Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. júní 2006

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið verður haldið 20-27. október

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Lilleshall, Englandi dagana 20-27. október 2006. Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.

Fræðsla

8. júní 2006

Fyrirkomulag sérnámskeiðs fyrir E-stigs þjálfara

KSÍ hefur fengið samþykki fyrir því að 41 E-stigs þjálfari fari á sérnámskeið í nóvember til að ljúka við KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu í þjálfaramenntun.

Fræðsla

25. maí 2006

HK/Víkingur auglýsa eftir þjálfara

HK/Víking vantar þjálfara fyrir 2. flokk kvenna.  Hægt er að nálgast allar upplýsingar hjá Sigurði Víðissyni í síma 863-3571.

Fræðsla

17. maí 2006

41 E-stigs þjálfari fer á sérnámskeið í haust

UEFA hefur samþykkt umsókn KSÍ um að fá að halda sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara.  Alls voru 41 E-stigs þjálfari sem sóttist eftir að fara á námskeiðið.

Fræðsla

17. maí 2006

Luka heimsækir Siglufjörð á fimmtudag

Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ.  Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, fimmtudag, er komið að því að heimsækja Siglufjörð.

Fræðsla

12. maí 2006

Deildardómarar fá úr frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að gefa öllum A, B og C deildardómurum sínum forláta úr að gjöf.  Þessi svissnesku úr eru sérstaklega framleidd og hönnuð til handa dómarastarfa.

Fræðsla

11. maí 2006

Luka til Ísafjarðar á föstudaginn

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, heldur áfram för sinni á milli félaga um allt land.  Ísafjörður er áfangastaðurinn í þetta skiptið og mun Luka þar fara yfir áhersluatriði með þjálfurum í nágrenninu.

Fræðsla

5. maí 2006

Umsókn um námskeið fyrir E-stigs þjálfara skilað til UEFA

KSÍ hefur í dag skilað inn umsókn til UEFA um að fá að halda sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara í nóvember á þessu ári.  Umsóknin verður tekin fyrir hjá nefnd UEFA um þjálfaramenntun (JIRA nefnd) á fundi þann 10. maí.

Fræðsla

4. maí 2006

Áhersluatriði dómaranefndar KSÍ 2006

Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ árið 2006 eru svipuð og undanfarin ár. Þau byggja á fyrri reynslu hér á landi, fyrirmælum og leiðbeining­um FIFA og UEFA, svo og áherslum knatt­spyrnusam­banda á Norðurlöndum.

Fræðsla

4. maí 2006

Breytingar á knattspyrnulögunum 2006

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert minni háttar breytingar á knattspyrnulögunum. Þær taka gildi 1. júní næstkomandi - en hér á landi við upphaf Íslandsmótsins sunnudaginn 14. maí. 

Fræðsla

21. apríl 2006

Landsdómararáðstefna á Selfossi

Um helgina hittast landsdómarar á Selfossi og búa sig undir sumarið.  Verður þar farið yfir breyttar áherslur í dómgæslu og breytingar á knattspyrnulögunum.

Fræðsla

21. apríl 2006

Luka heimsækir Egilsstaði á þriðjudaginn

Útbreiðslu- og þjálfunarverkefni KSÍ heldur áfram undir stjórn Luka Kostic.  Nú er komið að því að heimsækja Egilsstaði og mun Luka vera þar þriðjudaginn 25. apríl.  Dagskrá hans byggir bæði á verklegum og bóklegum æfingum.

Fræðsla

19. apríl 2006

Unglingadómaranámskeið hefst 28. apríl

Annað unglingadómaranámskeið ársins hefst 28. apríl næstkomandi og er sem fyrr að mestu leyti um heimanám að ræða. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti.

Fræðsla

12. apríl 2006

Luka í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn

Luka Kostic sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ um þessar mundir.  Hefur hann sótt fjölmörg lið um allt land hingað til og þriðjudaginn, 18. apríl, er komið að Vestmannaeyjum.

Fræðsla

11. apríl 2006

Luka í Fífunni í dag

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga.  Í dag, kl. 17:15, verður hann í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi. 

Fræðsla

10. apríl 2006

Breiðablik leitar að þjálfurum

Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins, þá helst fyrir 5. og 6. flokk drengja.  Auk þess vantar aðstoðarþjálfara fyrir 3. flokk drengja.

Fræðsla

6. apríl 2006

Heimsókn Luka til Egilsstaða frestað

Luka Kostic átti að heimsækja Egilsstaði í dag á ferð sinni um landið, en sú heimsókn féll niður af óviðráðanlegum orsökum.  Ný dagsetning verður ákveðin fljótlega og verður tilkynnt viðkomandi félögum.

Fræðsla

6. apríl 2006

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík föstudaginn 21. apríl. Guðni Bergsson er ræðumaður kvöldsins og Hjálmar Hjálmarsson fer með gamanmál.

Fræðsla