Verslun
Leit
SÍA
Leit

29. desember 2009

Elísabet Gunnarsdóttir með fyrirlestur 3. janúar

Sunnudaginn 3. janúar kl 16:00 verður Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska efstudeildarliðsins Kristianstad DFF með opinn fyrirlestur um reynslu sína í Svíþjóð í fræðslusetri KSÍ í Laugardal

Fræðsla

21. desember 2009

Þjálfaranámskeið KSÍ í janúar

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. janúar og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. janúar. Námskeiðin fara bæði fram á höfuðborgarsvæðinu

Fræðsla

14. desember 2009

Umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu.

Fræðsla

8. desember 2009

KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum helgina 18. - 20. desember.

Helgina 18. - 20. desember mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Dagskrá námskeiðsins er hér að neðan.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði

Fræðsla

4. desember 2009

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 1: Hlaupaæfingar

Upphitun fyrir æfingar og leiki er sjálfsagður hluti hjá öllum alvöru knattspyrnumönnum. Góð upphitun bætir ekki aðeins frammistöðu þína heldur minnkar einnig líkur á meiðslum. „The 11+“ veitir alhliða upphitun sem sniðin er að þörfum fótboltamanna og auðvelt er að færa þessar æfingar inn í daglegar æfingar.

Fræðsla

3. desember 2009

The 11+ alhliða upphitun til forvarna gegn meiðslum

Upphitun fyrir æfingar og leiki er sjálfsagður hluti hjá öllum alvöru knattspyrnumönnum. Góð upphitun bætir ekki aðeins frammistöðu þína heldur minnkar einnig líkur á meiðslum. „11+“ æfingar FIFA eru nýjar upphitunaræfingar frá Rannsóknarmiðstöð FIFA á sviði íþróttalæknisfræði.

Fræðsla

27. nóvember 2009

Þjálfarar landsliða í heimsóknum

Þjálfarar og leikmenn landsliða Íslands hafa gert mikið af því í gegnum tíðina að heimsækja aðildarafélög KSÍ, mæta á æfingar hjá yngri flokkum, heimsækja skóla og þess háttar.  Þjálfarar A-landsliðs kvenna og U19 landsliðs kvenna hafa verið í heimsóknum nýlega.

Fræðsla
Landslið

25. nóvember 2009

Flestir iðkendur í knattspyrnu sem fyrr

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum og eru sem fyrr langflestir iðkendur hjá KSÍ. Tölur Skráðum iðkendum í knattspyrnu fjölgar um rúm 3% milli ára og voru iðkendur árið 2008 um 19.200 talsins.

Fræðsla

25. nóvember 2009

Vilt þú fara á UEFA Pro námskeið?

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu og er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir.

Fræðsla

23. nóvember 2009

Glærukynningar frá fundi formanna og framkvæmdastjóra

Á laugardag var haldinn fundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ.  Fundurinn, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, var vel sóttur og farið var yfir ýmis málefni.  Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar frá fundinum.

Fræðsla
Leyfiskerfi

19. nóvember 2009

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna

Breiðablik óskar eftir þjálfara fyrir 2.fl kvenna.  Áhugasamir hafi samband við formann meistaraflokksráðs, Jóhannes Sveinbjörnsson, í síma 8561677 eða póstfangið joibliki@gmail.com.

Fræðsla

6. nóvember 2009

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 20. nóvember

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, föstudaginn 20. nóvember næstkomandi klukkan 20:00.

Fræðsla

6. nóvember 2009

ÍR auglýsir eftir þjálfara hjá meistaraflokki kvenna

Knattspyrnudeild ÍR leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu í meistaraflokki. Áhugasamir hafi samband við Úlfhildi í gsm: 695-8805/uoi@verkis.is eða Bjarna í gsm: 617-7759.

Fræðsla

5. nóvember 2009

UEFA A endurmenntun þriðjudaginn 10. nóvember

Þriðjudaginn 10. nóvember mun KSÍ bjóða upp á UEFA A endurmenntun. Hingað til lands koma þeir John Peacock og Dick Bate en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Námskeiðið hefst kl. 17:00 og verður haldið í Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi. Námskeiðið kostar 2.000 krónur.

Fræðsla

5. nóvember 2009

Markvarðanámskeið á Akureyri

Helgina 20. – 22. nóvember nk. ætlar Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu að halda markvarðanámskeið á vegum Þórs í Boganum á Akureyri.  Kostnaður við námskeiðið er 6500 krónur á hvern þátttakenda og fer skráning fram í tölvupósti hjá Hlyn Birgissyni yfirþjálfara Þórs Akureyri.

Fræðsla

5. nóvember 2009

Sótti UEFA-námskeið í viðburðastjórnun

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, sótti í vikunni UEFA-námskeið sem haldið var í Istanbul í Tyrklandi.  Námskeiðið var beint framhald af UEFA-námskeiði sem haldið var á Íslandi í maí 2009 og fjallaði um viðburðastjórnun (Event Management).

Fræðsla

4. nóvember 2009

Grindavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 2010. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu (ásamt andlitsmynd og meðmælum) skal senda á umfg@centrum.is síðasta lagi 15. nóvember næstkomandi.

Fræðsla

2. nóvember 2009

Þjálfari í bandarísku kvennadeildinni með fyrirlestur

Pauliina Miettinen, þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna, heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember.  Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu.

Fræðsla