6. janúar 2009
Næstkomandi laugardag hefjast knattspyrnuæfingar fyrir fatlaðra á Akranesi og fara þær fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þessar æfingar eru samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambands Íslands, ÍA og Þjóts.
5. janúar 2009
Dagana 14. og 15. janúar næstkomandi munu fulltrúar FIFA halda námskeið um TMS kerfi FIFA fyrir félögin í Landsbankadeild karla 2009. Félögum í Landabankadeild karla ber að nota kerfið strax á þessu ári.
22. desember 2008
Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona heldur fyrirlestra og stjórnar æfingum í Fífunni 28. desember næstkomandi. Hann er hér í boði Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.
19. desember 2008
Í gær voru veittar grasrótarviðurkenningar KSÍ fyrir árið 2008 og voru viðurkenningarnar afhentar í höfuðstöðvum KSÍ. Veittar voru viðurkenningar í fjórum grasrótarflokkum.
19. desember 2008
Fyrr á þessu árið varð KSÍ samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA og varð þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála. Á dögunum fékkst það staðfest frá UEFA að Grasrótarstarf KSÍ hefur verið úthlutað tveimur stjörnum til viðbótar.
15. desember 2008
Eins og komið hefur fram áður mun enska knattspyrnusambandið veita íslenskum þjálfurum aðgang að Pro Licence þjálfaranámskeiði sínu. Um helgina fór fram kynningarfundur á þessu námskeið og mættu 15 þjálfarar á fundinn.
15. desember 2008
Laugardaginn 28. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
15. desember 2008
Helgina 6.-8. febrúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda 3. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ. Dagskrá námskeiðsins verður gefin út síðar en gera má ráð fyrir því að námskeiðið hefjist um kl. 13:00, föstudaginn 6. febrúar.
9. desember 2008
Knattspyrnuiðkendur í Norðurþingi fengu góða heimsókn í síðustu viku. Þar voru á ferðinni Ólafur Jóhannesson landsliðþjálfari karla og Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ.
8. desember 2008
KSÍ gaf í dag 100 fótbolta til Mæðrastyrksnefndar. Þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Ríkey Ríkarðsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd veittu boltunum viðtöku og sögðu að þeir myndu nýtast mjög vel þeim þeim strákum og stelpum sem knettina fengju í jólagjöf.
4. desember 2008
Enska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að veita þjálfurum á Íslandi aðgang að Pro licence þjálfaranámskeiði sínu. Möguleiki er á því að tveir þjálfarar frá Íslandi geti komist strax á næsta Pro licence námskeið.
2. desember 2008
Hér að neðan má sjá lista yfir þjálfara Íslandsmeistaraliða í efstu deild, karla og kvenna, frá upphafi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri, hefur upp á síðkastið unnið við að taka saman þennan lista.
2. desember 2008
Special Olympics í Evrópu vekur athygli aðildarlanda á því að myndband um knattspyrnu fatlaðra mun verða sýnt 2. desember á Eurosport í tengslum við alþjóðadag fatlaðra.
2. desember 2008
Dagana 25.-28. nóvember hélt 11 manna hópur frá Íslandi til Finnlands í þeim tilgangi að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi. Hópurinn var skipaður fulltrúum liðanna sem leika í Landsbankadeild kvenna á næsta ári.
27. nóvember 2008
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 28. nóvember nk. kl. 13-16 í Laugardalshöll. Ráðstefnustjóri verður Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
26. nóvember 2008
Knattspyrnufélag Reykjavíkur leitar að einstaklingi með áhuga og reynslu af þjálfun. Um er að ræða þjálfun á 3.flokk karla í knattspyrnu .
21. nóvember 2008
Vert er að vekja athygli á heimasíðu UEFA en þar er að finna ýmsan fróðleik. Einn hluti hennar nefnist "Training Ground" en þar má lesa og sjá mikið af efni er tengist knattspyrnu og jafnvel er hægt að taka námskeið á netinu.
18. nóvember 2008
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 27. nóvember n.k. klukkan 20:00. Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta.