3. janúar 2008
Dagur Sveinn Dagbjartsson er nýr starfsmaður í fræðslumálum og hefur hann hafið störf. Dagur hefur lokið B.S. gráðu í íþróttafræðum frá KHÍ á Laugarvatni og mun verða með Sigurði R. Eyjólfssyni í fræðslumálum KSÍ.
3. janúar 2008
KSÍ heldur að venju fjölda þjálfaranámskeiða á þessu ári og eru fyrstu námskeiðin á dagskránni strax í janúar. Hér að neðan má sjá þau námskeið sem liggja fyrir árið 2008 en önnur námskeið og fyrirlestrar eru í vinnslu og verða auglýst nánar síðar.
20. desember 2007
Umsjónarmaður meðknattspyrnuklúbb fyrir 14-16 ára unglinga sem á að byrja í janúar, tvö til þrjú kvöld í viku. Þetta er samstarfsverkefni ÍR, Leiknis, Miðbergs og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
17. desember 2007
Barna- og Unglingaráð knattspyrnudeildar Stjörnunnar auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum frá og með 2.janúar 2008.
13. desember 2007
Knattspyrnudeild Skallagríms óskar að ráða þjálfara fyrir meistaflokk karla og 3. og 4. flokk karla. Þjálfaramenntun æskileg en ekki skilyrði.
6. desember 2007
Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir grasrótarviðburði ársins í knattspyrnu. Það eru KSÍ og UEFA sem veita þessar viðurkenningar árlega og fór afhendingin fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ.
3. desember 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ er einn af fyrirlesurum á stórri alþjóðlegri þjálfararáðstefnu sem fer fram í Kaupmannahöfn 5-6. janúar 2008. Ráðstefnan ber nafnið Copenhagen International Football Congress
29. nóvember 2007
Knattspyrnufélag Árborgar á Selfossi auglýsir eftir þjálfara til að þjálfa meistaraflokk félagsins á komandi keppnistímabili. Árborg leikur sem kunnugt er í 3. deild. Stjórn félagsins leitar að metnaðargjörnum þjálfara
28. nóvember 2007
KSÍ hefur haldið mörg þjálfaranámskeið á utan höfuðborgarsvæðisins undanfarið og fleiri námskeið eru fyrirhuguð. KSÍ mun reyna eftir fremsta megni að fara með þjálfaranámskeiðin út á landsbyggðina til að efla enn frekar menntun þjálfara þar.
27. nóvember 2007
Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Dag Svein Dagbjartsson sem starfsmann í fræðslumál. Dagur hefur lokið B.S. gráðu í íþróttafræðum frá KHÍ Laugarvatni og á að baki 12 landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands.
27. nóvember 2007
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 29. nóvember n.k. klukkan 20:00.
22. nóvember 2007
KSÍ II þjálfaranámskeið fer fram á Akureyri nú um helgina og hefst námskeiðið kl. 14:30 í Félagsheimili Þórs, Hamri. Hér að neðan má sjá dagskrá námskeiðsins en kennarar verða þeir Janus Guðlaugsson og Pétur Ólafsson.
22. nóvember 2007
Fram FFR leitar að metnaðarfullum þjálfara til að taka að sér þjálfun 2. flokks karla fyrir tímabilið 2008. Fram býður uppá fyrsta flokks æfingaaðstöðu í Safamýrinni, stórt grasæfingasvæði þar sem liðið leikur heimaleiki sína.
15. nóvember 2007
KSÍ heldur þjálfaranámskeið I á Reyðarfirði um helgina. Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Reyðarfirði og Fjarðabyggðarhöllinni. Um 20 manns eru skráðir á þetta námskeið.
15. nóvember 2007
KSÍ er að athuga með áhuga á þátttöku á KSÍ II þjálfaranámskeið í Reykjavík, helgina 23. - 25. nóvember. Ef næg þátttaka fæst ekki verður námskeiðið haldið að hausti 2008. KSÍ II námskeið verður haldið á Akureyri þessa sömu helgi.
7. nóvember 2007
Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Akranesi kl. 16:00 föstudaginn 9. nóvember. Þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.
5. nóvember 2007
Púlsklukkan sem fylgir félagsgjaldinu fyrir félagsmenn KÞÍ í ár er nú tilbúin til afhendingar til félagsmanna sem greitt hafa félagsgjaldið í ár, á skrifstofu KSÍ í Laugardal.
30. október 2007
Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Grundarfirði kl. 17:00 miðvikudaginn 7. nóvember. Þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.