Verslun
Leit
SÍA
Leit

10. febrúar 2010

Ritgerðir á sviði knattspyrnu

Hér á fræðsluvefnum má finna ýmsan fróðleik sem tengist knattspyrnu á einn og annan hátt.   Nú hefur bæst við þennan fróðleik því að nú má finna tengil hér á síðunni þar sem finna má 33 lokaritgerðir er tengjast knattspyrnu á ýmsan hátt og er sífellt að bætast við safnið

Fræðsla

10. febrúar 2010

Hólmfríður heimsótti knattspyrnukrakka á Ísafirði og Súðavík

Á dögunum heimsótti landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir knattspyrnukrakka á Ísafirði og í Súðavík.  Með Hólmfríði í för var Guðlaugur Gunnarsson grasrótarfulltrúi KSÍ.  Hólmfríður mætti á æfingar hjá krökkunum, stjórnaði upphitun og tók þátt í æfingum. 

Fræðsla

3. febrúar 2010

Bikardraumar í skólum

KSÍ hefur gefið um 80 eintök af bókinni "Bikardraumar" í grunn- og framhaldskóla á Íslandi.  Bókin kom út í desember á síðasta ári í tilefni af því að árið 2009 var leikið í 50. skiptið í Bikarkeppni KSÍ. 

Fræðsla

2. febrúar 2010

Þjálfarar til Hollands

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Fræðsla

1. febrúar 2010

Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR

Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. 

Fræðsla

1. febrúar 2010

Breytingar á bannlista WADA

Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur birt yfirlit yfir helstu breytingar sem urðu á bannlista WADA fyrir árið 2010.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum

Fræðsla

29. janúar 2010

Styrkur úr Afrekssjóði ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í gær tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna um úthlutun fyrir árið 2010.

Fræðsla

27. janúar 2010

Fyrirlestur hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu á fimmtudag

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á fræðilegan fyrirlestur á hádegisfundi fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi frá kl. 12.00 - 13.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Fræðsla

27. janúar 2010

Íslensk kvennaknattspyrna kynnt á UEFA ráðstefnu

Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme"

Fræðsla

25. janúar 2010

Söfnunarsími til hjálpar Haítí - 901 5015

Opnaður hefur verið söfnunarsími til hjálpar bágstöddum á Haítí, en eins og öllum er kunnugt um hafa miklar hörmungar gengið þar yfir.  KSÍ vekur hér með athygli á þessum söfnunarsíma, sem er 901-5015, en það eru Húmanistar sem standa að þessu verkefni.

Fræðsla

13. janúar 2010

Frá afhendingu grasrótarverðlauna

Í gær fengu Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og um leið vakin athygli á mikilvægi grasrótarstarfs félaganna.  Heimasíðan hitti fulltrúa félaganna á vettvangi en það var hinn lagvissi Dagur Sveinn Dagbjartsson sem tók viðtölin.

Fræðsla

12. janúar 2010

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA afhent í dag

Í dag kl. 14:30 verða afhentar grasrótarviðurkenningar KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuárið 2009. Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni. 

Fræðsla

12. janúar 2010

KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi

Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið.

Fræðsla

12. janúar 2010

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí.

Fræðsla

12. janúar 2010

Stofnskrá Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis

KSÍ tók virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis" á árinu sem leið.  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Fræðsla

12. janúar 2010

Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009

Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum.  Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.

Fræðsla

7. janúar 2010

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 2: Styrktaræfingar

Nú er komið að styrktaræfingum í 11+ upphitunaræfingunum sem FIFA hefur gefið út.  Æfingarnar eru alhliða upphitunaræfingar ætlaðar til forvarna gegn meiðslum.  Hér að neðan má sjá myndband með þessum æfingum sem og textalýsingu með hverri æfingu fyrir sig.

Fræðsla

6. janúar 2010

KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri

Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

Fræðsla