgina 21.-23. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.
16. september 2011
Helgina 7. - 9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu).
9. september 2011
Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.
8. september 2011
Stjarnan leitar eftir þjálfara fyrir 2.fl.kvk og 3.fl.kvk fyrir næsta tímabil. Hugsanlegt er að ráðið verði í sitthvorn flokkinn en áhugi er fyrir því að sami aðili sé með báða flokka.
7. september 2011
Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins á komandi tímabil. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.
11. ágúst 2011
Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu.  Heimir er áttundi Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu.
10. ágúst 2011
Sú breyting hefur verið gerð á þjálfarasáttmála UEFA að öll leyfi renna út um áramót í stað þess að miðað sé við þann dag sem prófið var tekið. Þjálfari sem tekur skriflega UEFA B prófið 20. febrúar 2011 er þannig með leyfi til 31. desember 2014.
8. ágúst 2011
KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 30. janúar til 6. febrúar 2012.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í október á þessu ári.
4. ágúst 2011
Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ. Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar.