28. maí 2010
Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför. Ferðir til og frá Laugarvatni eru innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.
21. maí 2010
Páll Stefánsson ljósmyndari hefur unnið að ljósmyndabók sinni Áfram Afríka í tæp þrjú ár.  ,,Fótbolti er allstaðar'' segir hann, „Mig langaði til að leggja mitt að mörkum til að sýna fleiri hluti í álfunni en það sem er alltaf í fréttum á Vesturlöndum.“
21. maí 2010
Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk kvenna a.m.k. út þetta tímabil. Flokkurinn sendir tvö lið í Íslandsmót í ár. Annar þjálfari er starfandi við flokkinn en vegna fjölda kjósum við að hafa þjálfarana tvo.
20. maí 2010
Dagana 13. - 19. maí var Grasrótarvika UEFA á dagskránni og voru ýmsir viðburðir á dagskránni hjá öllum aðildarþjóðum UEFA. Verkefnið "Berfætt í boltanum" heldur áfram og hér má sjá myndband frá æfingum hjá KR og Breiðablik.
18. maí 2010
Nú stendur yfir grasrótarvika UEFA og taka aðildarfélög þátt í henni með ýmsum hætti. Hluti af vikunni er verkefni sem kallast má "Berfætt í boltanum". Strákarnir í þriðja flokki Breiðabliks leystu skóþveng sinn og léku knattspyrnu á æfingu í gær berfættir.
17. maí 2010
Íslandsleikar Special Olympics fóru fram sunnudaginn 16. maí.  Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands.  Íslandsleikarnir voru haldnir á KR svæðínu en KR var umsjónaraðili leikanna 2010 í samstarfi við ÍF og KSÍ.
12. maí 2010
Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day). Hér á landi verður haldin Grasrótarvika sem hefst á morgun, 13. maí og lýkur á sjálfan Grasrótardaginn 19. maí.
10. maí 2010
Á dögunum var haldinn þriðji súpufundur KSÍ en þar hélt Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, erindi um munntóbaksnotkun.  Hér  má sjá myndband af erindi Viðars.
10. maí 2010
Á dögunum fór varðskipið Ægir með sendingu héðan frá Íslandi til Senegal með varning fyrir börn og unglinga þar í landi. Það var ABC hjálparstarf sem stóð að sendingunni og leitaði til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og voru undirtektir mjög góðar.
6. maí 2010
Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Dagurinn 19. maí er ekki valinn af tilviljun, heldur er þessi dagur sérstaklega valinn til að tengja verkefnið úrslitaleik Meistaradeildar UEFA
6. maí 2010
Í hádeginu í dag var haldinn þriðji súpufundur KSÍ en þar hélt Viðar Jensson,  verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, erindi þar sem hann fjallaði vítt og breitt um munntóbaksnotkun.
3. maí 2010
Handbók leikja 2010 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti.
28. apríl 2010
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 6. maí. Að þessu sinni mun Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, mæta á svæðið og flytja erindi um munntóbaksnotkun innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
26. apríl 2010
Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara". Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl.13:00.
21. apríl 2010
Ómar Smárason og Gunnar Gylfason, starfsmenn KSÍ, sóttu í síðustu viku UEFA námskeið sem haldið var í Belfast á Norður-Írlandi.  Umfjöllunarefni námskeiðsins var viðburðastjórnun með áherslu á öryggismál og tengsl við stuðningsmenn. 
21. apríl 2010
Knattspyrnuþjálfararfélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00-18:30. Fyrirlesari er Steen Gleie en hann hefur umsjón með uppsetningu afreksþjálfunar efnilegra leikmanna í Danmörku
20. apríl 2010
Meðfylgjandi er viðtal við Willum Þór Þórsson
19. apríl 2010
Nú eru að fara af stað fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir í Ásgarði í Garðabæ, n.k. laugardag 24. apríl frá kl. 11:00 til 12:00. Þetta verkefni er sett af stað með styrk frá Velferðarsjóði barna og Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar og er undir merkjum Stjörnunnar í Garðabæ.