Verslun
Leit
SÍA
Leit

5. apríl 2006

E-stigs þjálfarar þurfa að velja sér framhaldsnámskeið

KSÍ hefur í dag sent út tölvupóst og bréf til allra þjálfara sem hafa lokið við E-stigs þjálfaranámskeið KSÍ, en þjálfararnir eru 71 talsins. KSÍ fer fram á að þjálfararnir velji sér þá leið sem þeir vilja fara til að ljúka við UEFA A þjálfaragráðu. 

Fræðsla

5. apríl 2006

Hefur nú þegar heimsótt fjölmörg félög

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur þegar heimsótt fjölmörg félög á ferð sinni um landið og mun á næstu vikum og mánuðum sækja enn fleiri félög heim.

Fræðsla

4. apríl 2006

Luka heimsækir Akureyri og Egilsstaði í vikunni

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga í þessari viku. Á þriðjudag heimsækir hann Akureyri, en á fimmtudag verður hann á Egilsstöðum.

Fræðsla

27. mars 2006

Víking vantar þjálfara fyrir 3. flokk kvenna

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Fræðsla

27. mars 2006

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum helgina 31. mars - 2.apríl. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og verklegi hlutinn í Íþróttamiðstöðinni eða á sparkvelli.

Fræðsla

27. mars 2006

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár.  Þjálfarar hjá félögunum í Landsbankadeild karla hafa ekki verið nein undantekning þar á. 

Fræðsla

17. mars 2006

Luka Kostic heimsækir aðildarfélögin

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur nú þegar hafið störf og mun fara í sínar fyrstu heimsóknir til aðildarfélaga í næstu viku. Reykjanesbær, Höfn og Selfoss eru áfangastaðirnir.

Fræðsla

13. mars 2006

Halldór Örn á grasrótarrráðstefnu í Sviss

Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála á skrifstofu KSÍ, sækir í vikunni UEFA-ráðstefnu um grasrótarmál í Nyon í Sviss. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Knattspyrna í dag og á morgun".

Fræðsla

10. mars 2006

KSÍ hefur sölu á DVD disk með knatttækniæfingum

KSÍ hefur hafið sölu á DVD diski frá austurríska knattspyrnusambandinu (Challenge 2008) sem miðar að því að bæta knatttækni hjá leikmönnum.  DVD diskurinn nýtist bæði þjálfurum og leikmönnum.

Fræðsla

4. mars 2006

Fyrstu UEFA A þjálfararnir útskrifaðir

Síðastliðið föstudagskvöld útskrifuðust 22 þjálfarar með UEFA A þjálfaragráðu í menntunar kerfi KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.

Fræðsla

3. mars 2006

22 þjálfarar útskrifast með UEFA A þjálfararéttindi

KSÍ stendur fyrir útskrift í kvöld fyrir 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun KSÍ. UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.

Fræðsla

22. febrúar 2006

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 17-19. mars í Reykjavík

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið helgina 17-19.mars í Reykjavík.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem hafa náð 70 stigum eða meira á UEFA B prófinu sínu. 

Fræðsla

13. febrúar 2006

Á Futsal ráðstefnu UEFA í Madrid

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ sækja í vikunni ráðstefnu UEFA um Futsal í Madrid á Spáni. Á ársþingi KSÍ var samþykkt að skoða hvort taka eigi upp Futsal hér á landi.

Fræðsla

7. febrúar 2006

Unglingadómaranámskeið hefst 17. febrúar

Fyrsta unglingadómaranámskeið ársins hefst 17. febrúar. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti, en námskeiðinu lýkur síðan með prófi laugardaginn 11. mars.

Fræðsla

1. febrúar 2006

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið 24-26. febrúar

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið helgina 24-26. febrúar næstkomandi í fundarsal D hjá ÍSÍ í Laugardal.  Námskeiðið er opið þeim sem lokið hafa KSÍ I og II námskeiðunum eða A og B stigi í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ.

Fræðsla

31. janúar 2006

UEFA ráðstefna gegn kynþáttafordómum

Í vikunni sækir Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, ráðstefnu á vegum UEFA sem ber yfirskriftina "Sameinuð gegn kynþáttafordómum". Ráðstefnan fer fram í Barcelona á Spáni og taka um 250 manns þátt.

Fræðsla

24. janúar 2006

Dagsetningar komnar á þjálfaranámskeið KSÍ

KSÍ hefur nú sett niður dagsetningar fyrir flest þjálfaranámskeið sem eru fyrirhuguð á árinu 2006.  Á þessu ári mun KSÍ bjóða upp á öll 7 þjálfarastig KSÍ og fleiri námskeið. 

Fræðsla

20. janúar 2006

Dagur sjúkraþjálfunar 3. febrúar

Föstudaginn 3. febrúar mun Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) halda Dag sjúkraþjálfunar. Dagurinn byggir á fræðslufyrirlestrum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og umræðum um þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Fræðsla