Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. apríl 2011

Um 40 manns á Fræðslufundi KSÍ

Síðastliðinn laugardag var haldinn fræðslufundur KSÍ í höfuðstöðvum KSÍ og sóttu hann um 40 manns auk starfsfólks KSÍ.  Allir voru velkomnir á þennan fund en sérstaklega var horft til þeirra aðila sem nýlega höfðu hafið störf innan aðildarfélaga.  Hér að neðan má sjá glærur af fyrirlestrum sem haldnir voru á þessum fundi.

Fræðsla

7. apríl 2011

Knattspyrnunámskeið fyrir fatlaða og þroskahamlaða krakka og unglinga

Íþróttafélagið Öspin og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa tekið höndum saman og verða með knattspyrnunámskeið í sumar fyrir fatlaða og þroskahamlaða.  Námskeiðin eru ætluð fyrir börn og unglinga

Fræðsla

6. apríl 2011

Grasrótardagur UEFA 25. maí

Miðvikudaginn 25. maí er haldinn Grasrótardagur UEFA um alla Evrópu. Aðildarlönd UEFA eru þá hvött til þess að halda sérstaka grasrótarviðburði í vikunni kringum þennan dag.  Knattspyrnusamband Íslands mun nota þessa viku til að gefa út glæsilegan DVD disk sem gefinn verður öllum iðkendum undir 16 ára aldri að gjöf. 

Fræðsla

22. mars 2011

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu miðvikudaginn 30. mars

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Ragnheiður Alfreðsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytja erindi um karlmenn og krabbamein í tilefni af Mottumars.

Fræðsla

15. mars 2011

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 1.- 3. apríl

Helgina 1.- 3. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). 

Fræðsla

7. mars 2011

ÍR óskar eftir aðstoðarþjálfara fyrir 5. flokk karla

Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir 5. flokk karla.  Hlutverk aðstoðarþjálfara verður að aðstoða þjálfara 5. flokks karla og fylgja flokknum í öll þau verkefni sem flokkurinn tekur þátt í.  Umsækjandi verður að hafa KSÍ III eða hafa þónokkura starfsreynslu í þjálfun yngri flokka.  Allar umsóknir skulu sendast á irknattspyrna@hotmail.com

Fræðsla

25. febrúar 2011

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa m.a. að daglegum rekstri knattspyrnufélaga og samskiptum við KSÍ.

Fræðsla

18. febrúar 2011

Nemar úr MA í vettvangsferð hjá KSÍ

Nokkrir nemar úr MA eyddu lunganum af föstudeginum í vettvangsferð á skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands.  Þeir fengu kynningu frá fræðslustjóra KSÍ og skoðuðu starfsemina frá öllum hliðum.

Fræðsla

17. febrúar 2011

KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna

Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna.  Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00. 

Fræðsla

14. febrúar 2011

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - Hefst 21. febrúar

Mánudaginn 21. febrúar kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þeir þjálfarar sem starfa úti á landi þurfa ekki að gera sér ferð til Reykjavíkur út af þessum fundi heldur verður námskeiðið útskýrt fyrir þeim á símafundi.

Fræðsla

11. febrúar 2011

Ný iðkendakönnun FIFA í vinnslu

FIFA hefur hafið söfnun upplýsinga um iðkendur í knattspyrnu á heimsvísu og mun gefa út skýrslu 2012.  Þessi stóra talning iðkenda (FIFA Big Count) hefur farið tvisvar sinnum fram áður og samkvæmt skýrslunni 2006 voru knattspyrnuiðkendur á heimsvísu 265 milljónir. 

Fræðsla

7. febrúar 2011

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið

Mánudaginn 21. febrúar fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í KSÍ A þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þjálfarar þurfa að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 17. febrúar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem skráðir eru með 6. stigs þjálfararéttindi eða E stig-sérnámskeið.

Fræðsla

31. janúar 2011

Nokkur sæti laus til Englands með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu

Vegna forfalla þá eru ennþá nokkur sæti laus í ferð á vegum norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins til Englands.  Þeir sem áhuga hafa á að fara er bent á að hafa samband beint við Teddy Moen sem allra fyrst.

Fræðsla

28. janúar 2011

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 3. febrúar

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar. Að þessu sinni mun Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum halda erindi um einelti og knattspyrnu.  Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang

Fræðsla

21. janúar 2011

KSÍ-B próf fer fram 8. febrúar næstkomandi

Þriðjudaginn 8. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum.

Fræðsla

11. janúar 2011

Breytingar á bannlista WADA 2011

Breytingar hafa verið gerðar á bannlista WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) og má sjá hér á heimasíðunni hverjar þær eru helstar fyrir árið 2011.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Fræðsla

7. janúar 2011

Þjálfaraferð til Englands 10. - 13. febrúar

KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10. - 13. febrúar næstkomandi.

Fræðsla

3. janúar 2011

KSÍ VI þjálfaranámskeið - Drög að dagskrá

Lokadagskrá þjálfaranámskeiðsins KSÍ VI er tilbúin og má sjá hér að neðan ásamt lista yfir þátttakendur.  Óhætt er að segja að námskeiðið mjög metnaðarfullt með mörgum frábærum innlendum og erlendum fyrirlesurum.

Fræðsla