11. ágúst 2006
Fræðslunefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur valið úr 35 umsóknum sem bárust frá þjálfurum sem vildu komast inn á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið sem verður haldið á Lilleshall, Englandi þann 29.október - 5.nóvember næstkomandi.
28. júlí 2006
Barna og unglingaráð Aftureldingarauglýsir eftir þjálfurum í nokkra flokka pilta og stúlkna frá og með 1. september. Þjálfaramenntun og reynsla er skilyrði.
27. júlí 2006
Í tengslum við komu IFK Gautaborgar á Visa-Rey Cup þá mun Roger Fridlund fræðslustjóri fótboltaakademíu félagsins verða með hádegisfyrirlestur á föstudag.
21. júlí 2006
Það hefur löngum verið vitað að fótboltinn sé góð líkamsrækt. Ekki síst er fótboltinn góður fyrir beinin, eins og kemur fram í fróðlegri grein á vef Beinverndar. Kemur þar fram að kannanir sýna að fótboltastúlkur hafa hæstu beinþéttni íþróttastúlkna.
21. júlí 2006
KSÍ VI þjálfaranámskeiðið fer fram vikuna 29. október - 5. nóvember á Englandi. Umsóknarfrestur fyrir þátttakendur námskeiðsins rennur út 1. ágúst, en umsækjendur þurfa að hafa lokið við V. stig KSÍ í þjálfaramenntun.
19. júlí 2006
Stoð heldur námskeið í „íþrótta-teipingum“ þriðjudaginn 25. júlí og miðvikudaginn 26. júlí, næstkomandi.
12. júlí 2006
Knattspyrnudeild KR leitar að metnaðarfullum þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.Þjálfaramenntun og reynsla skilyrði. Umsóknir og upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist á netfangið stefan@kr.is þar sem jafnframt eru gefnar nánari upplýsingar.
10. júlí 2006
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyir fundi með Fitness þjálfari Millwall FC, Ade Mafe sem mun segja frá uppbyggingu "preseason” tímabila og svara spurningum gesta. Fyrirlesturinn hefst kl 20:00 mánudaginn 10. júlí.
5. júlí 2006
Knattspyrnudeild ÍR leitar að þjálfara í 7. flokk karla og 6. flokk karla. Félagið rekur metnaðarfullt starf og leitar eftir þjálfurum með metnað til að starfa með öflugu foreldra og unglingaráði deildarinnar og hressum iðkendum.
29. júní 2006
Fræðslu- og útbreiðsllustarf KSÍ er í fullum gangi og er Luka Kostic umsjónarmaður þess. Í dag mun Luka koma sér vel fyrir í Garðabænum og verður þar með verklegar og bóklegar æfingar.
23. júní 2006
Dagsetningar þjálfaranámskeiða KSÍ í haust hafa verið ákveðnar. Byrjað verður að skrá á hvert þjálfaranámskeið um mánuði áður en það á að hefjast. Eftirfarandi námskeið verða haldin í haust:
22. júní 2006
Á síðasta ári voru sett á fót sérstök alþjóðleg verðlaun til stuðningsmanna í knattspyrnu, veitt af borgaryfirvöldum í Brussel í Belgíu, með stuðningi UEFA.
21. júní 2006
Knattspyrnudeild Álftaness leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara.Þjálfaramenntun og reynsla skilyrði.
20. júní 2006
Luka Kostic, þjálfari U17 og U21 landsliða Íslands, heldur áfram útbreiðslustarfi KSÍ og verður hann á ferðinni á Selfossi á fimmtudaginn, 15. júní.
20. júní 2006
Búið er að uppfæra æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ og bætt hefur verið við 140 nýjum æfingum. Það voru þjálfarar á síðasta KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem sendu inn þessar 140 æfingar sem hluti af námskeiðinu.
20. júní 2006
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hefur skrifað grein inn á fræðsluvef KSÍ þar sem gefin eru góð ráð til þjálfara barna í knattspyrnu. Ætlunin er að bæta jafnt og þétt við fleiri greinum sem tengjast knattspyrnuþjálfun inn á fræðsluvefinn.
13. júní 2006
KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara 15-19. nóvember næstkomandi. Tveir heimsklassa erlendir fyrirlesarar koma til landsins til að kenna á námskeiðinu:
13. júní 2006
Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ. Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, miðvikudag, er komið að því að heimsækja Reykjanesbæ.