Verslun
Leit
SÍA
Leit

30. janúar 2009

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR

Mánudaginn 2.febrúar nk. munu hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR.  Æfingatímar verða eftirfarandi: mánudagar kl. 20:30 fyrir eldri hóp (13 ára og eldri) og laugardagar kl. 15:30 fyrir yngri hóp (12 ára og yngri). 

Fræðsla

30. janúar 2009

KSÍ aðili að dómarasáttmála UEFA

Á fundi framkvæmdarstjórnar UEFA í gær var samþykkt að KSÍ yrði aðili að dómarasáttmála UEFA. Sjö nýjar þjóðir voru samþykktar á þessum fundi og verður aðild KSÍ staðfest formlega með undirskrift síðar.

Fræðsla

28. janúar 2009

Unglingadómaranámskeið hjá KS á Siglufirði

Unglingadómaranámskeið hjá KS verður haldið í efra skólahúsinu sunnudaginn 1.febrúar  kl. 10:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Fræðsla

26. janúar 2009

Unglingadómaranámskeið hjá Hvöt Blönduósi

Unglingadómaranámskeið hjá Hvöt verður haldið í Grunnskóla Blönduóss föstudaginn 30. janúar  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Fræðsla

26. janúar 2009

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka

Þróttur Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun frá KSÍ skilyrði.

Fræðsla

26. janúar 2009

30 þjálfarar luku KSÍ VI þjálfaranámskeiði í Lilleshall

Dagana 16. - 23. janúar stóð Knattspyrnusamband Íslands fyrir 6. stigs þjálfaranámskeiði í Lilleshall á Englandi.  30 þjálfarar sátu námskeiðið.  Ferðin þótti heppnast ágætlega en þrír erlendir kennarar héldu fyrirlestur á námskeiðinu.

Fræðsla

22. janúar 2009

Breytingar á Alþjóðlegu lyfjareglunum

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt nýjar alþjóðlegar lyfjareglur sem tóku gildi um síðastu áramót.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í þessum málaflokki og minnir á ábyrgð þeirra að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Fræðsla

21. janúar 2009

Unglingadómaranámskeið hjá Þór Akureyri

Unglingadómaranámskeið hjá Þór verður haldið í Hamri þriðjudaginn 27. janúar  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Fræðsla

20. janúar 2009

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2.flokk karla og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem allra fyrst.  Umsækjendur þurfa að hafa lokið KSÍ B þjálfaragráðu Knattspyrnusambands Íslands.

Fræðsla

16. janúar 2009

Unglingadómaranámskeið hjá Keflavík

Unglingadómaranámskeið hjá Keflavík verður haldið í K-húsinu miðvikudaginn 21. janúar  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Fræðsla

16. janúar 2009

Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Grunnskólanum á Reyðarfirði mánudaginn 19. janúar  kl. 19:15.  Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Fræðsla

16. janúar 2009

Kristinn og Sigurður Óli til Englands

Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson halda til Englands á morgun þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu Úrvaldseildardómara í Englandi. 

Fræðsla

14. janúar 2009

Breytt dagsetning á KSÍ III þjálfaranámskeiði

KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti helgina 6.-8. febrúar hefur verið fært aftur um tvær vikur og verður haldið helgina 20.-22. febrúar.  Vegna þessa mun UEFA B próf sem átti að leggja fyrir laugardaginn 28. febrúar færast aftur til laugardagsins 14. mars. 

Fræðsla

13. janúar 2009

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR

Á næstunni verður hleypt af stokkunum knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða hjá KR og munu þeir kynna verkefnið á næstunni og æfingar hefjast í kjölfarið.  Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglinum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi.

Fræðsla

12. janúar 2009

Þjálfararáðstefna í Englandi

Fullgildir meðlimir í KÞÍ eiga þess kost að slást í för með norska þjálfarafélaginu til Englands á þjálfararáðstefnu og fylgjast með  þjálfun og leikjum. Ferðin verður farin 23. febrúar og formlegri dagskrá lýkur 27. februar 2009.

Fræðsla

12. janúar 2009

Dagskrá KSÍ VI námskeiðsins tilbúin

Föstudaginn 16. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands KSÍ VI þjálfaranámskeið á Lilleshall á Englandi. Þetta verður í þriðja sinn sem KSÍ heldur slíkt námskeið á Englandi en fyrst var það haldið árið 2004.

Fræðsla

9. janúar 2009

Mælt með umsóknum Willums og Þorvaldar á UEFA Pro Licence

Fjórir íslenskir þjálfarar sendu inn umsókn á UEFA Pro Licence námskeið á Englandi.  Ákvað fræðslunefnd KSÍ að mæla með umsóknum Willums Þórs Þórsssonar og Þorvaldar Örlygssonar.

Fræðsla

8. janúar 2009

KSÍ VI þjálfaranámskeið á Englandi

Föstudaginn 16. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands KSÍ VI þjálfaranámskeið á Lilleshall á Englandi. Þetta verður í þriðja sinn sem KSÍ heldur slíkt námskeið á Englandi en fyrst var það haldið árið 2004.

Fræðsla