19. júlí 2011
Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins í 50% starf frá og með 1.sept. Umsóknarfrestur er til 1.ágúst. áhugasamir sendi inn umsóknir ásamt menntun og reynslu á benb@internet.is
18. júlí 2011
KÞÍ getur fengið fimm sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins til Barcelona frá 1.-5. desember. Fylgst verður með þjálfun hjá Espanol og Barcelona. Farið verður á leik FC Barcelona gegn Levante.
7. júlí 2011
Í dag var blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var til sögunnar herferð gegn munntóbaksnotkun.  Nefnist hún "Fyrirmyndarleikmaðurinn" og þar taka sig saman aðilar til að sporna gegn munntóbaksnotkun ungs fólks.
10. júní 2011
Hér að neðan má sjá upplýsingar um dagsetningar á þjálfaranámskeiðum síðar á þessu ári en fyrsta þjálfaranámskeiðið í haust hefst 7. október.  Einnig er að finna verð á þessi námskeið.
10. júní 2011
Nú á dögunum útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A gráðu sem ber vott um þann mikla metnað sem þjálfarar hafa hér á landi. Fræðsludeildin hefur gert samanburð kostnaði við að taka þessar þjálfaragráður og leitaði upplýsinga hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Það kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi.
9. júní 2011
Tækniskóli KSÍ hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og hafa um 16.000 diskar verið afhentir til iðkenda 16 ára og yngri.  Landsliðsmenn og konur hafa mætt til félaganna og afhent diskana og einnig hafa landsliðsþjálfarar tekið þátt í því verkefni.
8. júní 2011
Síðastliðinn laugardag útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A þjálfaragráðuna.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur.   
7. júní 2011
Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni árið 2011 fer fram dagana 14. - 18. júní næstkomandi.  Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 1997.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.  Kostnaður er kr. 16.000 fyrir hvern þátttakanda.
3. júní 2011
Búið er að dreifa yfir 15.000 eintökum af DVD disknum Tækniskóli KSÍ en disknum er dreift á alla iðkendur í gegnum aðildarfélögin. Búist er við að dreifingu ljúki í næstu viku en yfir 50 félög hafa þegar dreift disknum á sína iðkendur.
27. maí 2011
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson afhenti ungum iðkendum á Davík diskinn Tækniskóla KSÍ á dögunum við mikinn fögnuð. Heimamenn efndu til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsinu þar sem margir góðir gestir mættu á svæðið með bæjarstjórann, Svanfríði Jónasdóttur, í fararbroddi.
26. maí 2011
Athending disksins Tækniskóli KSÍ stendur nú sem hæst og hefur disknum verið gríðarlega vel tekið. Á Sauðárkróki var efnt til Fjölskyldudags knattspyrnudeildar Tindastóls og þangað mættu á heimaslóðir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U21 og Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður með hinu frækna U21 liði.
26. maí 2011
EKRON er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Nokkrir af þeim einstaklingum sem eru í þessu verkefni komu á landsleik Íslands og Búlgaríu á dögunum og kynntu sér starf fjölmiðlafólks á landsleik.
24. maí 2011
Knattspyrnuskóli drengja 2011 fer fram á Laugarvatni 6. - 10. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1997.
24. maí 2011
Þessa dagana eru knattspyrnuiðkendur víðsvegar um land að fá í hendur hinn glæsilega DVD disk, Tækniskóla KSÍ. Disknum er dreift til ungra iðkenda í gegnum aðildarfélög sín og eru það jafnan góðir gestir sem mæta á svæðið og afhenda diskana.
16. maí 2011
Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem KSÍ gefur út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri.  Markmiðið með disknum er að efla knatttækni hjá börnum og unglingum, hvetja þau til aukaæfinga, jákvæðrar hreyfingar og vekja athygli á heilbrigðum fyrirmyndum í A-landsliði karla og kvenna og í U-21 árs landsliði karla. 
13. maí 2011
KSÍ bauð fulltrúum fjölmiðla á fræðslufund um knattspyrnulögin í vikunni þar sem farið var yfir ýmis atriði, leikbrot, rangstöðu, hendi eða ekki hendi, og fleiri þætti sem mikið er rætt um í fjölmiðlum sem annars staðar eftir fótboltaleiki.
3. maí 2011
Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1997.  Knattspyrnuskóli drengja verður dagana 6. – 10. júní og Knattspyrnuskóli stúlkna verður 14. – 18. júní.
3. maí 2011
Fimmtudaginn 5. maí verður Dick Bate, sem starfar sem Elite Coaching Manager hjá Enska knattspyrnusambandinu, hér á landi og mun halda stutt námskeið að því tilefni. Námskeiðið ber yfirskriftina Wide attacker development og verður bæði bóklegt og verklegt.