17. október 2005
Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk karla. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.
11. október 2005
Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir á Sauðárkróki 24. september síðastliðinn, en þessir leikar eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ.
11. október 2005
Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti en námskeiðinu lýkur síðan með prófi 19. nóvember.
10. október 2005
KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík/Keflavík og á Akureyri helgina 14-16.október. Alls hafa rúmlega 60 þjálfarar skráð sig til þátttöku á námskeiðunum sem eru bæði bókleg og verkleg.
3. október 2005
Viltu þjálfa skemmtilegasta knattspyrnulið á Íslandi? Knattspyrnufélag Árborgar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara til að þjálfa meistaraflokk karla á komandi keppnistímabili. Aðsetur félagsins er á Selfossi en Árborg leikur í 3. deild.
3. október 2005
Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja námskeið eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000.
30. september 2005
Knattspyrnudeild Fram leitar eftir þjálfurum sem vilja slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni. Æskilegt er að þjálfarar hafi reynslu við þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.
27. september 2005
Unglingaráð ÍR óskar eftir að ráða áhugasaman þjálfara fyrir 4. flokk karla. Þjálfaramenntun er skilyrði og reynsla æskileg. Iðkendur í 4. flokki karla eru á milli 50 og 60 og er aðstoðarþjálfari fyrir hendi.
23. september 2005
Þýskuþjálfarinn, Kristian Wiegand, mun á næstu vikum heimsækja íþróttafélög og skóla á Íslandi, kynna heimsmeistaramótið í Þýskalandi 2006 og bjóða upp á örnámskeið í “fótboltaþýsku”.
23. september 2005
Þjálfaranámskeið KSÍ hefjast nú fljótlega og skráning er hafin á flest námskeiðin. Undanfarin ár hefur verið gríðarleg þátttaka og því er best að skrá sig sem fyrst.
22. september 2005
Huginn Seyðisfirði leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Huginn hélt sæti sínu í 2. deild síðastliðið sumar og er markið sett enn hærra fyrir næsta sumar. Skilyrði er að þjálfari sé búsettur á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina.
20. september 2005
Ráðstefnu KÞÍ í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla, sem vera átti um næstu helgi, hefur verið aflýst. Þess í stað mun KÞÍ í samvinnu við KSÍ standa fyrir afmælisráðstefnu 12. - 13. nóvember næstkomandi.
19. september 2005
Unglingaráð Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum til að þjálfa yngri flokka. Þjálfara vantar fyrir þrjá karlaflokka og tvo kvennaflokka.
15. september 2005
Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara 4. flokks karla fyrir árið 2005-2006. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi og hefur iðkendum fjölgað verulega síðastliðin ár.
12. september 2005
Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir meistaraflokk og 2. flokk karla. Frekari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir - anna@istex.is.
9. september 2005
Nýlega var sett af stað verkefnið Verndum bernskuna - Heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Það er ósk aðstandenda verkefnisins að það eigi eftir að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna.
8. september 2005
Hvöt á Blönduósi leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Ráðningartími yrði frá hausti 2005 til september 2006. Búseta á Blönduósi er skilyrði yfir sumarmánuðina, þarf helst að vera spilandi leikmaður.
24. ágúst 2005
Síðan Þýskubíllinn var settur af stað 13. júlí síðastliðinn hefur hann komið víða við og vakið áhuga fólks á HM 2006 og notkun þýsku í tengslum við knattspyrnu. Viðkomustaðir hafa m.a. verið æfingar hjá knattspyrnufélögum.