Verslun
Leit
SÍA
Leit

30. júní 2009

Knattþrautir í Vogum og Sandgerði í dag

Í dag heimsækir Gunnar Einarsson Voga og Sandgerði með knattþrautir KSÍ þar sem iðkendur 5. flokks karla og kvenna fá að spreyta sig.  Kl. 13:00 verður Gunnar hjá Þrótti Vogum og kl. 16:00 verður hann í Sandgerði.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

26. júní 2009

Líf og fjör í knattþrautum hjá Fram og Haukum

Það var líf og fjör í knattþrautum KSÍ í vikunni.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum fyrir KSÍ, heimsótti Vestfirði fyrri part vikunnar og var hjá Haukum og Fram á miðvikudag og fimmtudag. 

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

25. júní 2009

27 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu

Laugardaginn 6. júní útskrifuðust 27 þjálfarar með KSÍ A þjálfaragráðu, en KSÍ A þjálfaragráðan er hæsta gráða sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi.

Fræðsla

24. júní 2009

Siggi Raggi í heimsókn í Grindavík

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mætti á æfingu hjá 5. flokki karla og 6. flokki karla og kvenna í Grindavík á dögunum, ásamt tveimur leikmönnum landsliðsins, þeim Söru Björk Gunnarsdóttir og Fanndísi Friðriksdóttir. 

Fræðsla

24. júní 2009

Vill þitt félag vinna Ford Minibus bíl - litla rútu?

UEFA stendur fyrir skemmtilegum leik á vefsíðu sinni þar sem þátttakendur eiga möguleika á að vinna eitt stykki litla rútu, Ford Minibus, ásamt öðrum verðlaunum.  Félög um fjörvalla Evrópu geta tekið þátt.

Fræðsla

24. júní 2009

Knattþrautir hjá Haukum í Hafnarfirði

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Haukum í Hafnarfirði á fimmtudag kl. 13:30.  Gunnar Einarsson heimsækir félögin og fer yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

24. júní 2009

Knattþrautir hjá Frömurum í Grafarholtinu

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Fram í Grafarholtinu í Reykjavík í dag, miðvikudag.  Gunnar Einarsson hefur yfirumsjón með knattþrautunum.

Fræðsla

23. júní 2009

Knattþrautir á Ísafirði

Gunnar Einarsson knattspyrnumaður ferðast um landið á vegum KSÍ í sumar og kynnir knattþrautir.  Í dag, þriðjudag kl. 11:00, verður Gunnar á Ísafirði og kl. 14:00 í Bolungarvík.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

19. júní 2009

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí mun KSÍ halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara í höfuðstöðvum KSÍ. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Fræðsla

19. júní 2009

Tveir nýir starfsmenn KSÍ

KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

19. júní 2009

Knattþrautirnar hefjast á mánudaginn

Eins og áður hefur komið fram verður KSÍ með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna í sumar og mun Gunnar Einarsson hafa yfirumsjón með þeim.  Hann mun heimsækja félögin og fara yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

18. júní 2009

Sænskur unglingaþjálfari með fyrirlestur

Sunnudaginn 28. júní mun sænskur þjálfari að nafni Eijlert Björkman halda fyrirlestur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Eijlert Björkman er starfandi þjálfari í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg.

Fræðsla

18. júní 2009

Knattþrautir fyrir iðkendur 5. flokks í sumar

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar.  Það er Gunnar Einarsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, sem mun heimsækja félögin á vegum KSÍ og aðstoða við framkvæmd þrautanna.

Fræðsla
Knattþrautir KSÍ

11. júní 2009

Hvað hefur áunnist í helstu verkefnum Fræðslunefndar?

Á dögunum barst fyrirspurn í gegnum KÞÍ frá þeirra félagsmanni til Fræðslunefndar KSÍ.  Spurt var hvernig staðan væri í dag og hvað hefði áunnist á síðastliðnum 10 árum í þeim atriðum sem tilgreind eru til helstu verkefna hjá nefndinni.

Fræðsla

4. júní 2009

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 15. - 19. júní

Knattspyrnuskóli drengja fer fram á Laugarvatni dagana 15. til 19. júní.  Félögin hafa tilnefnt þátttakendur í skólann en þeir eru fæddir árið 1995.  Það er Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, sem hefur yfirumsjón með skólanum.

Fræðsla

4. júní 2009

Fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara sem átti að fara fram sunnudaginn 7. júní.  Ljóst var að ekki mundi nást viðunandi fjöldi á námskeiðið og því ákveðið að fresta því. 

Fræðsla

3. júní 2009

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

Helgina 3.-5. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Fræðsla

28. maí 2009

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 8. - 12. júní

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram á Laugarvatni dagana 8. til 12. júní.  Félögin hafa tilnefnt þátttakendur í skólann en þeir eru fæddir árið 1995.  Það er Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, sem hefur yfirumsjón með skólanum.

Fræðsla