9. apríl 2010
Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin störf en um er að ræða átaksverkefni sem einungis er ætlað þeim sem eiga bótarétt.  Um er að ræða annarsvegar starf við skráningu leikskýrslna og upplýsinga og hinsvegar um að hafa yfirumsjón með sérstöku átaksverkefni í knattþrautum. 
9. apríl 2010
Víkingur Ólafsvík óskar að ráða þjálfara til starfa. Starfið felst í þjálfun allrra stúlknaflokka félagsins. Leitað er áhugasömum starfskrafti sem hefur mikla reynslu og er tilbúinn að koma frekari uppbyggingu knattspyrnunnar á Snæfellsnesi.
9. apríl 2010
Annar súpufundur KSÍ fór fram í gær en þar mætti Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hélt erindi um spilafíkn.  Ríflega 30 manns hlýddu á fróðlegan fyrirlestur Ásgríms og hér má sjá fyrirlesturinn á myndbandi.
8. apríl 2010
Stefán Runólfsson afhenti Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ í dag áritað eintak af æviminningum sínum.  Stefán um árabil formaður ÍBV og gegndi meðal annars formennsku hjá félaginu þegar Eyjamenn urðu bikarmeistarar árið 1968, fyrstir allra liða utan Reykjavíkur.
30. mars 2010
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl. Óhætt er að segja að súpufundir KSÍ hafi farið vel af stað en yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn. Líkt og á fyrsta fundinum verður fyrirkomulagið 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum.
29. mars 2010
Framkvæmdastjórn UEFA tilkynnti á dögunum að Grasrótarstarf KSÍ hefði fengið úthlutað fjörðu stjörnunni en stjarnan er gefin m.a. fyrir átaksverkefni í knattspyrnu fyrir fatlaða. KSÍ var samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og var þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála.
29. mars 2010
Helgina 23.-25. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 stig í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu.
17. mars 2010
Knattspyrnusamband Íslands kemur að námskeiðaröð sem nefnist "Betri vellir" en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina.  Með þessari námskeiðaröð er markmiðið að gera menn betur búna til þess að sjá um viðhald gras- og gerviefnavalla.
17. mars 2010
Um helgina fór fram Vorráðstefna SÍGÍ en það er skammstöfun fyrir "Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi". Á ráðstefnuna mættu tæplega hundrað manns og stóð hún yfir í 2 daga og voru mörg áhugaverð erindi á dagskrá.
11. mars 2010
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er nú í gangi árvekniátaka Krabbameinsfélags Íslands, Karlmenn og krabbamein.  Karlkyns starfsmenn Knattspyrnusambandsins láta sitt ekki eftir liggja og veita þessu þarfa málefni lið af bestu getu.
5. mars 2010
Þann 12. og 13. mars næstkomandi verður „Vorráðstefna SÍGÍ 2010“.  Á ráðstefnunni verða skemmtilegir og fræðandi fyrirlesarar, jafnt innlendir sem erlendir. Ráðstefnan hefst á föstudaginn 12. mars kl. 13:00 með aðalfundi SÍGÍ.
3. mars 2010
KSÍ hvetur landsmenn alla til að taka þátt í árveknisátaki Krabbameinsfélagsins - "Karlmenn og krabbamein:  Mottu-mars".  Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deild karla munu etja kappi við leikmenn úr öðrum hópíþróttum og taka þannig þátt í að vekja athygli á verkefninu.
26. febrúar 2010
Vegna forfalla og aukina umsvifa  óskar Knattspyrnufélagið FRAM eftir yngri flokka  þjálfurum.   Áhugasamir hafi samband við formann knattspyrnudeildar, Júlíus Guðmundsson , í  síma 89-5521 eða póstfangið jgsv@hive.is.
19. febrúar 2010
Þá er komið að þriðja og síðasta hluta í þessum 11+ upphitunaræfingum og hér má finna hlaupaæfingar.  Það er Rannsóknarmiðstöð FIFA sem gefur út þessar upphitunaræfingar og er vonandi að þær komi að góðum notum.
19. febrúar 2010
Góð mæting var á fyrsta súpufundinn sem KSÍ stóð fyrir í hádeginu í gær.  Þar flutti Guðjón Örn Helgason erindi um niðurstöður úr meistaraprófsritgerð sinni sem ber nafnið: „Atriði sem tengjast hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu“.  Hér má sjá myndbandsupptöku af erindi Guðjóns.
18. febrúar 2010
Laugardaginn 6. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
18. febrúar 2010
Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu.  Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.
11. febrúar 2010
KSÍ hefur ákveðið að fara af stað með fræðslufundi í hádeginu einu sinni í mánuði. Fræðslufundirnir verða í formi 30 mínútna fyrirlesturs um ólík efni hverju sinni og svo svör við spurningum. KSÍ mun jafnframt bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestrum