18. september 2007
Á sunnudaginn mættu landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir á fótboltaæfingu með fötluðum. Æfingin var liður í samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands.
13. september 2007
Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra standa fyrir æfingu fyrir fatlaða næstkomandi sunnudag 16.september. Sérstakir gestir á þessari æfingu verða landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir.
9. september 2007
Mikið fjör var á fótboltaæfingu hjá fötluðum í morgun en hún fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla. Landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna.
7. september 2007
Vegna ónógrar þátttöku verður KSÍ VI þjálfaranámskeið ekki haldið á þessu ári eins og áætlað var. Reynt verður að halda námskeiðið á næsta ári ef næg þátttaka fæst.
31. ágúst 2007
Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa ákveðið að standa aftur fyrir æfingum á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ. (við Laugarnesskóla).
22. ágúst 2007
Komnar eru dagsetningar á fyrstu þjálfaranámskeið haustsins og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig í tíma en hægt er að byrja að skrá sig, þremur vikum áður en námskeið hefst.
13. ágúst 2007
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem það hvetur félagsmenn sína, sem og alla þjálfara þessa lands, að berjast gegn notkun á "Snusi".
3. ágúst 2007
Unglingaráð Knattspyrnufélags ÍA leitar að áhugasömum einstaklingi í fullt starf við þjálfun. Gert er ráð fyrir að umsækjendur geti hafið störf haustið 2007.
25. júlí 2007
Hér að neðan er umsóknareyðublað að KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem verður haldið í Englandi í haust. Námskeiðið er ætlað þjálfurum sem hafa lokið við KSÍ V þjálfaranámskeiðið og koma að þjálfun 3.flokks eða eldri aldurshópa.
19. júlí 2007
Um 100 nýjum Homeground æfingum hefur verið bætt í æfingasafnið hér á vefnum. Um er að ræða fjölbreyttar og áhugaverðar æfingar frá mörgum af þekktustu þjálfurum landsins.
20. júní 2007
Í gær var undirritað samkomulag á milli KSÍ og fjögurra fyrirtækja um áframhaldandi uppbyggingu sparkvalla á landinu. Stefnt er á að í lok ársins verðir vellirnir orðnir 111 um allt land.
13. júní 2007
Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1993. Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum.
7. júní 2007
Laugardaginn 2. júní sl. útskrifuðust 58 þjálfarar með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og var útskriftin haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Að útskrift lokinni var þjálfarahópnum boðið á landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli.
7. júní 2007
Hér að neðan fá finna nánari upplýsingar um knattspyrnuskóla drengja sem fram fer á Laugarvatni dagana 11. - 15. júní. Enn eru nokkur félög eftir að tilnefna fulltrúa og eru þau beðin um að bregðast við nú þegar.
1. júní 2007
Eins og kunnugt fram hefur komið er KSÍ einn af þeim aðilum er stendur á bakvið átakið "Útspark til Gambíu". Markmiðið þar er að safna fótboltabúnaði til þess að senda til Gambíu.
25. maí 2007
Rauði kross Íslands, í samstarfi við KSÍ og fleiri aðila, stendur fyrir söfnun á afgangs fótboltabúnaði, s.s. boltum, skóm og búningum. Búnaðurinn verður síðan sendur til Gambíu í Afríku.
21. maí 2007
Líkt og undanfarin ár mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir knattspyrnuskóla á Laugarvatni í sumar. Skólinn í ár er fyrir iðkendur fædda 1993. Félög skulu tilnefna einn dreng og eina stúlku fyrir 1. júní næstkomandi.
16. maí 2007
Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa átt gott samstarf undanfarin ár og hefur verið ákveðið að hafa opna tíma fyrir fatlaða á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ. (við Laugarnesskóla)