Verslun
Leit
SÍA
Leit

1. júlí 2010

KSÍ er komið á Facebook!

KSÍ hefur sett á laggirnar opinbera Facebook-síðu sína, sem verður með svolítið öðruvísi sniði en vefur sambandsins, ksi.is.  Á Facebook-síðunni (KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands) er póstað ýmsu áhugaverðu efni tengdu íslenskri knattspyrnu.

Fræðsla

29. júní 2010

Þjálfaranámskeið á haustmánuðum 2010

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir þjálfaranámskeið KSÍ sem haldin verða nú á haustmánuðum.  Einnig má sjá drög af dagskrá fyrir fyrstu mánuði 2011.  Athygli er vakin á því að endurmenntunanámskeið og önnur námskeið verða auglýst sérstaklega.

Fræðsla

29. júní 2010

Áfram Afríka - Boð til aðildarfélaga

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Ljósmyndasýningin er opin almenningi og íþróttafélögum á virkum dögum í sumar, frá klukkan 8 – 16.

Fræðsla

28. júní 2010

Knattþrautir KSÍ fara víða - Dagskrá næstu daga

Sem kunnugt er ferðast Einar Lars Jónsson til aðildarfélaga með knattþrautir KSÍ í sumar.  Knattþrautunum hefur verið vel tekið og áhugi krakkanna mikill.  Hér að neðan má sjá hvar Einar verður á ferðinni á næstu dögum.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

23. júní 2010

Knattþrautir KSÍ - Bolti í Breiðholtinu

Einar Lars verður með knattþrautir KSÍ í Breiðholtinu í dag þar sem hann heimsækir Breiðholtsfélögin Leikni og ÍR.  Vestmannaeyjar voru heimsóttar í gær en hvarvetna hefur vel verið tekið á móti Einari og krakkarnir sýnt þrautunum mikinn áhuga.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

23. júní 2010

Knattspyrnuskóli Fylkis og AC Milan

Fylkir stendur fyrir knattspyrnuskóla á félagssvæði sínu dagana 12. – 16. júlí sem er ætlað fyrir iðkendur í 3. flokki og þá sem eru á yngsta ári í 2. flokki.  Það eru þjálfarar Fylkis sem sjá um námsskeiðið ásamt yfirþjálfara unglingaliðs AC Milan og þrekþjálfara sama félags.

Fræðsla

22. júní 2010

Fjallað um heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku

Heilbrigðismál tengd úrslitakeppni HM í Suður-Afríku voru viðfangsefni fjórða súpufundar KSÍ á árinu, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Fyrirliesari var Dr. Sanders frá Suður-Afríku.  Erindi Dr. Sanders fór fram á ensku.

Fræðsla

21. júní 2010

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga

Knattþrautir KSÍ þeytast nú á milli félaga en það eru knattspyrnuiðkendur í 5. flokki sem spreyta sig á þrautunum.  Einar Lars Jónsson heimsótti iðkendur sem æfa hjá Fram í Grafarholti í dag og Fjölnismenn en á morgun er ferðinni heitið til Vestmannaeyja.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

21. júní 2010

Breiðablik auglýsir eftir þjálfurum fyrir 8. flokk

Vegna fjölda iðkenda þá getur Breiðablik bætt við sig þjálfurum í 8. flokki í sumar. Æfingarnar eru í Smáranum á mánudögum og miðvikudögum klukkan 16:30 - 17:30.

Fræðsla

16. júní 2010

Knattþrautir KSÍ - Mikill áhugi hjá krökkunum

Knattþrautir KSÍ eru nú í fullum gangi og fer Einar Lars Jónsson víða þessa dagana og er rétt að byrja.  Knattþrautirnar eru fyrir iðkendur í 5. flokki og hefur Einari verið einstaklega vel tekið á sínum ferðum.  Mikill áhugi er hjá krökkunum og þjálfararnir búnir að undirbúa þau vel fyrir heimsóknina.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

15. júní 2010

Súpufundur KSÍ 22. júní - Heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku

KSÍ heldur 4. súpufund þriðjudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 12.15 í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Að þessu sinni mun Dr. David Sanders, sérfræðingur í lýðheilsumálum fjalla um heilbrigðismál tengd HM í Suður-Afríku.

Fræðsla

10. júní 2010

Áfram Afríka - Ljósmyndasýning Páls Stefánsonar í KSÍ

Föstudaginn 11. júní hefst ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Myndir á sýningunni er að finna í samnefndri ljósmyndabók og verður útgáfa hennar kynnt við opnunina.

Fræðsla

8. júní 2010

Gróttu vantar þjálfara fyrir 5. - 7. flokk kvenna

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 5.-7.flokk kvenna sem myndi einnig gegna starfi yfirleiðbeinanda á knattspyrnuskóla félagsins nú í sumar. Eru kvenþjálfarar sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Fræðsla

7. júní 2010

Opin æfing hjá Blikum

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður í samstarfi við félögin í Pepsí-deildunum í sumar um að opna aðgang að meistaraflokksæfingum. Breiðablik ríður á vaðið en fimmtudaginn 10. júni er öllum knattspyrnuþjálfurum landsins boðið að koma og fylgjast með æfingu meistaraflokks karla.

Fræðsla

7. júní 2010

Knattspyrnuskóli drengja 2010 - Laugarvatn 14. - 18. júní

Knattspyrnuskóli karla 2010 fer fram að Laugarvatni 14. - 18. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.

Fræðsla
Landslið

5. júní 2010

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Rúnar Kristinsson

Hér má sjá viðtal við Rúnar Kristinsson

Fræðsla

4. júní 2010

Knattþrautir KSÍ - Hefjast á mánudag - Dagskrá fyrstu tvær vikurnar

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar líkt og síðasta sumar.  Það er Einar Lars Jónsson sem mun heimsækja félögin og aðstoða við framkvæmd þrautanna.  Fyrstu heimsóknirnar verða mánudaginn 7. júní í Sandgerði og í Garðinn.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

1. júní 2010

Hádegisfundur ÍSÍ - Alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis

Næsti hádegisfundur ÍSÍ verður haldinn þriðjudaginn 8. júní nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal frá kl. 12.00-14.00.  Hann verður helmingi lengri en vant er, eða tvær klst. í stað einnar.  Fundarefnið að þessu sinni er alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis.  

Fræðsla