Verslun
Leit
SÍA
Leit

7. maí 2007

Knattspyrnuþjálfararáðstefna á Selfossi

Ungmennafélag Selfoss og Knattspyrnuakademía Íslands á Suðurlandi standa að knattspyrnuþjálfararáðstefnu á Selfossi dagana 18. - 20. maí nk. Fyrirlestrar fara fram á Hótel Selfossi en verklegir tímar á gervigrasvellinum á Selfossi.

Fræðsla

28. apríl 2007

15 ára mega taka unglingadómarapróf

Í nýrri reglugerð um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn er ein veigamikil breyting er snýr að aldri unglingadómara. Nú mega þeir er verða 15 ára á árinu starfa sem unglingadómarar í stað 16 ára áður.

Fræðsla

25. apríl 2007

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið 27-29. apríl

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið um næstu helgi (27-29. apríl). Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A gráðu). Alls eru 20 þjálfarar skráðir á námskeiðið og því ennþá hægt að skrá sig. Námskeiðsgjald er 18.000 krónur.

Fræðsla

24. apríl 2007

Unglingadómaranámskeið hefst 4. maí

Unglingadómaranámskeið verður haldið í maí og er að mestu leyti um heimanám að ræða, þar sem þátttakendur sækja námsefnið á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 25. og 26. maí.

Fræðsla

21. apríl 2007

Landsdómararáðstefna í Hveragerði

Um þessa helgi hittast um 40 landsdómarar á Hótel Örk í Hveragerði til þess að undirbúa sig fyrir sumarið. Farið verður yfir áherslur sumarsins sem og breytingar á knattspyrnulögunum.

Fræðsla

19. apríl 2007

Matarfundi KÞÍ á Kaffi Reykjavík frestað

Matarfundi KÞÍ sem vera átti á Kaffi Reykjavík föstudaginn 20. apríl hefur verið frestað vegna lélegrar þátttöku. KÞÍ stefnir á að halda fundinn 2. júní næstkomandi.

Fræðsla

18. apríl 2007

Vorfundur KÞÍ á Akureyri

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands heldur vorfund á Akureyri, laugardaginn 28. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Þórs, Hamri og er opinn öllum þeim er áhuga hafa á knatspyrnu og knatspyrnuþjálfun.

Fræðsla

11. apríl 2007

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík við Vesturgötu í Reykjavík, föstudaginn 20. apríl kl. 19.00.  Miðaverð er 3500 kr. og innifalið í því þriggja rétta glæsilegur kvöldverður.

Fræðsla

6. apríl 2007

Breytt dagsetning á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu

KSÍ V þjálfaranámskeiðið sem var fyrirhugað að halda helgina 13-15. apríl hefur verið fellt niður en ákveðið hefur verið að halda námskeiðið 27-29. apríl í staðinn.  Skráning er hafin hjá Ragnheiði á skrifstofu KSÍ (ragga@ksi.is) eða í síma 510-2900.

Fræðsla

2. apríl 2007

Sigurður Ragnar á UEFA Pro Licence námskeið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri og landsliðsþjálfari, hefur fengið inni á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeiði hjá enska knattspyrnusambandinu sem hefst í Warwick í Englandi 25. júní.

Fræðsla

15. febrúar 2007

Flottar í fótbolta

Málþingið er hluti stefnumótunarvinnu fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH.  Það er  haldið af unglingaráði og meistaraflokksráði kvenna.  Málþingið er öllum opið og hefst kl. 10:00, laugardaginn 17. febrúar.

Fræðsla

9. febrúar 2007

HK óskar eftir þjálfara fyrir 7. flokk drengja

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara til að taka við 7. flokki drengja og hann þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.  Í 7. flokki eru drengir fæddir 1999 og 2000, og eru 7 og 8 ára á þessu ári.

Fræðsla

29. janúar 2007

Unglingadómaranámskeið hefst 9. febrúar

Unglingadómaranámskeið verður haldið í febrúar.  Þátttakendur sækja námsefni á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 3. mars.  Konur eru sérstaklega hvattar til að taka þátt.

Fræðsla

22. janúar 2007

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið 26.-28. janúar

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið helgina 26-28.janúar.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og krafist er 100% mætingarskyldu.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Kópavogi.

Fræðsla

17. janúar 2007

KSÍ VI skriflegt próf 2. febrúar

KSÍ VI skriflegt próf hefur verið sett á föstudaginn 2.febrúar næstkomandi klukkan 14:00 – 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal.  Prófið er hluti af KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem var haldið í Englandi síðastliðið haust.

Fræðsla

17. janúar 2007

Af hverju eiga Íslendingar svo marga atvinnumenn?

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hélt fyrirlestur í boði Knattspyrnusambands Svíþjóðar um hvernig Ísland fer að því að búa til svona marga atvinnumenn í knattspyrnu.og Knattspyrnusambands Örebro.

Fræðsla

17. janúar 2007

KSÍ skoðar menntun knattspyrnuþjálfara sumarið 2006

KSÍ óska eftir því við aðildarfélög sín að þau sendi inn upplýsingar um alla knattspyrnuþjálfara sem störfuðu hjá þeim sumarið 2006.  Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fyrir aðildarfélögum KSÍ næsta sumar.

Fræðsla

10. janúar 2007

ÍF fær viðurkenningu fyrir grasrótarstarf

KSÍ og UEFA veittu Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) viðurkenningu í dag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða.  Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics.

Fræðsla