Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. desember 2010

Boltar og bækur í Jólaaðstoðina

Á dögunum færðu Knattspyrnusamband Íslands Jólaaðstoðinni bolta og bækur sem ætlaðar eru í góða jólapakka um þessi jól.  Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða Krossins í Reykjavík, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins. 

Fræðsla

16. desember 2010

Stjarnan auglýsir eftir aðstoðarþjálfara fyrir 2. flokk karla og 3. deildarlið KFG

Knattspyrnudeild Stjörnunnar óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir 2.flokk karla og 3.deildarlið KFG. Hlutverk aðstoðarþjálfara verður að aðstoða aðalþjálfara beggja liða, sinna almennri þjálfun og samræma verkefni liðanna.

Fræðsla

15. desember 2010

Endurskoðendum félaga boðið til fundar 11. janúar

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið á fund um fjárhagshluta kerfisins.  Aðrir endurskoðendur, eða áhugasamir aðilar, eru jafnframt velkomnir.  Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 11. janúar.

Fræðsla
Leyfiskerfi

10. desember 2010

KSÍ IV þjálfaranámskeið 28.- 30. janúar 2011

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 28.-30. janúar.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Fræðsla

9. desember 2010

Hólmfríður verður í Hveragerði í dag

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur síðustu daga heimsótt félög á Suðurlandi og hitt þar káta knattspyrnukrakka.  Hólmfríður verður í Hveragerði í dag og á morgun lýkur hún ferð sinni um Suðurlandið þegar hún heimsækir Eyrarbakka.

Fræðsla

7. desember 2010

KSÍ kynnir Pro licence umsóknarferlið

KSÍ hélt kynningarfund í gær um Pro licence þjálfaranámskeiðið sem fer fram í Englandi.  Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur og Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram voru viðstaddir fundinn og sögðu áhugasömum þjálfurum meðal annars frá sinni reynslu af því að taka þetta nám hjá enska knattspyrnusambandinu. 

Fræðsla

6. desember 2010

Hólmfríður heimsækir Suðurland

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Nánari dagskrá er hér fyrir neðan.

Fræðsla

1. desember 2010

Súpufundur KSÍ - Erindi Vöndu um börn með sérþarfir

Síðastliðinn mánudag hélt Vanda Sigurgeirsdóttir fróðlegt erindi um börn með sérþarfir í knattspyrnu.  Erindið var haldið á súpufundi KSÍ en þar er boðið upp á súpu og fróðleg erindi.  Hér að neðan má finna myndaband frá þessu erindi Vöndu og einnig glærur frá fundinum

Fræðsla

1. desember 2010

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun

Á  dögunum var haldin hér á landi Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun. Ráðstefnuna sóttu fræðslustjórar allra Norðurlanda auk annarra starfsmanna knattspyrnusambandanna sem koma að einhverju leiti að þjálfaramenntun í sínu heimalandi.

Fræðsla

1. desember 2010

Kynningarfundur á Pro Licence náminu 6. desember

Líkt og í fyrra býðst KSÍ A/UEFA A þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi.  Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu.

Fræðsla

23. nóvember 2010

Súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember. Að þessu sinni mun Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, halda erindi um börn með sérþarfir.

Fræðsla

23. nóvember 2010

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 2. desember

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 2. desember n.k. klukkan 20:00.

Fræðsla

16. nóvember 2010

Mikið um að vera í fræðslumálum þjálfara um síðustu helgi

Mikið var um að vera í fræðslumálum fyrir þjálfara um síðustu helgi en á föstudaginn var í fyrsta sinn haldin ráðstefna um þjálfun barna og á laugardaginn hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands upp á 40 afmæli með ráðstefnu um daginn og afmælisveislu um kvöldið.

Fræðsla

11. nóvember 2010

Ian Bateman með námskeið í þjálfun barna á Akureyri

Laugardaginn 13. nóvember mun Ian Bateman, tækniþjálfari hjá enska knattspyrnusambandinu, halda námskeið í þjálfun barna. Námskeiðið verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, og í Boganum. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.

Fræðsla

2. nóvember 2010

Dagskrá afmælisráðstefnu KÞÍ 13. nóvember - Afmælisveisla KÞÍ

Í tilefni af 40 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands blæs félagið til afmælisráðstefnu í samvinnu við KSÍ.  Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, laugardaginn 13. nóvember og hefst kl. 10:00. Um kvöldið verður svo blásið til afmælisveislu.

Fræðsla

1. nóvember 2010

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 5.-7. nóvember

Helgina 5.-7. nóvember mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði. Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Fræðsla

25. október 2010

KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember

KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar.  Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum opin.

Fræðsla

21. október 2010

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði í nóvember

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 1. stigs þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 5. - 7. nóvember 2010.  Bókleg kennsla fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og verkleg kennsla í Fjarðabyggðarhöllinni.

Fræðsla