Verslun
Leit
SÍA
Leit

28. október 2007

Nýr vefur um munntóbak

Fyrir stuttu var opnaður nýr vefur sem Lýðheilsustöð hefur látið útbúa í samstarfi við stýrihóp um munntóbaksnotkun. Á vefnum er fjallað um munntóbak, ánetjun þess og áhrif auk þess sem vefleikur er á vefnum.

Fræðsla

28. október 2007

Norræn grasrótarráðstefna í Reykjavík

Norræn grasrótarráðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal  31. okt – 1. nóv.  Gestir ráðstefnunar koma frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð alls 15 þátttakendur frá þessum þjóðum.

Fræðsla

26. október 2007

KSÍ II fellur niður 2. - 4. nóvember

Fyrirhugað þjálfaranámskeið KSÍ II sem halda átti 2. - 4. nóvember, fellur niður að þessu sinni.  Ekki var nóg þátttaka á þessu námskeið og varð því að fella námskeiðið niður að þessu sinni.

Fræðsla

23. október 2007

HK vantar þjálfara fyrir 5. og 6. flokk kvenna

Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 6.fl. og 5.fl. kvenna.

Fræðsla

23. október 2007

Enn hægt að skrá sig á KSÍ II

Dagana 26. - 28. október fer KSÍ II þjálfaranámskeið fram og er kennt í fræðslusetri KSÍ Laugardal og knattspyrnuhúsinu Kórnum.  Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið en hægt er að skrá sig á skrifstofu KSÍ.

Fræðsla

18. október 2007

Keflvík auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla

Knattspyrnuráð Keflavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla fyrir næsta keppnistímabil.  Starfið er unnið í samvinnu við þjálfara meistaraflokks karla.  Umsækjandi þarf að standast þær kröfur um þjálfaramenntun sem Leyfiskerfi KSÍ kveður á um varðandi þjálfun á 2 flokki karla.  

Fræðsla

17. október 2007

1. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri um helgina

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri um komandi helgi, 19. - 21. október.  Námskeiðið fer fram í Þórsheimilinu, KA-heimilinu og Boganum og er bæði bóklegt og verklegt.

Fræðsla

9. október 2007

Velheppnuð bikarúrslitaráðstefna KÞÍ

Um helgina hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sína árlegu ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik karla.  Ráðstefnan var vel sótt af þjálfurum og þótti velheppnuð í alla staði.

Fræðsla

9. október 2007

Þjálfarar ársins útnefndir hjá KÞÍ

Á bikarráðstefnu Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins.  Willum Þór Þórsson og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfarar Vals voru útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2007.   

Fræðsla

9. október 2007

Enn hægt að skrá sig á KSÍ I

Dagana 12. - 14. október fer KSÍ I þjálfaranámskeið fram og er kennt í fræðslusetri KSÍ Laugardal og knattspyrnuhúsinu Kórnum.  Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið en hægt er að skrá sig á skrifstofu KSÍ.

Fræðsla

4. október 2007

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu?

KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins.  Meginverkefni er starfsemi í fræðslumálum og námskeiðahaldi með fræðslustjóra KSÍ.  Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu.

Fræðsla

3. október 2007

Dagskrá KSÍ IV sem verður um helgina

Um  helgina fer fram þjálfaranámskeið KSÍ IV og má sjá dagskrána hér að neðan.  Enn eru fáein sæti laus á þetta námskeið en úrslitaleikur VISA bikars karla fléttast inn í námskeiðið.

Fræðsla

1. október 2007

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ 2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 6. október næstkomandi.

Fræðsla

28. september 2007

Þjálfarastaða hjá ÍR

Unglingaráð knattspyrnudeildar ÍR leitar að áhugasömum þjálfara til að taka að sér þjálfun hjá 7. flokki karla. Þetta eru hressir strákar ásamt því að foreldrastarfið er mjög öflugt hjá flokknum.

Fræðsla

27. september 2007

Unglingadómararnámskeið hefst 12. október

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð,fyrst 12/10), en námskeiðinu lýkur með prófi 5. nóvember.

Fræðsla

26. september 2007

KSÍ 1 þjálfaranámskeið um helgina

Fyrsta þjálfaranámskeið haustsins fer fram nú um helgina og er það KSÍ 1 þjálfaranámskeið. Kennsla fer fram í fræðslusetri KSÍ og í nýrri knattspyrnuhöll, Kórinn, í Kópavogi.

Fræðsla

24. september 2007

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir þjálfara

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir þjálfara fyrir eldri kvennaflokka félagsins.  Nánari upplýsingar gefur íþróttafulltrúi félagsins Hörður Guðjónsson í síma 567-6467  og á netfangið hordur@fylkir.com.

Fræðsla

20. september 2007

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust?

Þjálfaranámskeið KSÍ eru að hefjast.  Það hefur jafnan verið mikil þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ og því best að skrá sig sem fyrst ef þið viljið vera viss um að fá pláss.

Fræðsla