20. september 2010
Í kvöld hefst ráðstefna á vegum UEFA þar sem knattspyrna kvenna á Íslandi er kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA.  Er þetta í annað skiptið á einu ári sem UEFA sér ástæðu til þess að senda hingað þjóðir til að kynna sér uppbyggingu og framþróun í knattspyrnu kvenna hér á landi og þá starfsemi sem fram fer innan KSÍ og hjá aðildarfélögum
15. september 2010
Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfurum í 3. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna. Um er að ræða fjölmenna flokka og því er mikil vinna í boði. Viðkomandi verða að geta hafið störf í lok september og reynslu af þjálfun og þjálfaramenntun er æskileg.
15. september 2010
Knattspyrnufélagið Norðurljósin er stofnað með það markmið að gefa einstaklingum sem þurfa aðstoð (mikla eða litla) eða hvatningu, tækifæri til að æfa knattspyrnu allan ársins hring undir leiðsögn fagfólks
14. september 2010
Haustið er handan við hornið með sínum föllnu og fölu laufum og það þýðir að knattþrautir KSÍ fara að renna sitt skeið á enda þetta sumarið.  Einar Lars Jónsson hefur heimsótt iðkendur í 5. flokki með knattþrautir KSÍ og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar.
13. september 2010
Þann 21. september verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 12. sinn. Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag. Knattspyrnuhreyfingin um allan heim tekur þátt í þessu verkefni og tileinkar alla knattspyrnuleiki sem fram fara þennan dag baráttunni fyrir friði í heiminum
13. september 2010
Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 1.-3. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. október.
13. september 2010
KSÍ og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, hafa ráðist í samstarf.  Dagana 21.-28. september nk. verður landssöfnun í formi merkjasölu þar sem Hjartaheill og KSÍ vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu.
6. september 2010
Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 7. flokk kvenna. Knd ÍR starfrækir alla kvennaflokka sem í boði eru og er kvennafótboltinn í hraðri sókn. Tilvonandi þjálfari kemur til með að aðstoða við uppbyggingu kvennastarfsins og er hugsaður sem framtíðarþjálfari hjá félaginu.
3. september 2010
ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí – desember 2010. Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita”.
2. september 2010
Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 7. flokk kvenna á komandi tímabil. Viðkomandi skal vera með viðeigandi menntun og reynslu af þjálfun.
1. september 2010
Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 7. september.
31. ágúst 2010
Knattþrautir KSÍ hafa verið í fullum gangi í sumar, líkt og síðasta sumar og hafa viðtökurnar verið ákaflega góðar.  Nú er farið að síga á seinni hlutann og flest aðildarfélögin hafa verið heimsótt með góðum árangri og enn betri viðtökum.
31. ágúst 2010
Haukar leita eftir einstaklingi sem er tilbúinn að hjálpa okkur byggja upp kvennastarfið – búa til samfellu milli allra flokka á faglegan hátt. Menntun í íþróttafræðum og/eða knattspyrnuþjálfun er skilyrði.
30. ágúst 2010
KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park í Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.
23. ágúst 2010
Viðtökur hjá félögunum við knattþrautum KSÍ hafa verið frábærar líkt og í fyrra en Einar Lars er enn á ferðinni með knattþrautirnar.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga en fjölmörg félög hafa verið heimsótt og margir snjallir knattspyrnukrakkar hafa spreytt sig á þrautunum.
18. ágúst 2010
Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 3. til 7. flokk kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um. Íþróttafræði- eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ. Viðkomandi myndi hefja störf 1.september.
18. ágúst 2010
Hér að neðan má sjá dagskrá Knattþrauta KSÍ næstu vikur.  Einar Lars, sem sér um þrautirnar, verður á ferðinni að venju.  Einhver félög eiga eftir að bóka tíma, en það skýrist nánar í þessari viku.  Á meðal áfangastaða að þessu sinni eru Þorlákshöfn, Kópavogur og Mosfellsbær.
17. ágúst 2010
Einar Lars hefur verið á ferð og flugi um landið síðustu daga með knattþrautir KSÍ.  Þátttaka hefur verið afar góð og hafa krakkarnir skemmt sér konunglega.  Í þessum túr var farið á Sauðárkrók, Húsavík, Akureyri, Ólafsfjörð, Grenivík og Snæfellsnes.