9. janúar 2007
KSÍ mun standa fyrir fjölmörgum þjálfaranámskeiðum á árinu 2007. Dagsetningar eru komnar á hluta af námskeiðunum en fyrsta námskeiðið á nýju ári verður haldið strax núna í janúar.
21. desember 2006
Ómar Smárason sótti í síðustu viku fjórðu ráðstefnu UEFA um fjölmiðlamál, sem haldin var á Allianz-leikvanginum í München. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar voru aðstaða fjölmiðla á knattspyrnuleikjum og þjónusta við fjölmiðla.
13. desember 2006
Aðalsteinn Örnólfsson knattspyrnuþjálfari hefur fært KSÍ 100 bækur að gjöf til varðveislu í bókasafni KSÍ. Bækurnar eru úr einkasafni Aðalsteins og í safninu eru margar vandfundnar og verðmætar bækur.
13. desember 2006
KSÍ heldur I.stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15-17.desember. Hægt að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á siggi@ksi.is en taka þarf fram nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, nafn félags, gsm síma og netfang.
13. desember 2006
Knattspyrnudeild Aftureldingar vantar þjálfara fyrir 7. og 8. flokk kvenna frá og með næstu áramótum. Upplýsingar gefur Gústav Gústavsson í síma 820-6759.
30. nóvember 2006
Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. flokk kvenna. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Sveinbjörnsson, form. meistaraflokksráðs kvenna, í síma 824-7619 eða í gegnum tölvupóst, johannes@saa.is.
30. nóvember 2006
Laugardaginn 2. desember munu fulltrúar Norway-Cup, eins stærsta knattspyrnumóts fyrir 4.3. og 2.flokk. kynna fyirkomulag mótsins, sem fer fram á hverju sumri í Osló.
28. nóvember 2006
Í tengslum við sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara hér á landi á dögunum, hélt dr. Jens Bangsbo fyrirlestur á sviði þjálffræði í knattspyrnu. Hélt hann tvo fyrirlestra og var annar þeirra opin öllum og nýttu um 80 manns sér það tækifæri.
16. nóvember 2006
Í tilefni af degi íslenskrar tungu fimmtudaginn 16. nóvember er vel við hæfi að rifja upp hvers vegna okkar göfuga íþrótt ber nafn sitt eða nöfn, þ.e. knattspyrna eða fótbolti.
13. nóvember 2006
Margt er framundan hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands. Félagið fundar með þjálfurum úr Landsbankadeild karla í kvöld en áður hafði verið fundað með þjálfurum úr efstu deild kvenna.
13. nóvember 2006
KSÍ býður öllum áhugasömum upp á ókeypis fyrirlestur hjá Jens Bangsbo föstudaginn 17.nóvember klukkan 20.00 - 22.00 í fundarsal 1 í Laugardalshöllinni (nýja höllin, gervigrasmegin).
9. nóvember 2006
Helgina 10. - 12. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.
1. nóvember 2006
Helgina 3. - 5. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.
26. október 2006
KSÍ heldur 6.stigs þjálfaranámskeið í Englandi dagana 29. október – 5. nóvember næstkomandi. Alls fara 25 þjálfarar á þetta námskeið en færri komust að en vildu. Þessir þjálfarar útskrifast væntanlega með UEFA A gráðu í febrúar á næsta ári.
26. október 2006
KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara 15.-19. nóvember. Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar boðað komu sína á námskeiðið. Á námskeiðið koma tveir heimsþekktir fyrirlesarar Howard Wilkinson frá Englandi og Jens Bangsbo frá Danmörku.
25. október 2006
Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð,fyrst 27/10), en námskeiðinu lýkur með prófi 18. nóvember.
24. október 2006
Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna og 2. flokk kvenna. Einnig er í boði þjálfun 5. flokks karla og 5. flokks kvenna ef áhugi er fyrir hendi.
19. október 2006
Knattspyrnufélagið FRAM leitar að þjálfara fyrir 6. flokk kvenna í Grafarholti. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og með réttindi til þjálfunar, og vera tilbúinn til að taka þátt í skemmtilegu uppbyggingarstarfi í Grafarholti.