Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. ágúst 2010

UEFA með kynningarfund um Futsal

Eins og kynnt hefur verið réðust Keflvíkingar í það metnaðarfulla verkefni að halda undanriðil í Evrópukeppni Futsal (UEFA Futsal Cup).  Af þessu tilefni komu tveir fulltrúar UEFA sem sjá um útbreiðslu Futsal til landsins og héldu kynningarfund um Futsal. 

Fræðsla

11. ágúst 2010

HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Óskað er eftir þjálfurum með góða menntun og reynslu.  Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason, yfirþjálfari yngri flokka HK í síma 822-3737 og /eða á netfanginu ragnarg@hk.is.

Fræðsla

6. ágúst 2010

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ laugardaginn 14.ágúst

Í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið afar vel sóttir af þjálfurum.  Í ár verður ráðstefnan haldin sameiginleg á laugardaginn 14. ágúst í húsakynnum KSÍ í Laugardal.   Ráðstefnan er öllum opin.

Fræðsla

3. ágúst 2010

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga

Knattþrautir KSÍ eru komnar á fullt eftir stutt hlé í síðustu viku.  Einar Lars er nú á Norðurlandi og leyfir hressum knattspyrnukrökkum í 5. flokki að spreyta sig á þrautunum.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

27. júlí 2010

Knattþrautir KSÍ - Haldið á Norðurland í næstu viku

Þessa vikuna eru knattþrautir KSÍ ekki á ferðinni en Einar Lars tekur upp þráðinn að nýju strax eftir helgi og heimsækir nokkur félög á Norðurlandi í næstu viku en dagskrá vikunnar er hér að neðan.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

24. júlí 2010

Frábærar viðtökur á ferðalagi Katrínar og Þóru

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir voru á ferðinni í vikunni en þá heimsóttu þær knattspyrnustelpur á Austur- og Norðausturlandi.  Þær héldu fyrirlestra, stjórnuðu æfingum og ræddu við stelpurnar um boltann og annað sem bar á góma.

Fræðsla

22. júlí 2010

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Heimi Guðjónsson

Hér má sjá viðtal við Heimi Guðjónsson en viðtalið er hluti af endurmenntun fræðsludeildar KSÍ.

Fræðsla

22. júlí 2010

Bæklingur KSÍ um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi

KSÍ hefur gefið út bækling sem hefur að geyma leiðbeinandi upplýsingar um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi.  Bæklingurinn hefur þegar verið sendur til aðildarfélaga KSÍ en þeir sem hafa áhuga á að nálgast hann geta séð hann hér að neðan eða haft samband við skrifstofu KSÍ.

Fræðsla

21. júlí 2010

Gæðavottorð KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuskóla

Hér á síðunni er hægt að sjá hvaða knattspyrnuskólar aðildarfélaga KSÍ hafa fengið gæðavottorð KSÍ og UEFA.  Það er útbreiðslunefnd sem að sér um úthlutun og eftirlit þessara gæðavottorða.  Einnig er að finna hvaða félög þurfa að gera til þess að knattspyrnuskólar þeirra fái slíkt gæðavottorð.

Fræðsla

19. júlí 2010

Katrín og Þóra heimsækja stelpur á norðaustur- og austurlandi

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir munu heimsækja nokkur bæjarfélög á norðaustur- og austurlandi dagana 20.-23. júlí og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Fræðsla

19. júlí 2010

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn. Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Fræðsla

19. júlí 2010

Knattþrautir KSÍ - Einar Lars heimsækir Reykjavíkurfélög í vikunni

Knattþrautirnar rúlla á fullri ferð við frábærar viðtökur en Einar Lars heimsækir nokkur Reykjavíkurfélög í vikunni.  Einar heimsótti Vestfirði og Vesturland í síðustu viku.  Þar var hann í frábæru veðri og fékk jafnvel enn betri móttökur.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

14. júlí 2010

Bagg er bögg – Átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun

KSÍ, Jafningjafræðslan og Lýðheilsustöð hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn notkun munntóbaks undir slagorðinu „Bagg er bögg“.  Átakinu er ætlað að sporna við aukinni munntóbaksnotkun hjá ungu fólki, þar sem áhersla er lögð á unga knattspyrnuiðkendur.

Fræðsla

13. júlí 2010

Fótbolti í garðinum

Boðið verður upp á ókeypis fótboltaæfingar fyrir fullorðna í almenningsgörðum Reykjavíkur í júlí og ágúst. Hægt er að velja um að koma og einfaldlega bara spila eða taka þátt í æfingum undir handleiðslu þjálfara. Stefnt er að því að hafa æfingarnar 3-4 sinnum í viku.

Fræðsla

12. júlí 2010

Knattþrautir KSÍ - Vestfirðir og Vesturland í vikunni

Knattþrautir KSÍ fara viðreist um landið og í síðustu viku var Einar Lars á Austurlandi og heimsótti iðkendur í 5. flokki.  Einar ferðaðist um 1400 kílómetra á fjórum dögum í þessum heimsóknum og var vel tekið.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

7. júlí 2010

Willum og Þorvaldur með UEFA Pro gráðu

Í lok júní útskrifuðust tveir íslenskir þjálfarar með UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Það voru þeir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Við sama tilefni var nýtt UEFA Pro námskeið sett af stað þar sem Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er meðal þátttakenda.

Fræðsla

5. júlí 2010

Knattþrautirnar á Austfjörðum

Í þessari viku mun Einar Lars Jónsson fara um Austfirði og heimsækja þar aðildarfélög með knattþrautir KSÍ í farteskinu.  Einar hefur ferðalagið í dag þegar hann heimsækir Hött á Egilsstöðum en dagskrá næstu daga má sjá hér að neðan.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

1. júlí 2010

Knattþrautir KSÍ - Reykjavík, Ó Reykjavík!

Þessa dagana er Einar Lars með knattþrautir KSÍ í höfuðborginni.  Í gær var Einar hjá Valsstúlkum og í dag heimsækir hann 5. flokks stelpurnar í Fylki og hjá KR.  Í næstu viku gerir Einar Lars viðreist um Austfirði.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ