7. september 2009
Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða til sín þjálfara fyrir 3. og 4. flokk félagsins. Um er að ræða karlaflokka. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins.
4. september 2009
FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997. Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.
27. ágúst 2009
Næstu tvo sunnudaga, 30. ágúst og 6. september, heldur Sparkvallaverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands áfram með tveimur æfingum við Laugarnesskóla. Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu.
27. ágúst 2009
Knattspyrnusambandið á marga góða granna í Laugardalnum og er Laugarnesskóli einn af þeim. Í dag komu þrjár stúlkur úr 6. bekk skólans í heimsókn og fræddust um starfsemi sambandsins.
26. ágúst 2009
Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða til sín þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða karlaflokka og kvennaflokka. Við leitum að metnaðarfullum einsaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins.
19. ágúst 2009
Núna stendur yfir undirbúningur hjá fræðsludeild KSÍ fyrir þjálfaranámskeiðin sem fyrirhuguð eru nú á haustmánuðum.  Ef félög á landsbyggðinni óska eftir að fá til sín námskeið er þeim bent á að hafa samband við Fræðsludeild KSÍ en lágmarksfjöldi þátttakenda á þeim námskeiðum eru tólf.
14. ágúst 2009
Knattþrautir KSÍ halda áfram að vekja mikla athygli og þátttakan hefur verið frábær hvar sem knattþrautirnar hafa verið kynntar. Dagskrá næstu viku liggur fyrir og að venju mun Gunnar Einarsson, umsjónarmaður knattþrautanna, fara um víðan völl.
11. ágúst 2009
Góð þátttaka var í knattþrautum í Vestmannaeyjum þegar Gunnar Einarsson, umsjónarmaður knattþrauta KSÍ, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, skelltu sér til Eyja og kynntu verkefnið, sem hefur hlotið gríðarlega góða undirtektir.
4. ágúst 2009
Gunnar Einarsson heldur áfram að leyfa krökkum úr 5. flokki að spreyta sig á knattþrautum KSÍ.  Næstu tvær vikur heldur hann sig að mestu á suðvesturhorni landsins en á morgun verða Valsstelpur heimsóttar að Hlíðarenda.
30. júlí 2009
Gunnar Einarsson heldur áfram að ferðast með knattþrautir KSÍ um landið en hann heimsótti Reykjavíkurfélögin ÍR og KR fyrr í vikunni.  Í dag, fimmtudag, verður Gunnar svo á Sauðárkróki þar sem strákar og stelpur úr 5. flokki fá að spreyta sig.
21. júlí 2009
Sem fyrr verður Gunnar Einarsson á ferðinni þessa vikuna með knattþrautir KSÍ fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar var í Garðabænum í gær og í dag heimsækir hann Valsmenn á Hlíðarenda.
14. júlí 2009
Knattþrautir KSÍ eru í fullum gangi og hafa vakið mikla lukku um land allt.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum, hefur farið víða um landið á síðustu vikum hafa viðtökurnar alls staðar verið mjög jákvæðar og þátttaka með afbrigðum góð.
14. júlí 2009
Í tilefni af 50. bikarúrslitaleik KSÍ ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og  fleirum að kaupa bókina ásamt mynddisknum í heiðursáskrift. Frestur til að gerast heiðursáskrifandi er til 26. október.
7. júlí 2009
Í dag mun Gunnar Einarsson vera með knattþrautir KSÍ á Reyðarfirði fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar verður í Fjarðabyggðahöllinni kl. 16:30 en þangað munu koma iðkendur frá Neskaupsstað, Eskifirði, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði.
7. júlí 2009
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.
6. júlí 2009
Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara. Rúmlega 40 þjálfarar sóttu námskeiðið og létu vel af kennslu sænska þjálfarans.
2. júlí 2009
Eins og kunnugt er stendur KSÍ fyrir knattþrautum á meðal iðkenda 5. flokks hjá félögunum. Á dögunum voru nokkrir valinkunnir landsliðsmenn fengnir til þess að spreyta sig á þessum knattþrautum og gefa iðkendum góð ráð.
1. júlí 2009
Greinilegt er að krakkarnir í 5. flokki taka vel við knattþrautum KSÍ en í vikunni heimsótti Gunnar Einarsson Grindavík og Voga. Vel var tekið á móti honum og sýndu krakkarnir þrautunum mikinn áhuga og frammistaðan var eftir því.