Verslun
Leit
SÍA
Leit

23. ágúst 2005

Barnaþorpið í Brovary það fyrsta í Úkraínu

Frá því er greint í nýjasta fréttabréfi SOS-barnaþorpanna að barnaþorpið í Brovary, sem SOS-barnaþorpin á Íslandi og KSÍ hafa meðal annars sameinast um að safna fé fyrir, verður það fyrsta í landinu.

Fræðsla

23. ágúst 2005

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnufélagið Þróttur þarf að bæta við sig þjálfurum fyrir næsta starfsár. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi. Boðið er upp á bestu aðstöðu sem völ er á í Laugardalnum.

Fræðsla

22. ágúst 2005

ÍA auglýsir eftir þjálfurum

Hjá unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA (UKÍA) eru nú lausar til umsóknar þjálfarastöður fyrir yngri flokka keppnistímabilið 2005-2006. UKÍA býður þjálfurum topp æfingaaðstöðu.

Fræðsla

12. ágúst 2005

Howard Wilkinson búinn að meta UEFA A umsókn KSÍ

Howard Wilkinson hinn þekkti enski þjálfari sem m.a. þjálfaði lið Sheffield Wednesday, Leeds og landslið Englands heimsótti KSÍ dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ í þjálfaramenntun.

Fræðsla

11. ágúst 2005

Bakpokar KÞÍ tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ

Bakpokar sem fylgja félagsgjaldi KÞÍ í ár eru nú tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ í Laugardal. Félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sækja sinn bakpoka á skrifstofuna.

Fræðsla

11. ágúst 2005

Þjálfaði félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan

Stuart Baxter, þjálfari Suður-Afríku, hefur komið víða við á ferli sínum. Hann hefur þjálfað félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan, auk þess að starfa hjá enska knattspyrnusambandinu.

Fræðsla
Landslið

11. ágúst 2005

Álftanes leitar eftir þjálfurum

Ungmennafélag Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka í knattspyrnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 18. ágúst næstkomandi á tölvupóstfangið knd@umfa.is.

Fræðsla

9. ágúst 2005

Mýrarknattspyrna á Ísafirði í annað sinn

Hið árlega Mýrarboltamót í knattspyrnu verður haldið á Ísafirði helgina 12. - 14. ágúst næstkomandi. Mýrarknattspyrna á rætur sínar að rekja til sumaræfinga finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann.

Fræðsla

15. júlí 2005

Howard Wilkinson á leið til Íslands í ágúst

Howard Wilkinson mun vera á Íslandi dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ.  Howard kemur til landsins á vegum UEFA m.a. til þess að fylgjast með þjálfaranámskeiði KSÍ. 

Fræðsla

15. júlí 2005

Kanntu knattspyrnulögin og mótareglurnar?

Dómarar hafa í mörg horn að líta og nauðsynlegt fyrir þá að þekkja bæði knattspyrnulögin og hinar ýmsu mótareglur. Hefur þú það sem til þarf?

Fræðsla

13. júlí 2005

Flautað til leiks með þýskubílnum

331 degi áður en Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Þýskalandi var áhugavert verkefni sett af stað - Flautað til leiks með þýskubílnum. Vigdís Finnbogadóttir setti verkefnið af stað með því að keyra þýskubílinn fyrsta spölinn.

Fræðsla

11. júlí 2005

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 á Sauðárkróki

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 verður haldinn á Sauðárkróki 28. júlí - 1. ágúst. Skólinn er nú haldinn 7. árið í röð og verður að þessu sinni í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.

Fræðsla

28. júní 2005

120 nýjar æfingar í Homeground æfingasafnið

Þátttakendur á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem fór fram 15-17. apríl síðastliðinn hafa skilað inn 120 nýjum æfingum fyrir alla aldurshópa.  Æfingasafn KSÍ inniheldur nú rúmlega 300 æfingar frá 73 þjálfurum.

Fræðsla

28. júní 2005

Þátttaka í grasrótarviðburðum

UEFA hefur ákveðið að veita þátttakendum í grasrótarviðburðum sérstakt viðurkenningarskjal. Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að veita iðkendum viðurkenningu fyrir þátttöku í grasrótarviðburðum.

Fræðsla

28. júní 2005

Ráðstefna UEFA um upplýsingatækni

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfisstjóri og umsjónarmaður ksi.is, sóttu fyrr í mánuðinum ráðstefnu um upplýsingatækni sem UEFA stóð fyrir í Nyon í Sviss.

Fræðsla

24. júní 2005

Fordómalausir dagar FIFA og KSÍ

Um þessar mundir fagnar knattspyrnuhreyfingin Fordómalausum dögum í 4. sinn.  Allir leikir sem fram fara á Íslandi þessa daga eru tileinkaðir baráttunni gegn fordómum.  Knattspyrnuáhugafólk um land allt er hvatt til að segja NEI við fordómum af öllu tagi.

Fræðsla

24. júní 2005

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu

Fyrirhugað er að KSÍ og ÍSÍ haldi sameiginlega ráðstefnu þann 8.ágúst næstkomandi.  Fyrirlestrarefni eru m.a. fjöldi iðkenda/framfarir í þjálfun og nýjungar í þjálfun.

Fræðsla

24. júní 2005

Guðni á UEFA ráðstefnu um þjálfaramenntun

Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari U-19 liðs karla og kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ sótti á dögunum 15. ráðstefnu UEFA um þjálfaramenntun fyrir hönd KSÍ.  Ráðstefnan var haldin í Amsterdam, Hollandi 30. maí – 3. júní. 

Fræðsla