5. febrúar 2008
Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ á Selfossi kl. 20:00 fimmtudaginn 7. febrúar. Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.
1. febrúar 2008
KSÍ óskar eftir því að þjálfarar sem fengið hafa fræðsluefni (bækur, VHS spólur, DVD diska o.s.frv.) skili því inn, sama hve gamalt efnið er. Verið er að taka í gegn bókasafn og vídeósafn sambandsins
1. febrúar 2008
Fjöldi menntaðra knattspyrnuþjálfara hér á landi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Árið í ár fór vel af stað, því þau þrjú námskeið sem haldin hafa verið hingað til á árinu hafa verið vel sótt.
31. janúar 2008
Í dag var undirrituð staðfesting þess efnis að KSÍ hafi verið samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA. Það voru 9 þjóðir sem voru samþykktar inn í Grasrótarsáttmála UEFA að þessu sinni og eru 30 þjóðir orðnar aðilar að sáttmálanum.
29. janúar 2008
Laugardaginn 16. febrúar, milli kl. 10:00 og 12:00, stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt.
29. janúar 2008
Mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur í dómgæslu. Hugmyndin er að halda dómaranámskeið eingöngu fyrir konur. Farið verður yfir knattspyrnulögin og síðan mun Gylfi Orrason fara í praktísku hliðina á dómgæslunni.
24. janúar 2008
Síðustu daga hafa verið haldin dómaranámskeið á Norðurlandi og hefur Magnús Jónsson, dómarastjóri KSÍ, verið með umsjón með þessum námskeiðum. Síðasta námskeiðið í þessari hrinu verður haldið í dag, fimmtudag og fer fram á Húsavík.
15. janúar 2008
Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Aftureldingar leitar að yfirþjálfara fyrir 14 aldursflokka barna- og unglingastarfsins. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað fyrir 25. janúar.
15. janúar 2008
Á morgun mun birtast á heimasíðu UEFA umfjöllun um knattspyrnubæinn Akranes og þann fjölda atvinnumanna er koma þaðan. Aðilar frá heimasíðu UEFA voru hér í sumar og tóku upp efni sem birt verður á morgun.
14. janúar 2008
Unglingadómaranámskeið verða haldin á vegum KSÍ á Norðurlandi vikuna 21. – 24. janúar. Ekkert þátttökugjald en þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri. Dagskrána má sjá hér neðar í fréttinni.
10. janúar 2008
Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir knattspyrnuskóla drengja og stúlkna á Laugarvatni líkt og undanfarin ár. Ennfremur heldur KSÍ úrtökumót fyrir drengi og stúlkur og er þetta í fyrsta skiptið sem úrtökumót stúlkna fer fram.
9. janúar 2008
Norska knattspyrnuþjálfarafélagið endurtekur hinar vel heppnuðu þjálfaraferðir fyrri ára og bíður nú í þjálfaraferð til Englands 31. janúar til 3. febrúar. Íslenskum knattspyrnuþjálfurum gefst kostur á að fara með í ferðina.
8. janúar 2008
KSÍ heldur 3. stig þjálfaranámskeið í Reykjavík helgina 18.-20. janúar. Námskeiðið fer fram í Fræðslusetri KSÍ í Laugardal. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig.
8. janúar 2008
KSÍ heldur 2. stig þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. janúar. Námskeiðið fer fram í Barnaskólanum á Reyðarfirði og í Fjarðabyggðarhöllinni og er bæði bóklegt og verklegt.
8. janúar 2008
KSÍ heldur 3. stig þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 25.-27. janúar. Um er að ræða fyrsta KSÍ III námskeiðið sem fram fer á landsbyggðinni. Námskeiðið fer fram í félagsheimi Þórs og í Boganum og er námskeiðið bæði bóklegt og verklegt.
8. janúar 2008
KSÍ heldur KSÍ B próf (UEFA B próf) í þjálfaramenntun laugardaginn 16. febrúar klukkan 10 í Fræðslusetri KSÍ í Laugardal. Réttindi til próftöku hafa allir þjálfarar sem hafa lokið fyrstu fjórum þjálfarastigum KSÍ (KSÍ I, II, III og IV)
7. janúar 2008
Fimmtudaginn 17. janúar kl. 18:00 verður haldið námskeið í höfuðstöðvum KSÍ fyrir héraðsdómara. Námskeiðið er hugsað fyrir héraðsdómara og þá unglingadómara sem hafa áhuga á að öðlast héraðsdómararéttindi.
4. janúar 2008
Frá og með 1. janúar 2008 verða þátttakendur á unglingadómaranámskeiðum ekki krafðir um þátttökugjöld. Hér er um nýbreytni að ræða og liður í því að fjölga dómurum og efla dómgæsluna.